Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Ásdís Þ au eru hreystin uppmáluð, hjónin Abelína Hulda Harðardóttir, kölluð Hulda, og eiginmaður hennar, Hall- dór Björnsson. Þau stunda sund- leikfimi í Kópavogslaug þrisvar í viku og þennan dimma vetrarmorgun er stuð í hópn- um, tónlistin glymur úr hátölurum og sumir syngja með. Kennarinn, Helga Guðrún Gunn- arsdóttir, stjórnar af röggsemi á bakkanum. Helga segir að hreyfing fólks yfir fimmtugt skipti gríðarlega miklu máli upp á gæði dag- legs lífs. Hulda og Halldór eru því sammála. Fá móral að nota bílinn Þessi samhentu hjón mæta alltaf glöð til Helgu þrisvar í viku en eru auk þess mikið hjólafólk. „Við hjólum mjög mikið,“ segja þau en hún er að nálgast 66 ára en hann er 69 ára. Hulda er öryrki en vann áður sem þroskaþjálfi en Halldór er kominn á eftirlaun frá malbikunarfyrirtæki sem hann átti. Þau hafa stundað hjólreiðar í áraraðir og eykst það ár frá ári. Nú hjóla þau mikið á milli bæj- arhluta og fara flestra sinna ferða á hjólum. Þau reyna að nota bílinn sem minnst. „Maður fer inn í þennan fasa og fær móral að nota bílinn,“ segir Hulda og Halldór bætir við að allar vegalengdir styttist við hjólreiðarnar. „Það er svo þægilegt að hjóla, maður þarf aldrei að spá í bílastæði,“ segir Hulda en þau hjóla gjarnan úr Kópavogi til Reykjavíkur eða í Hafnarfjörð. Að jarma með kindunum Á sumrin fara þau í lengri ferðir út á land og njóta þess að upplifa náttúruna á allt annan hátt en í gegnum rúðu á bíl á 100 km hraða. „Ef maður sér rollu, þá jarmar maður, ef maður sér hest þá hneggjar maður. Maður verður svo glaður og kátur,“ segir Halldór. „Maður fær svo mikið endorfín. Þetta er svo gaman! Að hjóla á sumrin um náttúruna og finna ilminn af jörðinni, það er magnað,“ segir Hulda en einnig hafa þau hjólað í Danmörku. Þegar þau eru spurð hvort þau séu búin að plana næsta hjólafrí til útlanda segir Hulda að það sé óráðið. „Það er svo mikið að gera þegar maður er orðinn svona gamall,“ segir Hulda og skellihlær. „Við ætluðum að hjóla til Danmerkur, semsagt hjóla héðan og til Seyð- isfjarðar, sem við höfum gert einu sinni áður. En við hættum við það, það er svo tímafrekt, það er svo margt annað á döfinni,“ segir hún en þau eiga fjögur börn, fjórtán barnabörn og eitt langömmu/afabarn. „Það þarf að byggja kofa í sumar fyrir nýju barnabörnin, þetta tekur allt tíma.“ Hreyfingin góð fyrir gigtina Hulda segir að hjólreiðar og sund henti sér mjög vel þar sem hún sé slæm af gigt og hef- ur farið í mjaðmaskipti. „Svo eru hnén biluð en að hjóla er svo gott og svo er það svo gaman,“ segir hún. Hulda segir bæklunar- lækninn sinn hafa sagt að við hjólreiðar myndu liðirnir smyrjast og það gerði henni bara gott. Hún var á leið í hnéskiptaaðgerð en henni hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna þess hversu góð hún er eftir hjól- reiðarnar. „Gigt er þannig að þú þarft að hreyfa þig. Þessi sundleikfimi hérna, þetta er bara það albesta sem fyrir mig hefur komið,“ segir Hulda. Halldór er sammála. „Þetta gerir allt fyrir mann, maður teygir á vöðvum, verð- ur liðugri, fyrir utan náttúrlega hvað konan (Helga Guðrún) er skemmtileg, mikil sprauta. Maður þyrfti ekki endilega að fara í sund með henni, það væri nóg að hitta hana bara á morgnana til að fara í gott skap,“ segir Hall- dór. Þau segja félagsskapinn góðan og þetta sé bæði andleg upplyfting og góð hreyfing. „Þetta er heilmikið púl,“ segir hún og hann bætir við að eftir fyrsta tímann hafi hann ver- ið alveg búinn á því. „Ég gerði ekkert meir þann daginn,“ segir hann. Hreyfingin er verkjalyf Þau hyggjast halda áfram í sundinu og í hjól- reiðum um ókomna framtíð. „Þetta forðar okkur frá því að verða gömul, við erum ekk- ert að yngjast og ef við gerum ekki eitthvað sjálf þá veit ég ekki hvað verður,“ segir Hulda. „Já, hreyfingin endurnærir mann, and- lega og líkamlega,“ bætir Halldór við. Vegna gigtarinnar segir Hulda að hreyf- ingin sé lífsnauðsynleg. „Ég tek engin lyf í dag, ég tók gigtarlyf fyrst þegar ég greindist en hætti því fjótlega og nota bara jurtalyf. „Ég segi bara að allir sem eru með gigt eigi bara að hreyfa sig, hreyfa sig, hreyfa sig. Það er alveg ótrúlegt hvað hreyfingin skiptir máli. Hreyfingin er bara lyf, verkjalyf,“ segir hún. „Mér finnst ég vinna við það að halda mér í lagi. Svo er hann svo elskulegur að vera með mér,“ segir hún og brosir til eiginmannsins. „Hann er svo sprækur sko, hann finnur hvergi til,“ segir hún. Drukknar næstum af hlátri Halldór nýtur lífsins í bílskúrnum heima við smíðar þegar hann er ekki að hjóla eða púla í sundlauginni. „Þessi má bara yfirleitt ekkert vera að því að vera til, það er mikið að gera hjá honum eftir að hann hætti að vinna,“ seg- ir Hulda hlæjandi. „Ég er bara að leika mér heima úti í bílskúr að smíða leikföng og alls konar,“ segir hann og segist hafa mikla ánægju af. Þau njóta þess út í ystu æsar að vera kom- in á efri ár og á eftirlaun. „Já, heldur betur. Eftir að ég hætti að vinna sofna ég brosandi á kvöldin og vakna hlæjandi á morgnana,“ segir hann. Til þess að geta notið efri áranna segj- ast þau þurfa að halda heilsunni. „Helga Guð- rún hjálpar til við það. Hún er svo mikil sprauta. Stundum drukknar maður næstum af hlátri sko, það er ægilega gaman. Og músíkin, maður syngur bara með og það er svo skemmtilegt,“ segja þau áður en þau hjóla út í daginn. TÆPLEGA SJÖTUG HJÓN LÁTA SÉR EKKI LEIÐAST Vakna hlæjandi á morgnana ABELÍNA HULDA HARÐARDÓTTIR OG HALL- DÓR BJÖRNSSON NJÓTA ÞESS AÐ VERA HÆTT AÐ VINNA OG SEGJAST SJALDAN HAFA HAFT MEIRA AÐ GERA. ÞAU STUNDA HJÓLREIÐAR OG SUNDLEIKFIMI AF KAPPI OG SEGJA HREYFINGUNA ALLRA MEINA BÓT. HULDA, SEM ER MEÐ GIGT, TEKUR ENGIN LYF ÞVÍ HREYFINGIN ER ALLT SEM HÚN ÞARF. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Heilsa og hreyfing Heilsugjöf sem gleður *Nú nokkrum dögum fyrir jól eru ennmargir sem eiga eftir að kaupa gjafir.Hvernig væri að setja í pakkann eitthvaðsem bætir heilsuna? Hægt er að gleðja fólkmeð góðum mat, t.d. jómfrúarólífuolíu,góðu kaffi eða dökku súkkulaði. Fyrir fólkmeð hreyfiþörf er fínt að lauma í pakkann skrefamæli, sundkorti, vatnsbrúsa, íþrótta- fötum eða nýrri húfu fyrir göngutúrinn. Helga Guðrún Gunn- arsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur frá Íþróttaskóla Íslands, sér um þjálfunina í Kópavogslaug. Hún segir að hreyfing fólks eftir fimmtugt sé gríð- arlega mikilvæg. „Stór hluti eldri aldurshópa hreyfir sig lítið sem ekkert, það þarf að ná til þessa fólks vegna þess að það skiptir máli upp á gæði daglegs lífs. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að fyrsti vísir að stofnanavist er það þegar fólk getur ekki staðið upp af klósettinu. Hreyfing í vatni er mjög góð fyrir eldra fólk, eykur liðleikann og jafnvægið. Ég legg áherslu á að auka þol og læt fólk taka á því,“ segir hún. Eykur gæði lífs Helga Guðrún Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.