Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 28
Heimili og hönnun *Linda Jóhannsdóttir, sem hannar vinsælar mynd-ir undir heitinu Pastelpaper, hefur sent frá sérnýja línu af veggverkum sem kemur í takmörk-uðu upplagi. Hver mynd er árituð og númeruð,prentuð á 300 g hágæða munken-pappír. Einnig hefur Linda hafið framleiðslu á mynda-standi úr messing sem er fullkominn undir póst- kort eða litla mynd, þannig er auðvelt að breyta um mynd. Vörurnar fást í Hrími, Snúrunni og á www.tinytresor.is. Nýjungar frá Pastelpaper Jólaskeið ERNU 2015 og servíettuhringur ársins Verð 21.500,- Verð 12.500,- Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Í fyrsta sinn frá 1974 er jólaskeiðin skreytt báðum megin. Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði og myndskreytt af Hildi Ingu Björnsdóttur, myndlistarmanni. GULL- OG SILFURSMIÐJA S tíllinn á heimilinu er afar persónulegur og end- urspeglar líf okkar, sem sagt kaótískur, hlýleg- ur, líflegur og litríkur. Ég hef alltaf hrifist af gömlum munum með sál en í þeim búa minn- ingar sem gera mikið fyrir andann á heimilinu, hver hlutur á sér sína sögu. Margt af því sem er hér er frá ömmu minni og afa sem byggðu húsið árið 1952,“ út- skýrir Bergþóra. Bergþóra og Gústi, sem búa ásamt börnum sínum fjórum, segja gott skipulag nauðsynlegt á stóru heimili. „Góðar hirslur eru lykillinn að því að halda öllu gang- andi og í sæmilegri röð og reglu, hver hlutur á sér sinn stað alla jafna. Við útbjuggum t.d. aukahirsluherbegi úr horni uppi sem nýttist okkur ekkert nema þá bara sjón- rænt og græddum þar með auka hillu- og skápapláss sem er líka nýtt sem leikherbegi þegar það á við.“ Bergþóra og Gústi kynntust fyrir einu og hálfu ári og í tilhugalífinu skiptust þau á um að gefa hvort öðru hluti keypta í Góða hirðinum eða öðrum nytjamörkuðum. „En sem betur fer gripu örlögin í taumana áður en við þurft- um að leigja okkur bílskúr í Breiðholti fyrir allt tilhuga- lífið og ég varð ólétt. En söfnunarárátta okkar beggja varð til þess að við höfum þurft að grisja heimilið ein- faldlega til þess að komast fyrir innan veggja þess. Á síðasta ári hef ég því þurft að láta mér nægja að keyra framhjá Góða hirðinum og takmarka Pinterest-notkun en auðvitað fell ég í freistni einstaka sinnum og þá eru verslanirnar Hrím, Epal, Finnska búðin og Portið í miklu uppáhaldi,“ svarar Bergþóra aðspurð hvar parið versli helst inn á heimilið. Varðandi innblástur nefnir hún meðal annars íslenska náttúru. „Ég sæki innblástur víða, ég leita mikið í nátt- úruna, ekki vegna þess að ég sé þessi dæmigerða úti- vistartýpa (ég hef aldrei sofið í tjaldi) heldur elska ég litina og mýktina í íslenskri náttúru,“ útskýrir Bergþóra og bætir við að hún heillist af andstæðunum og áferð- inni í náttúrunni, sem hún notar jafnframt í myndunum sínum undir heitinu Minni. ALLTAF HRIFIST AF GÖMLUM MUNUM MEÐ SÁL Hver hlutur á sér sögu BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR OG TEXTÍLHÖNNUÐUR, OG GÚSTI GARÐARSSON KOKKUR HAFA BÚIÐ SÉR OG BÖRNUM SÍNUM FALLEGT HEIMILI Í GERÐUNUM Í REYKJAVÍK Í HÚSI SEM AMMA OG AFI BERGÞÓRU BYGGÐU ÁRIÐ 1952. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Bergþóra segir borðstofuborðið vera þann stað þar sem fjölskyldan eyðir hvað mestum tíma, matseldin teygir sig stundum þangað. Þar föndra þau og vinna eftir því sem við á og njóta þess að vera stór fjölskylda. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldhúsið er bjart og opið en þar fá jafnframt fallegir smáhlutir að njóta sín. Falleg hilla þar sem vel valdir hlutir eiga sinn stað. Kertum komið fallega fyrir á trébakka. * Ég sæki innblástur víða, ég leita mikiðí náttúruna, ekki vegna þess að ég séþessi dæmigerða útivistartýpa heldur elska ég litina og mýktina í íslenskri náttúru. Systurnar Ragnheiður Björt, sjö ára, og Þórey Ágústa, sex mánaða, við jólatréð. Forstofan er rúmgóð og skemmtilega innréttuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.