Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 13
12 Viðtalið Fréttin um skjót við- brögð slökkviliðs Brunavarna Suður- nesja er eldboð barst frá Hornbjargi í síðasta tölu- blaði, hefur vakið athygli. Þess vegna lögðum við leið okkar upp á slökkvistöð og fengum Jóhannes Sigurðsson, vara- slökkviliðsstjóra til að greina frá þeirri þjónustu sem stöðin veitir í þessum efnum. Sagði Jóhannes að á slökkvi- stöðinni væri búið að setja upp móttökubúnað er tekur á móti boðum frá viðvörunarkeifum. Væri höfuðáherslan lögð á tvennt. I fyrsta lagi væri þeir sem slökkvilið með móttöku á brunaviðvörunarkerfum sem væri fyrirbyggjandi aðgerð varðandi eldsvoða og í öðru lagi höfðu þeir með höndum sjúkra- flutninga og því gætu þeir brugðist fyrr við ef sjúklingar eða aldraðir kölluðu til aðstoðar með neyðarhnappi. Vikurfréttir 28. nóvember 1991 13 Verslun/Skemmtanalíf Vmurfréttir 28. nóvember 1991 # Á varðstofu slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja er sól- arhringsvakt þar sem fylgst er vel með þeim brunaviðvörun- arkerfum og neyðarhnöppum sem tengdir eru stöðinni. Hér er það Sigurgísli Ketilsson sem fylgist með boði frá einu kerf- anna. Að neðan er Jóhannes Sigurðsson, varaslökkviliðs- stjóri. Ljósm.: epj. Neyðarhnappar og brunaviövörunarkerfi beintengd Brunavörnum Suöurnesja: SKJÓT VIÐBRÖGÐ OG AUKIÐ ÖRYGGI Að auki hafa þeir nú tök á að vakta aðra þætti s.s. frystikistur í verslunum, laxeldisstöðvar, innbrotskerfi og vatnsnema, svo eitthvað sér nefnt. En hvers vegna eruð þið að þessu, Jó- hannes? „Fyrst og fremst eru þetta fyrirbyggjandi aðgerðir, t.d. getum við komið í veg fyrir stórbruna, með því að fá vit- neskju strax, en fram að þessu hefur það allt of oft brunnið við að slökkviliðið fær vitnesku um eldsvoða. þegar hann væri kom- inn á það stig að erfitt er að af- stýra stórtjóni. Varðandi neyð- arhnappinn þá höfum við orðið varir við þörfina hjá öldruðum og sjúkum, sem búa oft heima án þess að geta veitt sér það ör- yggi sem þeir þarfnast. Með því að vera með þetta tengt beint til okkar sparast mikill tími, miðað við það þegar slík tæki eru tengd aðilum í Reykjavík, sem síðan þurfa að koma boðimi hingað suður með símtali. En eins og menn vita getur álagið á símakerfinu stundum verið þannig að erf- iðleikum er háð að ná sambandi milli Keflavíkur og höfuðborg- arsvæðisins. Þá er það að auki stór sparnaður fyrir sveitarfé- lögin að hægt sé að bjóða þessa þjónustu hér heima fyrir." -Nú hafa tugir aðila látið tengja slík kerfi við ykkur. Vitið þið einhver dæmi um að slíkt hafi sannað sig? „Dæmið í Hornbjargi, húsi aldraða sem þið sögðuð frá í síðasta tölublaði er góð sönnun fyrir brunavarnarkerfið. Þá eru borðleggjandi dæmi varðandi neyðarhnappa. Eitt þeirra er um fullorðinn mann sem hafði legið tímum saman heima hjá sér ósjálfbjarga án þess að geta kallað á hjálp og til hans kom enginn í heimsókn. Nú gengur þessi sami maður með neyðarhnapp um hálsinn, sem er beintengdur slökkvi- stöðinni í Keflavík og nægir honum að taka í hnappinn þá berast boð hingað á stöðina." Sagði Jóhannes að þeir á Slökkvistöðinni bíði ekki aðeins eftir boðum, þeir fylgjist einnig með því að hvert tæki sé í lagi a.m.k. einu sinni á sólarhring. Gerist það með þeim hætti að boð berast á ákveðnum tíma sem þeir skrá niður, án þess að not- andi tækisins verði þess var. Berist boðin ekki á réttum tíma, er strax brugðist við og athugað hvað hafi gerst og sé um bilun að ræða eru viðgerðarmenn þegar sendir á staðinn. Þá vildi Jóhannes nota tæki- færið til að benda fólki á að hafa reykskynjara á heimib' sínu. þyí þeir veiti gríðarlegt öryggi. Á- stæðan fyrir því hvers vegna lít- ið er sagt frá þeim í fréttum, er að þeir láta vita af eldsvoða í fæðingu og því er oftast hægt að koma í veg fyrir tjón, séu þeir í lagi. SIEMENS UMBOÐ Þurrkarar Aðventuljós Útiljósaseríur Litaöar perur Pvottavélar V/SA E Þvottavélar Þurrkarar Eldavélar Mikiö úrval af úti- og inniljósum. Sjón er sögu ríkari... Mikiö úrval af smátækjum Útvarpsklukkur Brauöristar Handþeytarar MITRE íþróttavörur 122 -m— —,ia.; Gunnþórunn (t.v.) og Lydía við afmælistertuna á sunnudag. Ljósm.: epj. ALDAN 20 ÁRA BOÐIÐ TIL VEISLU Á AFMÆLIS- DAGINN Um síðustu helgi var haldið upp á það að liðnir eru tveir ára- tugir frá því að verslunin Aldan hóf rekstur sinn við Tjarnargötu í Sandgerði. Allan þennan tíma hafa sömu eigendur verið að versluninni, tvenn hjón, Gunn- þórunn Gunnarsdóttir og Óli B. Bjarnason og Lydía Egilsdóttir og Björn Maronsson. Á þessum tveimur áratugum hafa verið opnuð tvö útibú, þ.e, bensín og sælgætisbúð við Strandgötu í Sandgerði og fata- verslun við Hafnargötu í Kefla- vík og eru þau enn opin. Versl- unin Aldan er því nú á þremur stöðum. Auk þessa byggði verslunin stærra og meira versl- unarhúsnæði þar sem að- alstöðvarnar eru við Tjarnargötu í Sandgerði. I tilefni af þessum tímamótum bauð verslunin upp á 20% afslátt á öllum fatnaði um síðustu helgi, auk þess sem viðskiptavinum var boðið upp á rjómatertu á sunnudag. TONLIST / / I FELAGSBIOI Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar - Heiöartúni 2, Garöi - Todmobil fyrir^C fullu húsi -gífurleg stemning Hljómsveitin Todmobil skemmti fyrir troðfullu Fé- lagsbíói sl. föstudagskvöld. Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja stóðu þá fyrir tón- leikum í bíóinu þar sem aðal- númer kvöldsins var þessi vin- sæla hljómsveit. Aður léku aðrar minna þekktar sveitir við góðar undirtektir. Þetta var sannkölluð tón- listarveisla og það aðeins fyrir 899 krónur. Mynda- smiðurinn Hilmar Bragi tók meðfylgjandi myndir við þetta tækifæri. Því er ekki að neita að þær nytu sín betur í fullum litum, en gjörið svo vel. BEIIM LIIMA 996444 II II Grænt númer NY STAÐA STRAX ÞJÓNUSTUSÍMINN er tölvuvæddur símsvari í Reiknistofu bankanna, sem veitir þér upp- lýsingar um rétta stöðu á tékkareikningi þínum - og 20 síðustu færslur. Þú þarft ekki lengur að bíða eftir reikningsyfirliti, heldur getur þú hringt beint í ÞJONUSTUSÍMANN og fengið nýjustu stöðuna strax. Öruggt - einfalt - þægilegt Þú getur hringt í ÞJÓNUSTUSÍMANN hvaðan sem er af landinu, jafnt á nóttu sem degi. „Grænt númer" er 996444 og telst það inn- anbæjar símtal. Aðeins þú þekkir leyninúmerið Viljir þú fá aðgang að ÞJÓNUSTUSÍMANUM þarftu að velja þér fjögurra stafa leyninúmer. Hringdu í innlánsdeild Sparisjóðsins í Keflavík og fáðu leyninúmer. BEIN LINAALLAN SOLAR- HRINGINN AUÐVELDAR EFTIRLIT MEÐ FJÁRMÁLUM SSSPRRISJODURINM í KEFLAVÍK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.