Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár Viðtal ingasögunum skoða krakkarnir meðal annars þau gildi sem per- sónur saganna standa fyrir. „Krakkarnir spyrja sig til dæmis hvaða persónum þau samsami sig með; friðarstillinum Njáli, hinum vinamarga og höfðinglega Gunn- ari, Hallgerði, Bergþóru, og svo framvegis. Ástæðan fyrir því að goðsagnir sem þessar eru að deyja út er að krakkar tengja miklu frekar við persónur úr Hunger Games því þær ná fyrr til þeirra – þær hafa tengingu við nútímann. Við erum að reyna að finna þessa tengingu fyrir krakkana við Íslendingasögurnar en þau fara líka í gegnum þær með því að horfa gagnrýnum augum á sögurnar og það sem er að gerast þar og er ekki gott, ofbeldið, kynjamisréttið, hefnd- arskyldað og annað. Bókmennt- irnar eru ákaflega gott tæki til sýna okkur hvað heimurinn er flókinn, hann er ekki svartur og hvítur og hvað liggur að baki ákvarðanatöku. Forritið á að hjálpa okkur að vera í tengslum við allan þann fjölbreytta lærdóm sem lífið kennir okkur; það getur verið tónlistarmyndband, hetja úr Ís- lendingasögunum, atvik á knatt- spyrnuvellinum, hver og hvað sem er – það á að hjálpa til við að minna okkur á hvernig við viljum haga lífi okkar; hvaða gildi við teljum mikilvæg án þess að eitthvað eitt verði sannleikurinn.“ Ólafur er einn mesti afreks- maður í íþróttum sem Ísland hef- ur átt. Ekki síður en í íþróttum telur Ólafur lykil að velgengni og því að líða almennt vel í lífinu vera núvitund. Í því hafa heim- spekingar á borð við Eckhart Tolle og vinur hans, Þorvaldur Þorsteinsson heitinn, sem ein- blíndu á núið, haft mikil áhrif á hann. „Núvitund er besti leiðarvísir að lífinu sem ég hef fundið. Sá leiðarvísir opnar fyrir umræðuna um tálsýn tímans og mögulega vitund handan hugsunar. Ég hef kannski hugsað allt of mikið um ævina – velt mér upp úr fortíðar- og framtíðarpælingum, sem er ágætt að einhverju leyti en við þurfum líka að geta slökkt á því. Ein skemmtileg leið til að þjálfa athygli á núið er leikspuni. Ég er hluti af hóp sem hittist í leikspuna tvisvar í viku og þar er manni hent í núið. Þarna er sam- an komið hreint frábært og hæfi- leikaríkt fólk sem er að þróa með sér þennan hæfileika, að geta hlustað, samþykkt og brugð- ist við óvæntum tilboðum áhorf- enda og mótleikara og skapað úr því helbera snilld.“ Eftir jól verður þessi hópur með uppákomur í Þjóðleikhús- kjallaranum einu sinni í viku. „Nei, ég er ekki orðinn nógu góður til að fara á sviðið en hver veit. Þetta snýst samt ekki um það. Þetta er ein leið til að tak- ast á við óreiðuna sem lífið er; að skynja hlutina jafnóðum en ekki ákveða allt fyrirfram.“ Ólafur segir að það hafi alla tíð nýst sér vel í handboltanum að sækja í lestur og lærdóm. „Kjarninn í öllu er þó líka að hitta annað fólk. Maður þarf að sjá sig sem hluta af heild og eiga í samræðum. Ég held að það þurfi nýja hugsun til að gera heiminn að betri stað og þá hugsun þarf fólk að tileinka sér snemma. Ég tel að það sé hægt að nýta tæknina í þá átt; ef við náum því ekki erum við í vond- um málum eftir nokkra áratugi. Við þurfum öll að þróa með okk- ur sterkan persónuleika en um leið auðmjúkan og skilja að við erum öll beintengd. Það erum ekki við og Guð. Við, hugsun okkar og handanhugsun, erum Guð.“ Samtöl mikilvæg Fyrr á árinu var heimildar- myndin Óli Prik eftir Árna Sveinsson um Ólaf sýnd. Hún verður líka ein jólamyndanna á RÚV. Í myndinni var meðal ann- ars fylgst með því þegar Ólafur þjálfaði handboltalið Vals og það var augljóst að honum leið ekki vel þegar annað tímabilið hóf göngu sína. „Þetta var togstreita sem ég upplifði – að vera klofinn milli verkefna; annars vegar að sinna þjálfun og svo KeyWe. Ég valdi óvissuleiðina með því að velja KeyWe en ekki það sem margir bjuggust við; eitthvað sem ég kunni best. Ég varð bara að koma þessu frá mér,“ segir Ólaf- ur sem útilokar þó ekki að fara aftur í þjálfun síðar meir. „Eins og stendur er ég þó aðstoð- arlandsliðsþjálfari. Það starf kall- ar á helgun en er meira í törn- um í stað stöðugrar hugsunar og vinnu. Mitt aðalstarf er KeyWe og það fyrirbæri tekur meira en fullan vinnudag.“ Undir lok viðtalsins er hinni hefðbundnu spurningu hent fram hvort Ólafur sé ánægður með ár- ið sem er senn að ljúka og lítist vel á það sem framundan er. Um leið og hún dettur af vörum blaðamanns er auðvitað hlegið þar sem Ólafur er að reyna að leggja sig fram um að vera í núinu en ekki að pæla í framtíð og fortíð. Lokaorð Ólafs fara út í aðra sálma og ágætt veganesti inn í nýja árið. „Ég held að þau vandamál sem heimurinn er að glíma við í dag verði aldrei leyst nema í gegnum fólk sem er skapandi, opið, orku- mikið, óttalaust og glatt, og þykir vænt um allar manneskjur. Við þurfum að geta talað við næsta mann eins og systur eða bróður. Við þurfum að átta okkur á að við erum öll tengd. Eða eins og stelpan mín sagði um daginn þegar amma hennar spurði hana hverjar væru bestu vinkonur hennar í bekknum. Hún sagði: „Amma, hvað ertu að spá? Þær eru allar vinkonur mínar. Af hverju ætti ein þeirra að vera betri vinkona.“ Það er mikill sannleikur í þessu. Vissulega ná sumir betur saman en aðrir en okkur á ekki að þykja vænna um einn umfram annan. Það þarf að ríkja samkennd. Þar skipta fyrstu mikilvægu skrefin okkar í lífinu, grunn- og menntaskólaárin, öllu máli.“ * Við þurfum öllað þróa meðokkur sterkan per- sónuleika en um leið auðmjúkan og skilja að við erum öll beintengd. Það erum ekki við og Guð. Við, hugsun okkar og handanhugsun, erum Guð. KeyWe er leikjastílabók 21. aldarinnar þar sem nemendurnir ásamt kennurum eru alltaf að móta námsefni á rauntíma í gegnum og inn í tölvurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.