Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 28.11.1991, Qupperneq 6
6 Verslun \íkurfréttir 28. nóvember 1991 Fréttir Sparisjóð- urinn gefur börnum endur- skinsmerki Hin árlega gjöf Sparisjóðsins á endurskinsmerkjum til öryggis börnum í umferðinni, hefur ný- lega farið fram. Að þessu sinni var merkjunum dreift til barna í öllum skólum og dagheimilum á Suðurnesjum. KK-BAND áEdenborg Kristján Kristjánsson stórblús- ari mun mæta með hljómsveit sína KK-BAND á Edenborg föstudags- og laugardagskvöld. Þá nrun Ellen Kristjánsdóttir syngja. Er þetta einstakt tækifæri, þar sem sveitin kemur aðeins fram þessa helgi og þá næstu, en þá í höfuðborginni. Sjá nánar í aug- lýsingu á næstu síðu. Húsnæöisnefnd Keflavíkur: Úthlutun íbúða að Aðalgötu 5 lokið Húsnæðisnefnd Keflavíkur út- hlutaði í síðustu viku þeim 20 í- búðum sem byggðar hafa verið að Aðalgötu 5 í Keflavík. Um er að ræða íbúðir í flokknum: Al- mennar kaupleiguíbúðir með hlutdeildareign. Er blaðinu kunnugt um að a.m.k. tjórir þeirra sem fengu út- hlutun hafa hafnað henni, þar sem flokkur sá sem um er að ræða gerir ráð fyrir að liver aðili borgi nú þegar 30% af bygg- ingarkostnaði eða rúmar 2 millj- ónir króna, sem er endanleg tala og sfðan húsaleigu allt upp í 20- 25 þúsund á mánuði, eftir stærð íbúðar. Þó einhverjir hafni íbúðum er ekki talið að auglýsa þurfi aftur, þar sem mun fleiri sóttu um en fengu úthlutað. Bara elsti bekkurinn Frá því var greint í síðasta blaði að tvær elstu bekkjadeildir Gerðaskóla hafi leikið bandí í fjáröflunarskini. Hið rétta er að það voru bara krakkar úr 10. bekk skólans sem tóku þátt í fjár- öfluninni. Leiðréttist þetta hér með. PERSÓNA BÖRNIN Herra- og dömufatnaður frá Persónu vöktu óskipta Sýndur var fatnaöur fyrir börn á ölluin aldri. Verslunin er einnig athvgli. Verslunin flytur sjálf mikið inn af fatnaði með útibú frá Efnalaug Suðurnesja. fyrir batði kynin. FRISTUND Innihald hörðu jólapakkanna í ár var kvnnt á sérstakan hátt, þar sem börnin settust í kringum jólatré og opnuðu pakkana. SMART Auk kynningar á ilmvötnum sýndu sýningarstúlkur af Suðurnesjum það nýjasta í nátt- og undirfatnaði. HOLMGARDSJOL GERÐULUKKU Húsfyllir var á vörukynningu verslana í Hólmgarði sem haldin var í Stapa sl. föstudag undir heitinu Hóímgarðsjól. Þar kynntu versl- anirnar allt það helsta sem þær hafa á boðstólnum. Verslunin Persóna sýndi döniu- og hcrrafatnað sem verslunin flytur sjálf inn. Snyrtivöruverslunin Smart var með kynningu á ilmvötnum og einnig var sýndur undir- og náttfatnaður, sem verslunin hefur í umboðssölu og einnig sem fluttur er inn af Smart. Verslunin Bömin var með bamafatn- að og Efnalaug Suðumesja var með kynningu í anddyri. Frá versluninni Hólmgarði kom kynning á Kaffitár- kaffi. Með kaffinu bauð Sigurjón í Sigurjónsbakaríi upp á smákökur, laufabrauð, „stollen" og ávaxtakökur. I lólmgarðsjól eru orðin að ár- vissum viðburði og tókst vel til með dagskrána. Meðfylgjandi myndir tók myndasmiðurinn okkar, Hilmar Bragi, við þetta tækifæri. SIGURJÓNSBAKARÍ Sigurjón Héðinsson bakari var mættur meö smákökur og hruuö og gaf fólki að smakka. HÓLMGARÐUR er ný verslun við samnefnda götu. Kaffitár var sú vara sem þau kynntu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.