Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 2015 Um jólin verður frumflutt nýtt íslenskt verk í Útvarps- leikhúsinu, Leifur óheppni. Um er að ræða fjölskyldu- leikrit í sex þáttum eftir Maríu Reyndal og Ragnheiði Guðmundsdóttur en María er jafnframt leikstjóri. Birta, vinsælasta stelpan í bekknum, hefur ekki haft fyrir því að kynnast nýju stelpunni, Höllu, sem er úr sveit og hefur ekki enn náð að sanna sig í skólanum. Már, bekkjarfélagi þeirra, er taílenskur og hefur hingað til að- eins átt vini sem eru af erlendum uppruna. Þau þrjú eru saman í 7. bekk í Austurbæjarskóla en kynnast þó ekki fyrr en kennarinn gefur þeim hópverkefni saman í jólafríinu um styttur borgarinnar. Halla sér að styttan af Leifi heppna uppi á Skólavörðuholtinu er eitthvað öðru- vísi en vanalega. Hún og Már athuga málið á netinu og sjá að styttan er komin með öxina í vinstri höndina, öfugt við vanalega. Þegar Leifur hverfur svo alveg eru krakk- arnir þau einu sem grunar að ekki sé allt sem sýnist. Eitt kvöldið rétt fyrir jól hitta þau svo styttuna, uppvaknaða og ráðvillta. Víkingurinn botnar ekkert í nútímanum og þarf hjálp krakkanna jafn mikið og þau vilja finna út hvernig hann getur hafa lifnað við. Saman komast þau að stórhættulegu ráðabruggi, sem lífgar við styttur – en gerir fólk eins og mig og þig að styttum. Með helstu hlutverk fara Þórunn Arna Kristjáns- dóttir, Dominique Sigrúnardóttir, Arnmundur Ernst Bachmann, Sigurður Sigurjónsson, Sólveig Guðmunds- dóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Einar Sigurðsson sér um hljóðvinnslu. Leifur óheppni mun hljóma daglega á Rás 1 klukkan 15.00, dagana 24.-29. desember. Ljósmynd/Dagur Gunnarsson ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ Á RÁS 1 Leifur heppni lifnar við Aðstandendur Leifs óheppna á góðri stundu. „Nú er jólaösin í algleymingi, þús- undir og tugþúsundir manna arka fram og aftur um miðbæinn í stanzlausri leit, að einhverju til að gleðja með blessuð börnin, konuna og kunningjana.“ Með þessum orðum hóf blaða- maður Morgunblaðsins pistil sinn sunnudaginn 19. desember 1965 eftir að hafa brugðið sér í búðar- ferð ásamt ljósmyndara. „Eftir klukkan 5 á daginn verð- ur að beita ýtrustu þolinmæði, hæversku og lempni til að komast ferða sinna í verzlununum, en allir eru að flýta sér, og því miður skortir stundum nokkuð á tillits- semi við náungann.“ Óljúgfróðir menn höfðu tjáð blaðamanni að hjá Silla & Valda í Austurstræti fengjust kerti á kr. 2.700 og lék þeim ljósmyndaranum hugur á að sjá svo merkileg kerti. „Við héldum í verzlun Silla & Valda og biðum þolinmóðir eftir afgreiðslu. Þegar hún fékkst var okkur sagt, að slíkt kerti væri því miður ekki til, við hlytum að hafa farið búðarvillt. Er við gengum út beindust allra ásjónur að okkur, eins og við værum nátttröll eða eitthvað þaðan af verra. Svona er að vera auðtrúa.“ GAMLA FRÉTTIN Stanz- laus leit „Þessir kumpánar tveir ræða vafalaust um boðskap jólanna og kynlegt at- ferli hinna fullorðnu,“ sagði í myndartexta í Morgunblaðinu fyrir hálfri öld. Morgunblaðið/Sv. Þorm. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Stekkjastaur jólasveinn Tom Araya söngvari Slayer Sigurður Sigurjónsson leikariSkeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is RITSENHOFF sparibaukar Grís verð 5.500,- Bangsi verð 4.900,- URBANIA hús Verð frá 4.490,- OMAGGIO jólakúlur gull eða silfur 3 í pakka 7.890,- NOBILI jólakúlur 3 stk í pakka af sama lit 8.690,- AVVENTO kertastjakar Verð frá 2.580,- OMAGGIO skál í gulli 4.990,- KAY BOJESEN tréfígúrur Verð frá 6.990,- stk. IITTALA Alvar Aalto vasar 16 cm Verð frá 19.600,- FREEMOVER kertastjakar Verð frá 5.490,- stk. ARCHITECTMADE Strit 11.990,- POMME PIDOU sparibaukar Verð frá 3.390,- ROSENDAHL Kertastjakar 1.300,- stk. Falleg og eiguleg hönnu n NOBILI jólatré 18cm 5.190,- 24,5cm 6.890,- RITSENHOFF Vínglös 3.200,- stk. OMAGGIO Kertastjakar Verð frá 3.890,- IITTALA Kastehelmi Verð frá 2.400,- IITTALAMaribowl 12 cm verð frá 4.680.- OMAGGIO vasar silfur 12,5cm 4.990,- 20cm 8.990,- GLERUPS inniskór Á börn og fullorna KARTELL Abbracciaio 28.900,- stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.