Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 2
2 Harmleikurinn í Grindavík Víkurfréttir 28. nóv. 1991 • Skutur bátsins stóð einn upp úr eftir að skipið hafði að öðru leyti fállið ofán í gjótu á strandstaðnum og sokkið. Ljósmyndir: hbb. ÁnA BÖRN MISSTU FEDUR SÍNA Sjópróf vegna harmleiksins við Grindavík á föstu- dagskvöldið þegar fimm af sex- manna áhöfn Eldhamars GK 13 frá Grindavík, fórst við Hóps- nestá, fóru fram í Keflavík í fyrradag. Ekki náðist niðurstaða og því hefur þeim verið frestað um ótiltekin tíma. Ekki liggur því fyrir livað or- sakaði bilun þá sem varð í bát- um, með þeim afleiðingum að hann tók að reka stjómlítið til lands, þar sem hann strandaði í stórgrýti og skorðaðist síðan í gjóti þar sem hann sökk síðan að framan með þessum hörmu- legu afleiðingum. Vegna mikilla umræðna um þyrlukaup sem komið hafa í kjöifar slyssins, hafa björg- unarsveitarmenn, skorað á fjöl- miðla og aðra landsmenn að hætta þeim og huga frekar að því hvernig koma megi í veg fyrir slík slys og snúa bökum saman í siysavörnum. Þeir sem fórust með Eld- hamri voru: Árni Bernharð Kristinsson, 32 ára, skipstjóri, til heimilis að Glæsivöllum 5, Grindavík, og lært hann eftir sig eiginkonu og tvö böm, eins árs og sjö ára. Bjami Guðbrandsson, 32 árs, vélstjóri, til heimils á Hóla- völlum 11, Grindavík, og lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú böm á aldrinum 5 ára, 10 ára og 13 ára. Sigurður Kári Pálmason, 27 ára, matsveinn, til heimilis á Selsvöllum 6, Grindavík, og lætur hann eftir sig eiginkonu og tvö böm, eins árs og fjögurra ára. Hilmar Þór Davíðsson, 24 ára, vélavörður, til heimilis á Fagrahjalla 50, Kópavogi, og lætur hann eftir sig eiginkonu og sjö mánaða dóttur. Kristján Már Jósefsson, 25 ára, háseti, til heimilis á Krabbastíg 2, Akureyri. Hann var ókvæntur og bamlaus. Sá sem bjargaðist heitir Ey- þór Bjömsson, 26 ára, stýri- maður, búsettur í Grindavík. Kvæntur og á þriggja ára dóttir. Eldhamar GK 13 var þriggja ára stálskip, 53 tonn að stærð, srníðað í Svíþjóð, en yfirbyggt og lengt í Póllandi í sumar. • Björgunarsveitarmenn úr Þorbirni huga morguninn eftir að gúmbjörgunarbáti af Eldhamri. • Eini skipverjinn sem bjargaðist af Eld- hainri, Eyþór Björnsson stýrimaður gengur upp fjöruna með aðstoð björg- unarmanna. Ljósm.: V. r L Kósý Skreytingaefni í miklu úrvali. Einnig tilbúnar skreytingar og kransar. ALLADAGATIL X XI) KL- 2200 TIL JÓLA BLÓMABÚÐIN /7\ LLT FYRIR LriÐVENTUNA n j l'tgef'andi: Víkurfréttir hf. ■ Afgreiösla, ritstjórn og auglvsingar: Vallargötu 15, símar 14717. 15717. Box 125,230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. - Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707. bílas. 985- 33717. - Fréttadeild: Emil Páll Jónsson og Hilmar Bragi Bárðarson. íþróltir: Garðar Ketill Vilhjálmsson. - Auglýsinga- deild: Páll Ketilsson. - Upplag: 6000 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Filmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf. KetJavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.