Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 23
23 Rólegt IBK órsþing Magnús Múr iþróttamnður Keflavikur 1991 Magnús Már Ólafsson, sund- maður úr Sundfélaginu Suður- nes var kjörinn íþróttamaður Keflavíkur árið 1991. Kjörið var tilkynnt á ársþingi Iþróttabandalags Keflavíkur um síðustu helgi. Magnús Már gat ekki mætt til að taka við við- urkenningum sínum þar sem hann var að keppa með félögum sínum í SFS í Bikarkeppninni í sund. Þar sigraði SFS með glæsibrag. Þingið var með rólegra móti. Eitt af lielstu málum þess var álit milliþinga ; nefndar sem kjörin var á síðasta þingi um rekstrarform íþrótta- hreyfingarinnar í *-1 Keflavík. Megininntak rA álitsins er að sameina UMFK, KFK og ÍK, í eitt stórt öflugt félag. Ársþingið lýsti yfir stuðningi sínum við á- litið og samþykkti að kjósa einn fulltrúa í sameiningamefnd er mynduð verði með fulltrúum UMFK. KFK og ÍK. tveimur frá hverjum og skili greinargerð til stjórnar ÍBK fyrir 1. mái 1992. Þá beinir ársþing ÍBK því til Fimleikafélags Keflavíkur, Skotfélagsins og Sundfélagsins að þau gerist deildir innan fé- lagsins, verði af sameiningu of- angreindra félaga. Þá er lagt til að nýja félagið verði aðili að Ungmennafélagi Islands. „Batteríið í dag er út í hött. Með sameiningu félaganna undir einu merki verður allt starf markvissara" sagði Ragn- ar Örn Pétursson, formaður IBK í ræðustóli um sam- einingarmálið. Voru flestir fundarmenn á því að málinu bæri að flýta og keyra það í gegn sem fyrst. Það er helst fulltrúi IK, Helgi Hólni, sem taldi málið ekki svona einfalt og því þyrfti að gefa málinu meiri tíma. Peningamál í- þróttahreyfingarinnar í Keflavík bar einnig á góma. Knattspyman á í í erfiðleikum með sinn rekstur eftir síðasta starfsár en í heild er rekstur hreyfingar- L innar í þokkalegu lagi og aðrar deildir með sín fjármál í ágætu horfi. Samtals aflaði í- þróttahreyfingin í Keflavík 70 milljóna króna á síðasta ári. I skýrslu stjórnar ÍBK kom m.a. frani að Keflavíkurbær, sem löngum hefur boðið upp á eina bestu aðstöðu til íþróttaiðkana á landinu, væri nú að dagast aftur úr öðrum bæjarfélögunt, sérstaklega hvað varðar hinar L:, <P\ IBK MNG MOLflR Misjöfn mæting á fundi I ársskýrslu IBK kom l'ram að mæting á stjórnarfundi félagsins var æði misjöfn. Alls voru haldnir 17 stjómarfundir og náðu fjórir stjórnannenn að mæta á 16 þeirra. Það voru formaðurinn. Ragnar Öm Pétursson, gjaldkerinn, Hörður Ragnarsson, og með- stjórnendumir Einar Bjömsson og Hemiann Sigurðsson. Tveir voru með áberandi lé- legustu mætinguna, en það voru þeir Stefán Arnarson, sem mætti á einn fund, og Atli Geir Jónsson sem mætti aldrei!!! Kom það fáum á óvart að hvorugur þeirra síðast nefndu var endurkjörinn í stjóm, enda ósennilegt að þeir hafi óskað eftir því. Litlar breytingar á stjórninni Fyrir utan þær breytingar sem minnst var á hér að ofan, var ein- ungis ein breyting á stjóminni. Nýja stjórn skipa: Ragnar Örn Pétursson, formaður: Sigurður Valgeirsson og Erla Sveinsdóttir frá IK: Hennann Sigurðsson og Ragnhildur Ragnarsdóttir frá KFK; Hörður Ragnarsson og Einar Björnsson frá UMFK; Reynir Reynisson og Eiríkur Sigurðsson frá SK: Jón B. Olsen og Brynjar Sigurðsson frá IDM; Hildur Kristjánsdóttir og Guð- laug Mattíasdóttir frá FK; og Jón B. Helgason og Ragnhildur Sig- urðardóttir frá SFS. Frá sérráðunum sitja áfram Gísli Jóhannsson frá HRK. Erla Sveinsdóttir frá KKRK, og Jó- hannes Ellertsson frá KRK. Körfuboltinn með flesta tíma Samkvæmt úttekt frá Jóni Jó- hannsyni, forstöðumanni í- þróttamannvirkja í Keflavík, er það körfuboltinn sem fær lang- flesta tíma í íþróttahúsum bæj- arins. Körfuboltinn fær alls 224 tíma, handboltinn 156, fim- leikamir 126, knattspyrnuráð 130, badmintonið 62, og UMFK fær 6 tíma. Heildarkostnaðurinn við þessa tíma er rúmar 2.2 milljónir. Haukaslagur hjá stúlkunum Stúlkumar í meistaraflokki Hafnarfirði og hefst kl. 21:30. kvenna ÍBK í körfuknattleik Eru áhangendur liðsins munu mæta Haukum í kvöld. hvattir til að fylgja stúlkunum í Fer leikurinn fram í í- leikinn sem er þýðingarmikill í þróttahúsinu við Strandgötu í hörðum deildarslagnum. hefðbundnu útiíþróttir og þá aðallega hvað varðar knatt- spyrnuna. „Á þessu þarf að vera breyting og eitt stærsta verkefni næstu stjórnar verður að ræða við bæjaryfirvöld um þessi mál" sagði Ragnar Örn Pétursson sem flutti skýrslu stjórnar og nefndi m.a. gervigrasvallarmál. Ragnar Örn var endurkjörinn formaður ÍBK og litlar breyt- ingar urðu á stjóminni. Einn félagi ÍBK, Ragnhildur Ragnarsdóttir var afhent brons- merki ÍBK fyrir gott starf í 10 ár og stjómarsetu í jafn langan tíma en áður hafði hún einnig starfað í handknattleiksráði. • Frá ársþingi ÍBK. Ijósm.:pket. Nýjar bækur á hverjum degi! Sókabúi HetfaVíkur DAGLEGA í LEIÐINNI V Opnunartími í Járn og Skip fyrir jólin Laugardagur 30. nóv. Laugardagur 7. des. Laugardagur 14. des. Laugardagur 21. des. Opið til kl. 16. Opið til kl. 18. Opið til kl. 16. Opið til kl. 14. Járn og Skip V/Víkurbraut Sími 15405 Opnunartími verslana í Keflavík fyrir jólin Laugardagur 30. nóv Opiðtil kl. 14. Laugardagur 7. des Opiðtil kl. 16. Laugardagur 14 des Opiðtilkl. 18. Sunnudagur15. des Opiðkl. 13-18. Föstudagur 20. des Opið til kl. 19. Laugardagur 21. des Opið til kl. 22. Sunnudagur22. des Opið kl. 13-18. Þorláksmessa 23. des Opið til kl. 23. Aðfangadagur 24. des.... Opið kl.9-12. Föstudagur 27. des .... Opiðtil kl. 13-19. Gamlársdagur 31. des Opið kl. 9-12.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.