Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 Jóhann Tómas Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjórisprotafyrirtækisins CrankWheel, er fertugur í dag. „Ég hef ver-ið í um 20 ár í hugbúnaðarbransanum og var tíu ár hjá Google með aðsetur í Kanada en ég hætti þar fyrir einu og hálfu ári til að stofna CrankWheel. Við höfum verið að þróa hugbúnað sem gerir það kleift að vera með viðskiptavin í símanum og ef þig vantar að fara myndrænt yfir t.a.m. tilboð sem þú ert að útbúa fyrir hann þá geturðu gert það á tíu sekúndum. Viðskiptavinurinn getur notað snjallsíma eða tölvu, án þess að sækja neinn hugbúnað. Við höfum undanfarna mánuði verið í lokuðum prófunum en einnig hafa framsækin fyr- irtækið prófað og borgað fyrir aðgang að hugbúnaðinum okkar. Svo fékk ég smá afmælisgjöf í gær þegar við fórum í loftið og nú geta all- ir, einstaklingar og fyrirtæki, skráð sig í áskrift hjá okkur. Þetta eru stór tímamót hjá fyrirtækinu og mun ég halda veislu heima hjá mér í tilefni þessa og afmælisins í dag.“ Jói, eins og hann kallar sig, er í sambandi með Erlu Símonardóttur sem vinnur hjá Kaupþingi og hann á þrjú börn frá fyrra sambandi, Jakob Ragnar 11 ára, Hannes Helga 9 ára og Ylvu Björgu 5 ára. „Ég hef ekki mikinn tíma fyrir önnur áhugamál, en ég stunda kraft- lyftingar og hef gaman af fjallgöngum, hjólreiðum og skíðum. Ég ætl- aði í vetur til Montréal þar sem ég bjó en beinar flugferðir þangað hefjast ekki fyrr en í maí svo ætli ég láti ekki Bláfjöllin duga. Ég hef einnig áhuga á söng en hef ekki verið virkur í honum undanfarið. Ég lærði söng þegar ég var yngri og var í Dómkórnum í nokkur ár.“ Hugbúnaðarsérfræðingurinn Jói að kynna fyrirtækið sitt Crank- Wheel á ráðstefnunni Startup Iceland í Hörpu í maí síðastliðnum. Tímamót hjá sprotafyrirtækinu Jóhann Tómas Sigurðsson er fertugur í dag J akob fæddist í Reykjavík 7.11. 1940 og ólst upp í Vesturbænum, fyrst við Landakotstúnið og síðan við Ægisíðuna: „Ég hef verið búsettur í Vesturbænum alla tíð þar til 1. september í haust er við hjónin fluttum í lítið einbýlishús í Grafarvogi, með yndislegt útsýni yfir Hólmsheiðina og Hengilssvæðið. Það er nú alveg hægt að lifa það af að flytja úr Vesturbænum en ég verð samt alltaf sami KR-ingurinn, sama hvar ég er í veröldinni.“ „Ég æfði knattspyrnu með KR á æsku- og unglingsárunum, er af kyn- slóð gullaldarstrákanna þar, en var aldrei sjálfur góður í fótbolta. Ég fór alltaf á völlinn til 1975, hætti því um skeið en fór aftur að hvetja mína menn um aldamótin síðustu og hef varla misst af heimaleik síðan. Það er notalegt að hitta alltaf sömu KR- félagana í stúkunni og skrafa við þá um gang leiksins og liðsins.“ Jakob lauk stúdentsprófi frá MR 1960, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1967, öðlaðist hdl-réttindi 1991, hrl- réttindi 1995 og er löggiltur dómtúlk- ur úr og á ensku frá 1991. Jakob vann ýmis almenn störf á náms- árunum, var m.a. í skreiðarvinnu og saltfiskvinnslu hjá BÚR, vann í vöru- geymslum hjá Eimskip og Jöklum hf., var á hvalbát hjá Ingólfi Þórð- arsyni skipstjóra og var háseti á flutningaskipum Jökla, auk þess sem hann var blaðamaður á Vísi sumrin 1960 og 1961 og starfsmaður Stúd- entaráðs HÍ 1961-62. Jakob var fulltrúi hjá Erlendi Björnssyni, bæj- arfógeta á Seyðisfirði og sýslumanni í Norður-Múlasýslu, 1967, starfs- maður bandaríska sendiráðsins í Reykjavík 1967, ráðunautur fram- kvæmdastjórnar Íslenska álfélagsins hf. um stjórnun starfsmannamála frá 1970 og starfsmannastjóri þar 1985- 90, starfrækti eigin málflutnings- stofu í Reykjavík, ásamt öðrum frá 1991, síðast hjá Logos frá 2000-2013. Jakob sat í stjórn Orators 1960-61, í stjórn Vöku, félags lýðræðislegra stúdenta 1960-61, í utanrík- ismálanefnd SUS og í málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál 1970-72, var formaður Bridgefélags Reykjavíkur 1969-71, og 1979-81, sat í dómnefnd Bridgesambands Íslands 1979-83 og var varaforseti þess 1981- 83, sat í sambandsstjórn VSÍ 1989- 91, í stjórn Lögmannafélagsins 1996- 98 og var formaður þess 1998-2000 og sat í Kjararáði, skipaður af Hæstarétti 2006-2010. Jakob varð Íslandsmeistari í Jakob R. Möller, lögmaður í Reykjavík – 75 ára Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Í réttarsal Jakob blaðar í ræðu sinni áður en hann tekur til máls sem verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu 2011. Maðurinn í R-klúbb- unum: BR, GR og KR Jón Snær Ragnarsson og Þóra Björk Sveinbjörnsdóttir giftu sig í Garðakirkju 4. júlí 2015. Þau voru gefin saman af séra Jónu Hrönn Bolladótt- ur. Þau eiga tvo syni, Lúkas Loga Jónsson, f. 2009 og Rökkva Stein Jónsson, f. 2011. Foreldrar Jóns Snæs: Ragnar Axelsson og Björk Hreiðarsdóttir. Foreldrar Þóru Bjarkar: Sveinbjörn Guðmundsson og Þóra Haraldsdóttir. Árnað heilla Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.