Morgunblaðið - 07.11.2015, Side 52

Morgunblaðið - 07.11.2015, Side 52
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 311. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sprenging heyrðist í Stokkhólmi 2. Enginn starfsmaður í búðinni 3. Trjábolir þeyttust út um allt 4. Hvaðan er hún Nína litla?  Björk Vulnicura strings nefnist ný- útkomin plata sem hefur að geyma strengjaútgáfu af síðustu plötu Bjarkar, Vulnicura. Tónlistin á upp- runalegu plötunni samanstendur af elektrónískum töktum, áhrifamiklum laglínum og strengjaútsetningum eftir Björk sem hafa verið fluttar á tónleikum með 15 manna strengja- sveit en á hinni nýju og órafmögnuðu útgáfu plötunnar eru aðeins strengir, söngur og einleikur Unu Sveinbjarn- ardóttur fiðluleikara. Björk notar eina Viola Organista- hljóðfærið í heiminum á plötunni, að því er fram kemur í tilkynningu um útgáfuna, en það hljóðfæri var upp- runalega hannað af Leonardo da Vinci og smíðað eftir hans lífstíð. Vulnicura hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fjölmiðla á borð við Evening Standard, Guardian, Tele- graph, The Quietus, Clash, NME og Pitchfork. Strengjaútgáfa af Vulnicura gefin út FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-18 m/s, hvassast suðaustantil. Víða rigning eða slydda með köflum, en skúrir austantil. Hægt kólnandi veður. Hiti 1 til 7 stig í kvöld. Á sunnudag Suðvestlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 suðaustantil. Víða skúrir og él til fjalla, en léttir til norðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig, en frystir allvíða um kvöldið. Á mánudag Hægviðri, en austan 5-8 m/s um kvöldið. Skýjað með köflum og úrkomulít- ið, en skúrir eða él syðst um kvöldið. Víða vægt fost. Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa hlotið þann heiður, fyrstar Íslendinga, að vera valdar í úrvalslið Evrópu í sundi sem mætir liði Bandaríkjanna í einvígi í desember. Mótinu má líkja við Ryder- bikarinn í golfi, og fer það fram ann- að hvert ár. Sautján konur og sextán karlar skipa lið Evrópu, og á Ísland því 6% evrópsku keppendanna. » 1 Tvær af sautján í úrvals- liði Evrópu frá Íslandi Nýliðar Hattar tóku á móti sjálfum Íslandsmeisturum KR á Egilsstöðum í gær- kvöld, í Dominosdeild karla í körfuknattleik, en höfðu ekki roð við þeim. Höttur skoraði aðeins 33 stig í fyrstu þrem- ur leikhlutunum og tapaði að lokum með 35 stiga mun, 85:50. Haukar unnu hina ný- liðana, FSu, 104:88 og Þór Þorlákshöfn skellti ÍR, 107:64. »2 Meistararnir fóru illa með nýliðana Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Karlakórinn Hreimur fagnar fjöru- tíu ára afmæli sínu í ár. Eftir að nokkra karlakóra um Þingeyjarsveit dagaði uppi ákváðu góðir menn að sameina karlmannsraddir sveit- arinnar og stofnuðu Hreim. Stein- þór Þráinsson er kórstjóri en hann stýrði kórnum í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit á miðvikudag. Steinþór tók við tónsprotanum fyrir fjórum árum. „Ég gekk í kór- inn fyrir um átta árum og var kosinn formaður. Þá gat ég ráðið mig sem stjórnanda,“ segir Steinþór og hlær dátt. „Sá sem var stjórnandi var að flytja suður og ég hangi enn. Það er allavega ekki búið að reka mig,“ segir hann. Um 50 karlar eru í kórn- um alls staðar að úr Þingeyjarsveit. Steinþór og þrír aðrir koma frá Ak- ureyri en æft er á mánudögum og miðvikudögum. „Síðan ég kom í kór- inn hafa um tíu nýir komið. Ég er með tvo unga frændur mína með mér í bíl og það eru nokkrir ungir frambærilegir söngvarar í kórnum.“ Ávanabindandi að vera í kór Hann segir félagsskapinn vera forsendu þess að vera í kór. „Þetta er líka ávanabindandi. Þetta er and- skoti skemmtilegur hópur sem er líka góður að syngja. Það er gaman að láta þá taka lagið.“ Nokkrir þekktir æringjar og hag- yrðingar úr sýslunni eru þarna sam- ankomnir og viðurkennir Steinþór að töluverð vitleysa sé oft sögð á æf- ingum. „Það er ekki alveg laust við það. Það er merki- legt að maður skuli koma ein- hverju í verk,“ segir hann. Eftir viku eru tónleikar með Ljótu hálfvitunum en þetta er í annað sinn sem Hreimur syngur með hljómsveitinni. „Þar syngjum við klassískt karlakórsprógramm fyrir hlé, þeir hafa sína dagskrá á miðjum tónleik- unum eins og þeim einum er lagið, og svo syngjum við allir saman eftir hlé. Á barmi heimsfrægðar Hreimur hefur gefið út fjölmarga geisladiska og sungið víða hér heima og erlendis. Í byrjun mánaðarins birtust kórmeðlimir svo á sundföt- unum í Baðlóni Mývetninga í ferða- málaþættinum Faut Pas Rever sem sýndur var í franska sjónvarpinu. „Þátturinn var um Ísland og við tók- um lagið Ó, mín flaskan fríða. Við teljum okkur vera að nálgast heims- frægðina,“ segir stjórnandinn glað- ur og kátur með afmælið og radd- irnar. Gleðitónninn í Þingeyjarsveit  Karlakórinn Hreimur fagnar 40 ára afmæli Ljósmynd/ Birkir Fanndal Brosandi kátir Karlakórinn Hreimur hélt boðstónleika í Skjólbrekku á miðvikudagskvöldið fyrir Mývetninga, í til- efni 40 ára afmælis kórsins. Steinþór stendur fremst og meðleikarinn Steinunn Halldórsdóttir við píanóið. Snæbjörn Ragnarsson, einn af meðlimum Ljótu hálfvitanna og rithöfundur, segir að stuðið sé mikið þegar hljómsveitin spilar með karlakórnum. Meðlimir hljómsveitarinnar eru átta og er sviðið því ansi þéttskipað. Nóg er að gera hjá Snæ- birni því hann er nýbú- inn að gefa út bókina Geril auk þess sem ný plata Ljótu hálfvit- anna, Hrísey, kom út á fimmtu- dag og verður fylgt eftir með tón- leikum víða um land. „Næsta vika hjá mér fer í hálf- vita-æfingar af óvenjulegri teg- und því hinn 14. höldum við tvenna tónleika í Hofi með karla- kórnum. Við gerðum það í fyrra í Ýdölum og í Háskólabíói og það gekk svo djöfull vel að við hent- um í gigg núna. Það er mjög gam- an.“ Fjör að spila með Hreimi SNÆBJÖRN RAGNARSSON ÚR LJÓTU HÁLFVITUNUM Snæbjörn Ragnarsson  Íslandsdagar standa nú yfir í Pushkin-ríkislistasafninu í Moskvu og lýkur 27. nóvember. Íslandsdagar eru samstarfsverkefni Pushkin, Lista- safns Íslands, menntamálaráðuneyt- isins og sendiráðs Íslands í Moskvu. Á dagskrá Íslandsdaga er m.a. sýn- ing á verkum eftir Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving og Kjarval og tónleikar Nataliu Halldórsdóttur messósópran og Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur píanóleikara í safninu, sendi- herrabústaðnum og í tónlistarskólanum Gnessin. Íslandsdagar haldnir í Pushkin í Moskvu „Á endanum valdi ég Val og er mjög sátt við það og taldi þetta bestu ákvörðunina fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég fór ekki í besta liðið en ég er tilbúin að fara í þann slag með félag- inu að koma okkur aftur almennilega á kortið. Ég er í toppstandi, líður vel og ætla að bæta mig og hjálpa sam- herjum mínum,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem er gengin til liðs við Val eft- ir sjö ár í at- vinnu- mennsku. » 1 Margrét Lára er komin aftur til Vals

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.