Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 28.11.1991, Qupperneq 9
\íkurfréttir 28. nóvember 1991 Fréttir Minmsvarðinn um brunann í Skildi reistur Kirkjukór Kcflavíkurkirkju söng við minnisvarðann undir stjórn Ein- ars Arnar Einarssonar, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson flutti ávarp. HÉRSTÓÐ SAMKOMUHÚSIÐ SKJÖLÐUR BVQGT 1906 EYDDIST 1 ELDSVOÐA 30. DESEMBER 1935 iBRUNAÞESSUM OG AF VOLDUM HANS FÓRUST 10 MANNS fjolmargirhlutu meiriogmihni brunasAr Síðasta sunnudag fór fram í Keflavíkurkirkju sérstök messa til minningar um þá er fórust er samkomuhúsið Skjöldur brann. Var kirkjan þéttsetin ættingjum og öðrum er muna brunann. Minntist séra Lárus Halldórs- son þeirra sem fórust og kór kirkjunnar söng. Einsöngvari var Guðmundur Oiafsson og organisti Einar Öm Einarsson. Að messu lokinni var gengið að þeim stað er Skjöldur stóð og minnisvarði hefur verið reistur. Þar flutti séra Hjörtur Magni Jóhannsson nokkur orð og kór Keflavíkurkirkju söng undir stjóm Einars Amar Einarsson- ar. Er minnisvarðinn staðsettur til hliðar við Kirkjulund og beint aftan við hús Víkurfrétta. A minnisvarðanum er skjöldur með eftirfarandi áletr- un: „Hér stóð samkomuhúsið Skjöldur. Byggt 1906. Eyddist í eldsvoða 30. desember 1935. I bruna þessum og af völdum hans fómst 10 manns, fjöl- margir hlutu meiri og minni brunasár." Að sögn þeirra aðila sem sáu um að reisa minnisvarðann þ.e. ættingjum þeirra er þama fór- ust, verður síðar meir hlaðinn upp grunnur samkomuhússins og inni í honum verður minn- isvarðinn. Fjölmenni fylgdist með athöfninni, s.s. ættingjar þeirra sem fórust og ýmsir er voru í húsinu er eldurinn kom upp. Ljósmvndir: hbb. STORKOSTLEGT KJUKLINGA- TILBOÐ til 23. desember 1991 ALLAN DAGINN - ath. líka í hádeginu Kjúklingabitar 120 kr. stk. • Fyrir 1 2 bitar, franskar, sósa og salat kr. 495,- • Fyrir 3 6 bitar, franskar, sósa og salat kr. 1.345,- • Fyrir 5 10 bitar, franskar, sósa og salat kr. 2.125,- • Fyrir 10 20 bitar, franskar, sósa og salat kr. 3.950,- HAFNARGÖTU62 SÍMI14777 Nauögunarmáliö á Keflavíkurflugvelli: Saksóknari vísaði málinu frá Saksóknari ríkisins hefur vísað frá máli því er tengist grun um meinta nauðgun þriggja þel- dökkra vamarliðsmanna, er upp kom á Keflavíkurflugvelli í byrj- un septembermánaðar í haust. Hafði málið verið í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Eftir rann- sókn þar var málið sent embætti ríkissaksóknara, sem tók þá ákvörðun að kæra ekki. Konan sem kærði er þrítugur Kefl- víkingur, sem hefur verið í með- ferð geðlæknis frá því að at- burðurinn átti sér stað. Dæmdur fyrir nauðgun Sakadómur Keflavíkur hefur dæmt 17 ára pilt í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir til- raun til að nauðga jafnöldru sinni og ógna henni með hnífi á heimili hans í september sl. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af ungum aldri sakbomingsins. Einnig var höfð hliðsjón af því að hann hafði ekki áður lent á sakaskrá. KYNNING I APOTEKINU ÁMORGUN föstudaginn 29. nóvember - Kristín Guðmundsdóttir, snyrtifræöingur kynnir nýtt ilmvatn frá Ungaro. Einnig kynnum við Clarins snyrtivörur. APÓTEK KEFLAVÍKUR ungaro

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.