Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Hljómeyki og Kammerkór Norðurlands koma að flutn- ingi hinnar hátíðlegu Jólaóratóríu eftir Jo- hann Sebastian Bach í Hamraborg í menning- arhúsinu Hofi á sunnudagskvöld. Er um að ræða hátíðartónleika Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Einsöngvarar í verkinu, sem hefur verið kallað það hátíðlegasta í vestrænni tónlist- arsögu, eru þau Elmar Þór Gilbertsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Oddur Arnþór Jónsson. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar. HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Í HOFI JÓLAÓRATÓRÍAN Elmar Þór Gilbertsson er einn hinna kunnu ein- söngvara sem taka þátt í flutningnum í Hofi. Morgunblaðið/Ómar Kammerhópurinn Camerarctica heldur ferna kertaljósatónleika í kirkjum fyrir jólin. Kammerhópurinn Camerarctica heldur ár- lega kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hefur hópurinn leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár. Tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, laugardagskvöld, í Kópavogskirkju á sunnudagskvöldið, Garðakirkju á mánudags- kvöldið og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík á þriðjudagskvöldið. Tónleikarnir eru klukku- stundar langir og hefjast allir klukkan 21. Flytjendur að þessu sinni eru Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðs- dóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari auk góðs gests, Einars Jóhann- essonar, sem leikur á eitt af uppáhalds- hljóðfærum Mozarts, bassetthorn. CAMERARCTICA OG MOZART VIÐ KERTALJÓS Hinir árlegu Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju fara fram nú um helgina. Fyrstu tónleikarnir voru í gær- kvöldi, föstudagskvöld, en þeir verða endurteknir á laugardags- og sunnudags- kvöld, klukkan 20 bæði kvöldin. Fram koma Kór Lang- holtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Árna Harðarsonar, sem hleypur í skarðið fyrir Jón Stefánsson vegna veikinda. Hin vinsæla færeyska söngkona Eivør Páls- dóttir verður gestur kórsins á tónleikunum á laugardagskvöld. Aðrir einsöngvarar verða Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róberts- son og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Ein- söngvari á táknmáli er Kolbrún Völkudóttir. Einnig koma fram einsöngvarar úr báðum kórunum. SYNGJA Í LANGHOLTSKIRKJU JÓLASÖNGVAR Eivør Pálsdóttir Menning V erkið er kraumandi af kynorku og það skapar auðvitað mikla spennu,“ segir Stefán Baldurs- son leikstjóri um hið kunna leik- rit Tennessee Williams, Spor- vagninn Girnd, sem verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins annan í jólum. Stefán hefur snúið aftur í Þjóðleikhúsið þar sem hann var leikhússtjóri í fjórtán ár, 1991 til 2005, áður en hann tók að stýra Íslensku óp- erunni. Þar lét hann síðan af störfum í vor sem leið og er nú mættur á ný í Þjóðleikhúsið og leiðir blaðamann um rangalana baksviðs með viðkomu í leikmyndinni á sviðinu þar sem sturtuklefi stendur fyrir miðju. Stefán segir að við séum þar stödd í hinu þrönga rými, þar sem persónurnar takast á og sturtuklefinn verði stundum eina afdrepið. „Þetta er mjög þekkt verk og þótt það sé að verða sjötíu ára gamalt þá er enn verið að sýna það reglulega víða um lönd og sumar setningar leikritsins orðnar heimsþekktar til- vitnanir,“ segir hann. „Fyrir vikið er verkið komið á ákveðinn stall, orðið nokkurs konar íkon, og því fylgja þá hugmyndir og klisjur um hvernig beri að leika það, ekki síst aðal- hlutverkin tvö, Blanche og Stanley. Við reyn- um að forðast að festast í slíku. Ég hef engan áhuga á að sviðsetja einhverja fortíðardrauga heldur vinna verkið út frá þeim leikurum sem ég er að vinna sýninguna með.“ Eins og Stefán segir þá er Sporvagninn Girnd víðfrægt leikrit, talið með þeim bestu sem skrifuð voru á tuttugustu öldinni. Það var frumsýnt í New York árið 1947 og þá lék lítt þekktur leikari, Marlon Brando, aðalkarl- hlutverkið, Stanley, en Jessica Tandy fór með hlutverk Blanche. Leikstjóri var Elia Kazan. Árið 1949 leikstýrði Laurence Olivier fyrstu uppfærslunni í London með Bonar Colleano og Vivien Leigh í aðalhlutverkunum. Kazan leikstýrði síðan kvikmyndinni árið 1951 og fóru þá Leigh og Brando með hlutverk Blanche og Stanley og slógu í gegn. Árekstur menningarheima „Þegar Tennessee Williams skrifaði Sporvagn- inn Girnd var leikritið samtímasaga og við förum því svipaða leið og tökum þetta inn í okkar samtíma, látum verkið ekki gerast um miðja síðustu öld heldur í nálægri nútíð og í New Orleans eins og gert er ráð fyrir. En umfjöllunarefnið er svo sammannlegt að það gæti gerst hvar sem er,“ segir Stefán. – Þú segist vilja forðast klisjur, hefur þú skoðað aðrar útgáfur eða séð leikritið oft? „Ég hef séð það nokkrum sinnum. Það hef- ur einu sinni áður verið sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir fjörutíu árum og var þá látið gerast í upprunalegum tíma. Seinna hef ég séð aðrar uppfærslur þar sem aðrar leiðir voru valdar en við förum okkar eigin leið.“ Stefán útskýrir lauslega efni verksins og segir aðalpersónuna, Blanche, hafa upplifað hálfgert hrun þegar verkið hefst. Hún er af góðu fólki komin, kennslukona og vel efnum búin en hefur misst allar eigur sínar og at- vinnuna og leikritið hefst á því að hún leitar ásjár hjá yngri systur sinni Stellu, sem fór ung að heiman og býr í New Orleans ásamt manni sínum, Stanley. Þau búa við mun erf- iðari aðstæður en Blanche hefði getað ímynd- að sér, í raun í einu herbergi, og þar sest Blanche upp á þau, allslaus. Það segir sig sjálft að samskiptin verða bæði náin og skrýt- in, þó að ekki sé nema vegna þrengslanna. „Og þarna verður líka árekstur ólíkra menn- ingarheima, Blanche er rómantísk, ljóðelsk og viðkvæm yfirstéttarkona en Stanley ómennt- aður almúgastrákur af pólskum uppruna, ný- kominn úr herþjónustu sem hefur mótað hann og hert. Stella lendir á milli þeirra og vill standa með báðum. Þarna verða því mikil átök svo ekki sé minnst á að þetta unga fólk er fullt af kynorku, sem líka flækir málin. Í ljós kemur að Blanche býr yfir leyndarmálum sem Stanley smám saman flettir ofan af með skelfilegum afleiðingum,“ segir Stefán og bæt- ir við að það sé verulega spennandi að glíma við verkið, ekki síst vegna þess hve persón- urnar séu vel skrifaðar og óútreiknanlegar. Ungir leikarar í aðalhlutverkum „Það er að mörgu leyti sérstakt við þessa uppsetningu okkar hvað ég get notað unga leikara í aðalhlutverkin,“segir hann. „Þau eru á sama aldri og höfundurinn hafði hugsað sér en vegna þess hvað verkið er frægt þá hendir það oft að leikarar fá ekki að leika þessi hlut- verk fyrr en þeir eru komnir undir miðjan aldur og orðnir þekktir. En við erum svo lán- söm að vera með leikara á hárréttum aldri. Stanley leikur til að mynda ungur leikari, Baltasar Breki, sem var rétt að skríða út úr Leiklistarskólanum. Ég þekkti hann ekki fyrir en fékk hann í prufu ásamt nokkrum öðrum og sá að hann hafði það sem til þurfti. Það er mjög spennandi að kynna hann til leiks.“ – Sástu þá strax fyrir þér hvernig Stanley þú vildir? „Leikarinn þarf að uppfylla ákveðnar kröf- ur um persónuleika, útlit og annað en auðvit- að fyrst og fremst að vera góður leikari. Breki uppfyllti þessar kröfur og reyndist flott- ur leikari, algjör framtíðarmaður. Mér finnst líka hafa tekist mjög vel að velja leikarana saman, sem er lykilatriði. Nína Dögg Filipp- usdóttir, með sína miklu sviðsreynslu og út- geislun, leikur Blanche, Lára Jóhanna Jóns- dóttir, sem hefur nokkurra ára flottan feril að baki leikur Stellu og sama má segja um Góa, Guðjón Davíð Karlsson, sem leikur Mitch, vonbiðil Blanche. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að vinna með þeim öllum.“ – Þegar óvanir og nýútskrifaðir leikarar takast á við svona stór hlutverk, þarft þú þá sem leikstjóri að vinna með þeim á annan hátt en ef um vanari leikara væri að ræða? „Þau sem koma beint úr námi eiga auðvitað eftir að afla sér reynslunnar en ég get ekki sagt að ég vinni öðruvísi með þeim óvönu, þó að þeir þurfi stundum meiri athygli og leið- sögn. Allur leikhópurinn sem er með mér í þessari sýningu er afar samstæður, skapandi og skemmtilegur en alls eru tíu leikarar í sýn- ingunni.“ – Sum verk verða sígild, eins og þetta. Hvað veldur? Hver er galdurinn hér? Stefán telur upp: gott umfjöllunarefni, vönduð efnistök, spennandi persónusköpun. „Þegar næst að láta allt þetta ganga upp geta verk orðið sígild. Það er líka ákveðið tímaleysi yfir verkinu. Ef umfjöllunarefni verka er algilt og sammannlegt eins og við þekkjum í klassíkinni alveg aftur til Shake- speare og Grikkjanna, þá geta verk öðlast framhaldslíf. Það má líta á Sporvagninn sem einskonar nýklassík. Við erum ekki að af- byggja verkið eins og nú er mjög í tísku, heldur leikum textann eins og hann kemur frá hendi höfundar, að vísu dálítið styttan. Þar með ekki sagt að sýningin sé endilega mjög hefðbundin. Við reynum að taka verkið fersk- um tökum og skoða það okkar eigin augum og sjá til þess að þessar persónur öðlist líf hér og nú. Við vinnum með nýja þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar.“ Leikstýrði Rigoletto í Hollandi Stór hluti vinnu Stefáns hefur verið á sviði listrænnar stjórnunar menningarstofnana, Leikfélags Reykjavíkur, Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar en þar lét hann af störf- um í vor. Nýtur hann frelsisins, að geta tekið að sér verkefni hér og þar, eins og þetta? „Já. Mér fannst tími til kominn að breyta til. Mér stóð til boða að vera lengur í Óper- unni en kaus að hætta. Við vorum búin að flytja Óperuna úr Gamla bíói í Hörpu, sem var mikill áfangi, og þó að það væri vissulega nokkuð sérstakt að koma upp óperusýningum í sal sem bara var hannaður fyrir tónleika- SPORVAGNINN GIRND EFTIR TENNESSEE WILLIAMS ER JÓLASÝNING ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Spennandi glíma við klassískan Sporvagn „ÉG HEF ENGAN ÁHUGA Á AÐ SVIÐSETJA EINHVERJA FORTÍÐARDRAUGA HELDUR VINNA VERKIÐ ÚT FRÁ ÞEIM LEIKURUM SEM ÉG ER AÐ VINNA SÝNINGUNA MEÐ,“ SEGIR STEFÁN BALDURSSON UM FRÆGT LEIKRIT WILLIAMS. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Stefán Baldursson segir umfjöllunarefnið gott og persónusköpun spennandi í klassísku verkinu. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.