Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 20
Viðtal 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Árvakur leitar að einstaklingum í 50% hlutastarf Um er að ræða dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinnutíminn er 3-4 tímar í senn, sex daga vikunnar og að mestu í næturvinnu. Góðir tekjumöguleikar og fín hreyfing fyrir duglegt fólk. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára og hafa bíl til umráða. Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal tiltaka dreifingu þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við dreifingarstjóra Árvakurs, Örn Þórisson í síma 569 1356 eða á ornthor@mbl.is Aukavinna fyrir orkubolta M argir þekkja Katrínu Lilju Sigurðardóttur, aðjúnkt við Há- skóla Íslands í efnafræði, sem Sprengju-Kötu en Katrín hefur verið óþreytandi við að kynna vísindaheiminn fyrir ung- um sem öldnum síðustu árin. Katr- ín hélt erindi á 75 ára afmælisþingi Rannís á dögunum og talaði þar meðal annars um mikilvægi þess að börn fengju fyrr fræðslu í skól- um í fögum á borð við efnafræði auk þess sem hún kom inn á það hvernig er að vera ungur vís- indamaður í dag og af hverju við þurfum yfirleitt á vísindamönnum að halda. Af hverju fórstu út í það að kynna vísindi fyrir börnum og ung- lingum? „Það var aldrei stefnan að fara sérstaklega út á þær brautir. Sjálfri þykir mér þetta svo skemmtilegt og er kennari í eðli mínu þannig að smám saman vatt þetta upp á sig. Þetta byrjaði þeg- ar ég var sjálf í námi. Efnafræði- nemar við Háskóla Íslands koma stundum fram með sýnitilraunir þegar skólinn er með opinn dag og svo héldum við líka nokkuð stórar efnafræðisýningar á Vísindavökum Rannís. Ég fann mig strax í þessu enda þykir mér fagið svo heillandi og það er hægt að setja það fram á ótrúlega skemmtilegan hátt.“ Árið 2012 urðu tveir atburðir til þess að aðkoma Katrínar að efna- fræðisýningum tók kipp. „Í fyrsta lagi fékk ég tölvupóst frá Noregi þar sem Sprengjugenginu var boð- ið að taka þátt í Evrópskri ráð- stefnu fyrir fólk sem heldur vís- indasýningar, aðallega í eðlis- og efnafræði. Núna hef ég verið þátt- takandi í ráðstefnunni árlega og mun á næsta ári halda hana innan veggja HÍ. 9. apríl næstkomandi munu um 60 manns frá um 20 löndum setja upp heljarinnar vís- indasýningu í Háskólabíó og öllum er boðið.“ Hinn vendipunkturinn var þegar Katrín kynntist Ævari Þór Bene- diktssyni eða Ævar vísindamanni. Hann var þá kynnir á Vísindavöku Rannís og tók eftir því að Katrín kynnti efnafræðina af mikilli ástríðu. „Hann hafði samband við mig í kjölfarið og vildi fá mig til samstarfs við gerð sjónvarpsþátta sem nú í vetur verða sýndir á RÚV þriðja árið í röð. Árið 2012 byrjaði ég líka að ferðast með Sprengjugenginu um landið með Háskólalestinni svokölluðu. Síðan þá hef ég haldið yfir 40 efnafræði- sýningar víðsvegar um landið auk efnafræðinámskeiða fyrir efstu bekki grunnskólanna. Allt þetta varð til þess að verkefnum mínum við vísindamiðlun fjölgaði ört,“ seg- ir Katrín sem þykir þetta alltaf jafn skemmtilegt. Katrín segir það hafa verið mikla hvatningu þegar Sprengju- gengið hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi vísindamiðlun árið 2014 og bætir við að Rannís sé miðstöð stuðningskerfis, vísinda, nýsköpunar, menntunar, menning- ar, æskulýðsstarfs og íþrótta hér á landi. Má ekki hætta þegar börnin fá áhugann Í starfi sínu við efnafræðisýningar segir Katrín að það séu yfirleitt einföldu tilraunirnar sem veki mestan áhuga fólks og sérstaklega ef hægt er að finna tengingu við daglegt líf og nánasta umhverfi. Svo hafi foreldrar ekki síður gam- an af þessu öllu saman. „Almennt þyrfti efnafræði- kennsla að byrja fyrr og í raun mætti byrja að gera einfaldar til- raunir og skoða eiginleika efnanna í kringum okkur strax í leikskóla. Allt sem er í kringum okkur er bú- ið til úr efni og það er ekki erfitt að finna tilraunir sem henta öllum aldursstigum. Börnin gætu til dæmis að skoðað hvernig vatn eyk- ur rúmmál sitt þegar það frýs eða hvernig mismunandi efni leysast mismikið í vatni. Þessar tilraunir eru auðveldar í framkvæmd og börnin læra meira en þau grunar. Það virðist misjafnt eftir grunn- skólum en mér sýnist að það sé yf- irleitt ekki fyrr en í efstu bekkjum grunnskóla sem unglingar fá smá kynningu á efnafræði og sjá yf- irleitt ekki lotukerfið fyrr en í menntaskóla. Það þyrfti að rekja þessa kennslu og fræðslu niður í grunnskólana og vekja áhuga barnanna á skemmtilegan hátt.“ Katrínu er líka umhugað um að berjast á móti staðalímyndum um vísindamanninn; sem er yfirleitt sýndur sem gamall sérviskulegur karl í slopp. Það væri ákjósanlegt ef barn gæti strax á unga aldri far- ið að tengja við það að geta orðið vísindamaður og séð það sem eitt- hvað sem er töff. „Svo má auðvitað ekki hætta þegar börnin eru orðin full af áhuga. Mjög góð aðferð til að rækta vísindaáhuga hjá ungmenn- um er að leggja rækt við Al- þjóðlegu Ólympíukeppnirnar í raunvísindum. Árlega sendum við Íslendingar um 15 ungmenni til keppni í efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði. Hér á landi eru því ár- lega landskeppnir í þessum grein- um og tækifæri íslenskra ung- menna eru meiri en annarra þjóða því öll lönd mega senda jafnmarga keppendur til leiks. Ungmennin sem taka þátt í Ól- ympíukeppnunum búa að því alla tíð. Bæði læra þau mikið í faginu og svo komast þau í samband við unga vísindamenn um allan heim sem opnar dyrnar að alþjóðlegu vísindasamstarfi í framtíðinni.“ En það er að fleiru að hyggja en að hvetja börn og ungmenni áfram í vísindastarfi. Katrín segir hlutfall kvenna í leiðandi störfum í vís- indaheiminum sé sláandi. „Ég get tekið sem dæmi að kon- ur eru um helmingur starfsfólks Háskóla Íslands en þetta hlutfall hefur hækkað lítillega síðustu fjög- ur árin, eða um tæp 3%. Hins veg- ar þegar við skoðum hlutfall kvenna í stöðu aðjúnkta, lektora, dósenta og prófessora þá lækkar hlutfallið eftir því sem staðan er hærri. Sem dæmi eru aðjúnktar 73,7% konur en aðeins 28,4% pró- fessora. Þetta eru heildartölur fyrir öll svið skólans og hlutfallið er enn lægra þegar við skoðum verkfræði- og náttúruvísindasvið, þar eru í prófessorsstöðum 12 konur á móti 64 körlum. Og ef við förum alla leið í raunvísindadeild eru 27 karl- menn í prófessorsstöðum og engin kona. Þannig að þótt konur séu al- mennt í nokkrum meirihluta innan háskólans þá eru karlar þar al- mennt leiðandi í rannsóknarstarfi.“ Katrín hefur líka skoðað hlutfall nemenda í háskólanum eftir ein- stökum deildum og má þar nefna að í hjúkrunarfræði eru 47 konur á móti hverjum karlmanni, í fé- lagsráðgjafadeild eru 13 konur á móti hverjum karlmanni. Þótt hlut- fall kvenna í námi í HÍ sé um 66% eru í raunvísindadeild ennþá fleiri strákar en stelpur. Konur eru þó að sækja í sig veðrið. Það var fyrst árið 1986 sem konur urðu meiri- hluti nemenda við skólann og kon- ur eru hægt og bítandi að ná hærra hlutfalli í leiðandi vísinda- starfi. „Þetta virðist ekki vera ráðning- arferlinu eða starfsumhverfinu um að kenna því það er jákvætt og konur fá mikla hvatningu. Mín til- finning er sú að konur vilja upp- fylla öll skilyrði þegar þær sækja um stöðu, vera hæfar og rúmlega það, á meðan karlmenn þora frekar að sækja um í þeim tilfellum þegar þeir uppfylla ekki allar kröfur. Þeir eru frakkari í því að sækjast eftir stjórnunarstöðum innan vísinda- geirans og kannski á það við al- mennt í lífinu. Ég held að konur þurfi að vera frakkari því það er alls ekki stefna háskólans að karl- menn séu í meirihluta í leiðandi rannsóknarstöðum. Ég er líka full- viss um að Rannís geri ekki grein- armun milli kynja þegar þeir út- hluta styrkjum. Tækifærin skortir ekki heldur þurfum við að hafa trú á okkur,“ segir Katrín að lokum. Þurfum að vera frakkari Morgunblaðið/Árni Sæberg Í LEIÐANDI STÖÐUM Í VÍSINDASAMFÉLAGINU ERU KARLMENN Í MEIRIHLUTA. KATRÍN LILJA SIGURÐ- ARDÓTTIR, AÐJÚNKT VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Í EFNA- FRÆÐI, SEGIR EKKI SKORTA UPP Á TÆKIFÆRIN HELDUR ÞURFI KONUR AÐ VERA FRAKKARI. ÞÁ SÉ MIKILVÆGT AÐ KYNNA VÍSINDI BETUR FYRIR BÖRNUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Katrín Lilja Sigurðardóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands í efnafræði, segir hlutfall kvenna í leiðandi störfum í vísindaheiminum sláandi. * Almennt þyrftiefnafræði-kennsla að byrja fyrr og í raun mætti byrja að gera ein- faldar tilraunir og skoða eiginleika efn- anna í kringum okk- ur strax í leikskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.