Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 40
H vað er það sem heillar þig við tísku? Mér finnst tíska ekkert endilega heillandi í sjáfri sér en mér finnst það hvernig fólk leikur sér með og nýtir sér tískuafurðir skemmtilegt. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Fatastíll minn er ekki bundinn ákveðnum straumum, ég fylgist í sannleika sagt ekki vel með tísku. En ég er ófeimin við að klæða mig í hvað sem mér finnst flott, ég hika ekki við að fara í æpandi liti eða áberandi flíkur. Skartgripirnir sem við Orri Finnbogason erum að gera saman undir merkinu Orri Finn Skartgripir setja líklega mesta mynd á minn stíl. Ég elska skartgripi og hef alltaf notað mikið skart og síðan ég varð skartgripagerðar- maður sjálf er ég auðvitað hlaðnari skarti en nokkru sinni fyrr. Hvert er eftirlætistískutímabil þitt og hvers vegna? Pönktímabilið er að sjálfsögðu langflottast en ég missti því miður rétt svo af því. Leður fer aldrei úr tísku og svo eru keðjur, hanakambar, göt í andliti og skapofsi eitthvað svo dásamlega hress blanda. Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir jól eða ára- mót? Það er svo mikið að gera hjá mér við að framleiða skartgripi fyrir jólin. Við búum hálfpartinn í versluninni okkar á Skólavörðustíg 17a þessa dagana, þannig að ég sé ekki fram á að versla neitt á sjálfa mig. En ég mæli eindregið með því að allir fái sér fallegan skartgrip fyrir hátíðarnar. Við vorum að enda við að gefa út fjórðu skartgripalínuna okkar, Verkfæri, það er mjög sterk lína og ég er mjög sátt við útkomuna. Ég fékk líka smá útrás fyrir pönkarann í mér í henni. Hvað kaupir þú þér alltaf þó þú eigir nóg af því? Ullarsokka og góða ilmi, hvort sem það eru krydduð ilmvötn eða einhver girnileg krem úr ilmandi jurtum. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Grace Jones er eilífðartöffari og svo var Frida Kahlo einstök í alla staði. Áttu þér uppáhaldsflík? Þykkar leðurbuxur sem Orri maðurinn minn fann á mig hjá Rauða krossinum eru í miklu uppáhaldi og ég elska síðu kasmírpeysurna mína frá Aftur. Svo er alpaca- loðhúfan sem ég keypti í fimbulkuldanum í Andes-fjöllunum, á ferðalagi okkar Orra í Perú í sumar, orðin besta vinkona mín. Hvernig skín þinn persónulegi stíll í gegn í hönnun þinni? Ætli það sé ekki mest það að vera ófeimin, þorin og óhefðbundin jafnvel. Ég vil meina að ég sé lengra í áttina að rokki en poppi, það er frekar langt í væmnina í mér og ég hugsa að það skíni í gegn. Orri Finn-skartgipirnir okkar verða líklega seint skilgreindir sem krúttlegir. Svo finnst mér smáat- riðin skipta máli í skartgripagerð, að öll smáatriði í útfærslum séu útpæld, bæði hvað varðar fagurfræðilega útkomu og hvað varðar notkun. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Veður, kuldinn er minn helsti óvinur og þess vegna elska ég ull, kasmír og leður. Svo stýra uppáhaldslitirnir mínir tveir, fjólublár og vínrauður, miklu um hvað ég vel. Ég hef lent í því að líta í spegil og sjá að ég er bókstaflega vínrauð eða fjólublá frá toppi til táar, frá höfuðfati niður að skóm. Manstu eftir einhverjum tísku- slysum sem þú tókst þátt í? Slysin eru bara hressandi, þau eru börn síns tíma. Eins og lík- lega flestir var maður mest að elta tískuna þegar maður var unglingur og tískan var ekkert til að hrópa húrra fyrir í byrjun tíunda áratugarins fyrir utan Dr.Martens-skótískuna sem mér finnst jafn flott núna eins og mér fannst þá. ELSKAR ULL, KASMÍR OG LEÐUR Helga segir þykku leðurbuxurnar sem Orri maðurinn hennar fann á hana í Rauða krossinum í miklu uppáhaldi ásamt því að bera mikið skart. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorin og óhefðbundin Skartgripir úr nýju línu Orra Finn, Verkfæri. Ofurtöff- arinn Grace Jones. Helga segir Dr.Martens- skótískuna jafn flotta núna eins og hún var á tí- unda áratugnum. Helga segir kuldann vera sinn helsta óvin og því heldur hún mikið upp á kasmír, leður og ull. Pönktímabilið er í miklu uppáhaldi hjá Helgu. HELGA GVUÐRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR HANNAR EINSTAKA SKARTGRIPI ÁSAMT ORRA FINNBOGASYNI UNDIR MERKINU ORRI FINN. HELGA, SEM HELDUR MIKIÐ UPP Á PÖNKTÍMABILIÐ, ER MEÐ EINSTAKAN STÍL OG ER ÓFEIMIN VIÐ AÐ FARA Í ÆPANDI LITI EÐA ÁBERANDI FLÍKUR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Tíska *Hönnunarhúsið Dimmblá hefur sent frá sér fallegar slæð-ur úr nýstárlegu efni. Enið er vistvænt 100% bananaefni,unnið úr laufum og trjástilkum eftir bananauppskeru ogframleitt í Suðaustur-Asíu. Ný lína Dimmblár, sem UnaHlín Kristjánsdóttir hannaði, hefur að geyma fallegar ljós-myndir af sjónarspili íss og jökla á Íslandi en síðastliðin árhefur hlutfall af sölu runnið til umhverfissamtakanna Landverndar. Slæður úr vistvænu 100% bananaefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.