Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 1
^v i> STÆRSTA FRETTA- OG AUGLYSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM íkurfréttii Ilandsboka jsafnahosii [HVERFISGÖQ II01 REYKJ 47. töluDiau i. .gangur Fimmtudagur 28. nóvember 1991 • Þar sem enn eru nokkrir dagar þar til jólasveinarnir koma til byggða var ákveðið að fulltrúi Léttsveitarínnar Karen Sturlaugsson og fulltrúi jólasveinanna hann Gáttaþefur mætt- ust á miðri leið og und- irrituðu samninginn. Ljósm.: epj. Léttsveit Tónlistarskólans og Hiö íslenska Jólasveinafélag: Samstarfs- samningur við Jólasveina endur- nýjaður Fyrir síðustu jól náði Létt- sveit Tónlistarskólans í Kefla- vík samningum við Hið ís- lenska Jólasveinafélag (HÍJ) um samstarf. Samstarfinu var þannig háttað að Léttsveitin tók að sér að skrá niður pantanir jólasveinanna á jólaböll og í heimahús og lagði um leið til hljómsveit á jólaböllin ef eftir því var óskað. Nú hefur þessi samningur verið endurnýjaður og verður þjónustan svipuð og í fyrra. Agóöinn rennur í ferða- sjóð Léttsveitarinnar. Þeir sem vilja fá jóla- sveinanna á jólaböll, með eða án hljóðfæra, í heimahús með pakka á aðfangadag eða við einhver önnur tækifæri geta hringt í síma I4904 (Vi'glundur og Guðrún) eða í síma 11291 (Sigurður og Dröfn) og borið upp óskir sínar. Reynt verður að gera öllum til hæfis í þjónustu og verðlagningu. '~ i Éfi* ^^m •I**!-"5' 500 manna stjórn kerf i á Suðurnesjum - mætti hæglega fækka niöur í 150 Eins og sveitarstjórnarkerfið er í dag á Suðurnesjum eru 51- 52 sveitarstjórnarfulltrúi og í heild eru 500 manns í nefnda- kerfinu. Væru Suðuniesin sam- einuð væri auðveldlega hægt að skera þetta niður f 11 bæj- arfulltrúa og 150 nefndarmenn, en það er sú tala sem er á Ak- ureyri, sem er bæjarfélag með svipaðan íbúafjölda og Suð- urnesin í dag. Þessar upplýsingar komu nýlega fram í erindi er Sigfús Jónsson form. nefndar Fé- lagsmálaráðuneytis um skipt- ingu landsins í sveitarfélög, hélt á fundi Rotarýklúbbs Kefla- víkur. A bls. 22 í blaðinu í dag birtum við kafla úr ræðunni. Bæjarstjórn Njarövíkur fundaöi meö utanríkisráöherra: Starfsmannamál Varnarliðsins - Fleiri starfsmönnum sagt upp í gær Bæjarstjórn Njarðvíkur átti í vikunni fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni ut- anríkisráðherra þar sem lagt var á borð fyrir ráðherra nýr rökstuðningur fyrir fjölgun staifsmanna á Keflavíkur- flugvelli. Að sögn Kristjáns Páls- sonar, bæjarstjóra í Njarðvík féllst ráðherra á að hann og Róbert Trausti Ámason, skrifstofustjóri Varnarmála- deildar héldu þegar í næstu viku fund með sendiherra Bandarfkjanna og yfirmönn- um Vamarliðsins, þar sem fastara yrði rekið á ráðn- ingamálum hjá Vamarliðinu, í þá átt að fjölga stöðugildum þar. Á fundinum færðu Njarðvíkingamir, ráðherra fregnir um að um 30 starfs- mönnum hefði átt að segja upp í gær. Lofaði ráðherra að athuga þeirra mál sér- staklega. Sagði Kristján að bæj- arstjórnin væri mjög ánægð með viðtökumar hjá ráð- herra og styddi hann fylli- lega í því sem framundan væri í þessum málum. AUGLYSINGAR • RITSTJORN • AFGREIÐSLA ^ 14717,15717 • FAX ^12777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.