Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 2
Harmleikurinn í Grindavík Víkurfréttir 28. nóv. 1991 tt ATTA BORN MISSTU FEÐUR SÍNA • Skutur bátsins stóð einn upp úr eftir aö skipið hafði að öðru leyti fallið ofan í gjótu á strandstaðnum og sokkið. Ljósmyndir: hbb. • Björgunarsveitarmenn úr Þorbirni huga morguninn eftir að gúmbjörgunarbáti af Eldhamri. Sjópróf vegna harmleiksins við Grindavík á föstu- dagskvöldið þegar fimm af sex- manna áhófn Eldhamars GK 13 frá Grindavík, fórst við Hóps- nestá, fóru fram í Keflavík í fyrradag. Ekki náðist niðurstaða og því hefur þeim verið frestað um ótiltekin tíma. Ekki liggur því fyrir hvað or- sakaði bilun þá sem yarð í bát- um, með þeim afleiðingum að hann tók að reka stjórnlítið til lands, þar sem hann strandaði í stórgrýti og skorðaðist síðan í gjóti þar sem hann sökk síðan að framan með þessum hörmu- legu afleiðingum. Vegna mikilla umræðna um þyrlukaup sem komið hafa í kjölfar slyssins, hafa björg- unarsveitarmenn, skorað a fjöl- miðla og aðra landsmenn að hætta þeim og huga frekar að því hvernig koma megi í veg fyrir slík slys og snúa bökum saman í slysavörnum. Þeir sem fórust með Eld- hamri voru: Arni Bernharð Kristinsson, 32 ára, skipstjóri, til heimilis að Glæsivöllum 5, Grindavík, og lært hann eftir sig eiginkonu og tvö börn, eins árs og sjö ára. Bjarni Guðbrandsson, 32 árs, vélstjóri, til heimils á Hóla- völlum 11, Grindavík, og lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú börn á aldrinum 5 ára, 10 ára og 13ára. Sigurður Kári Pálmason, 27 ára, matsveinn, til heimilis á Selsvöllum 6. Grindavík, og lætur hann eftir sig eiginkonu og tvö börn, eins árs og fjögurra ára. Hilmar Þór Davíðsson, 24 ára, vélavörður, til heimilis á Fagrahjalla 50, Kópavogi, og lætur hann eftir sig eiginkonu og sjö mánaða dóttur. Kristján Már Jósefsson, 25 ára, háseti, til heimilis á Krabbastíg 2, Akureyri. Hann var ókvæntur og barnlaus. Sá sem bjargaðist heitir Ey- þór Björnsson, 26 ára, stýri- maður, búsettur í Grindavík. Kvæntur og á þriggja ára dóttir. Eldhamar GK 13 var þriggja ára stálskip, 53 tonn að stærð, smíðað í Svíþjóð, en yfirbyggt og lengt í Póllandi í sumar. Árni uYrnhan) Kristinsson Bjarni Guðbrandsson Sigurður Kári Pálmason Hilmar Þór Davíðsson Kristján Már Jósefsson • Eini skipverjinn sem bjargaðist af Eld- hamri, Eyþór Björnsson stýrimaður gengur upp fjöruna með aðstoð björg- unarmanna. Ljósm.: V. /7\ LLT FYRIR UJÐVENTUNA Skreytingaefni ímiklu úrvali. Einnig tilbúnar skreytingar og kransar. ife OPIÐ BLÓMABÚDIN ALLA DAGA TIL KL. 22.00 TILJÓLA Kósý OG AI:GI.YSIN(',AHI.AI)II) A Sl'Dl'RXESJUM Útgefandi: Víktirfréttir hf. -^—^——^—————^^—^—-^—————— Afgrciðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717. Box 125,230-Keflavfk. Póstfax nr. 12777. - Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985- 33717. - Fréttadeild: Emil Páil Jónsson og Hilmar Bragi Bárðarson. íþróttir: Garðar Ketill Vilhjálmsson. - Auglýsinga- deild: Páll Ketilsson. - Upplag: 6000 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréltablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Filmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf. Keflavík. I