Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 28.11.1991, Qupperneq 8
 grín - gagnrýni m ■ vangaveltur ■ umsjón: emil páll* Kom „eskimóunum" á bragðið Sigurður Jónsson, byrjaði hjá Kanaútvarpinu- og sjónvarpinu fyrir 40 áruni síðan og kom okkur Eski- móum hér i Norðurhafi upp á lagið nteð sjónvarsgláp og þeir sem settust fyrir framan tækin í fyrsta skipti eru þar enn... Björk erlendis Eins og greint var frá í síðustu Molum þótti sumum fundarmanna í K 17, er skipulagssýn- ingin var haldin, jsað skrýtið að þrjá af níu bæjarfulltrúum í Kefla- vík vantaði. Einn þessara þriggja, Björk Guð- jónsdóttir, hefur haft samband við MOLA og kvartað yfir því að, „að sér væri vegið“, þar sem hún hefði verið erlendis. En hún teldi sig ekki þurfa að fá leyfi MOLA til slíkrar ferðar. Rétt er því að árétta það sem kom hér fram að framan, að sumir fundarmanna, ekki eingöngu MOLA- höfundi fannst mætinga- leysi viðkomandi at- hyglisverð. Höfðu við- komandi orð á þessu við MOLA-höfund. Lögreglan hafnaöi Eftirfarandi birtist í Pressunni í síðustu viku: „Á meðan einkabílstjóri Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráð- herra, Kristinn T. Har- aldsson, var próflaus sá Jón Baldvin sjálfur um akstur ráðherrabílsins, að minnsta kosti að mestu leyti. Eiginkona Jóns Baldvins, Bryndís Schram, keyrði líka bíl- inn annað slagið. Eitt sinn þurfti Bryndís að koma bónda sínum í Flugstöðina og hafði mjög knappan tíma. Hún leitaði til lögreglunnar í Keflavík eftir lögreglu- fylgd. Ósk hennar var hafnað og henni sagt að taka bara sénsinn. Eins og kunnugt er var haft eftir lögreglunni, þegar Kristinn var tekinn fyrir of hraðan akstur, að hann Itefði átt að óska eftir lögreglufylgd..." Holskefla gam- alla íbúöa... Ljóst virðist vera að mikið framboð gamalla íbúða verður á fast- eignamarkaði í Keflavík næstu vikurnar. Ástæðan er sú að enn eru nokkrar íbúðir og einbýlishús þess fólks sem keypti íbúðir t' Hornbjargi, á markaði. Þá var á dög- unum úthlutað fbúðum til 20 einstaklinga og hjóna í húsi aldraðra að Aðalgötu 5 og innan tíð- ar verða jafnmargar út- hlutanir á Hlévangi. ...sem sporna heföi mátt viö Slíkar holskeflur eru ekki góðar, þar sem mörg þessi hús falla ekki inn í það munstur sem fólk vill í dag. Gömul hús sem þarfnast viðhalds, stórar íbúðir og enn stærri lóðir. Svo þetta komi ekki niður á verði hefði vel mátt sporna við því að þær kæmu allar inn á tiltölulega skömm- um tíma, t.d. með því að dreifa byggingunum á lengra tímabil. Engar tillögur ráöherranna Forsætis- og iðnaðar- ráðherra boðuðu á laug- ardag til fundar um at- vinnumál á Suðumes- jum. Sátu fulltrúar sveit- arfélaganna og úr at- vinnulífinu, fund þennan og var hann vel sóttur, enda áttu ntenn von á einhverju stefnumark- andi frá þessum ráða- mönnum þjóðarinnar. Urðu því nokkur von- brigði þegar í ljós kom að þeir ráðherrarnir voru kontnir til að hlusta á það hvort Suðurnesjamenn hefðu sjálfir einhverja lausn í huga. Þeir Davíð Oddsson og Jón Sig- urðsson höfðu sjálfir enga lausn í farteskinu. Fjármálarugl stjórnvalda... Umræða um þyrlur Landhelgisgæslunnar, kaup á nýjunt þyrlum til landsins og samningar við Varnarliðið um notk- un á þeim þyrium sem staðsettar eru á Kefla- víkurflugvelli, hafa verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. Ekki síst hefur heyrst óánægja sæ- farenda með það skiln- ingsleysi sem hrjáir ráða- menn þjóðarinnar í þess- um efnum, og það á sama tíma og þeir ræða um stórfellda eyðslu fjár- muna í Þjóðleikhús, handboltahöll o.fl. o.fl. Telja suntir sæfarenda að forsætisráðherra ætti að segja af sér sökum þessa. ...og sameining þyrlusveita Eitt það gáfulegasta sem komið hefur fram í þessu mikla þyrlumáli er sú skoðun að réttast væri að flytja Landhelgis- gæsluna til Keflavíkur og sameina hana síðan við þyrlusveit Varnarliðsins. Með þessu mætti stór- auka öryggi landsmanna og annarra sem eru í nauð svo og spara stórfé. Með því yrði þyrlusveitin stór- lega bættari, með fjölda þyrla og annan tækja- búnað sem til þarf. Breytir þar engu hvort við stjórnvölinn eru íslend- ingar eða kanar, númer eitt er öryggið. Upphrópun bœjarstjórans... Flestir þeir er hlustuðu á viðtal við Ellert Eiríks- son í fréttatíma Rík- isútvarpsins á sunnu- dagskvöld urðu virkilega hissa á svari hans við því hvort fella ætti gengið til að bjarga atvinnulífinu. Var svar hans eitthvað á þessa leið að sú kynslóð sem nú væri á vinnu- markaði yrði að skilja að ekki væri nægjanlegt að heimta og heimta heldur ætti fólk að spara og t.d. segja upp Stöð 2 og hætta að nota einkabílinn og nota þess í stað strætó. Sfðan klikkti hann út með að segja eitthvað á þá leið að þetta fólk sem vissi ekki hvað væri að svitna í vinnunni, aðeins hvern- ig væri að svitna í lík- amsræktarstöðvum, vissi ekki hvað væru þreng- ingar eins og nú væru að koma. ... fer mis- jafnlega í menn Þó hlustendur hafi verið hissa á svarinu, voru sumir sammála honum um að fólk yrði að hugsa sjálft fyrir lífinu og hætta að heimta þetta og hitt. En aðrir ná ekki upp í nefið á sér af reiði þess og flestir hneyksl- uðust. Eitt er þó víst að slfkar upphrópanir verða oftast til að fólk lítur í eigin barm og þá er til- gangnum náð. Víkurfréttir 28. nóv. 1991 Eygló dýrari en Bryndís Það hefur verið vinsælt við viss tilefni að bjóða í góðar konur. Á Dalvík var greitt hátt verð fyrir hatt Jóns Baldvins og síðan greiddi ungur herra 43 þúsund krónur fyrir fyrsta dansinn við utanríkisráð- herrafrúnna, Bryndísi Schram. Á árshátíð Rot- aryklúbbs Keflavíkur fór fram svipað uppboð á konu, að sjálfsögðu allt gert í fjáröflun, ekkert happdrættiskjaftæði, held- ur „alvöru" konuuppboð „I boði“ var engin önnur en úrafrúin, Eygló Geirdal. Buðu menn grimmt en hörðust var baráttan milli Jóns Norðfjörðs og Hann- esar Ragnarssonar en fleiri blönduðu sér einnig í Eyglóarbaráttuna. Hún endaði síðan með sigri Hannesar. Hann fékk Eygló fyrir 45 þúsund krónur sem rann í einhvem herrasjóð Rotary sant- kvæmt óáreiðanlegum heimildum eða þannig... Opiö tvo sunnudaga Vegna aukinnar sam- keppni milli verslana hér og á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákveðið að auka opnunartíinann hér í desember í samræmi við verslanir innfrá. Verður m.a. opið tvo sunnudag. Nánar er fjallað um málið annars staðar í blaðinu. Bifreiðaeigentiur athugið! • Réttingar..................bindandi tilboö • Heilsprautanir......bindandi tilboö • Blettanir..................bindandi tilboö ALLAR ALMENNAR VIÐGERÐIR UPPHERSLUR Á ÖLLUM BÍLUM • Vetrarskoöanir • Ljósastillingar • Varahlutaþjónusta fyrir alla bíla Nú er rétti tíminn fyrir VETRARSKOÐUN BIFREIÐAVERKSTÆÐI STEINARS hf. SMIÐJUVÖLLUM 6 - SÍMI 15499 - KEFLAVÍK PERSONULEG TILBOÐ á jólakortum meö myndum til 7. desember! | Framköllmiarþj<H>usl« | HAFNARGÖTU 52 KEFLAVÍK SÍMI 14290

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.