Morgunblaðið - 17.02.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016
✝ ÞorsteinnSmári fæddist
í Reykjavík 5. apríl
1940. Hann lést á
Landspítalanum 5.
nóvember 2015.
Foreldrar Þor-
steins voru Þor-
steinn Gíslason, f.
1908, og Hrefna
Gunnarsdóttir, f.
1917, d. 2004.
Systkini Þor-
steins eru Gunnar Smári, f.
1933, Ingibjörg, f. 1937, Gísli, f.
1943, Erla, f. 1945, Ingólfur, f.
1947, d. 2010, Katrín, f. 1955,
og Róbert, f. 1962.
Þorsteinn eignaðist tvo syni
með eiginkonu sinni, Ernu Jó-
hannsdóttur frá Keflavík.
Synir þeirra: Gunnar Lax-
foss, f. 1966, kvæntur Hólm-
fríði Maríu Hjalta-
dóttur og Þor-
steinn, f. 1968, d.
1998. Erna og Þor-
steinn slitu sam-
vistum.
Barnabörn Þor-
steins Smára eru:
Hannes Hlífar
Gunnarsson, Kol-
brún Gunnarsdótt-
ir og Kolfinna Rán
Gunnarsdóttir.
Þorsteinn lauk námi sem sjó-
kokkur í lok árs 1958. Hann
starfaði síðan lengst af sem
matsveinn á fiski- og farskip-
um.
Síðustu árin var hann til
heimilis á Dvalarheimilinu við
Dalbraut í Reykjavík
Hann var jarðsettur í kyrr-
þey 13. nóvember 2015.
Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi. Hvað er betra en að
eiga góðan bróður? Elsku Steini,
nokkur orð að skilnaði frá Kötu
systur.
Við áttum sama afmælisdag, 5.
apríl, og héldum oft upp á afmæl-
ið okkar saman, síðast í fyrra
þegar við hittumst fjölskyldan og
áttum ánægjulega stund saman á
Austur-Indíafélaginu .
Steini var töffarinn í fjölskyld-
unni, hann sigldi um öll heimsins
höf og kom færandi hendi heim
með nammi handa okkur krökk-
unum, alls konar. Mamma fékk
svo fallegan kristalsvasa. Það var
svo gaman að sitja í eldhúsinu og
hlusta á hann segja ótrúlegar
sögur af ævintýrum sem hann
lenti í og þrekraunum og alltaf
var það Steini sem stóð uppi sem
sigurvegarinn.
Steini var lærður kokkur og
vann við það í mörg ár á sjónum
bæði á stórum kaupskipum sem
litlum bátum. Hann kunni þá list
að elda hversdagsmat sem bragð-
aðist eins og besti veisluréttur og
svo var hann flinkur kjötiðnaðar-
maður líka.
Eitt sinn tók hann að sér að úr-
beina kjötskrokka sem komu frá
Ingólfi bróður okkar í Blöndu-
hlíð. Þá var í tísku að kaupa heila
og hálfa skrokka í kistuna.
Seinna setti hann auglýsingu í
blaðið og það glóðu allar línur,
allar húsmæðurnar vildu fá hann
til að úrbeina fyrir sig..
Steini byrjaði að búa suður
með sjó í Keflavík og þar undi
hann sér vel, vann lengi á vell-
inum og sagðist hafa lært margt
þar og unnið með frábæru fólki.
Erna konan hans var úr Keflavík
og þau eignuðust tvo fallega og
efnilega syni .Gæfan brosti við
þeim en seinna skildu þau og tók
Steini skilnaðinn mjög nærri sér
og við tóku erfið ár.
Þrátt fyrir gleði og gamanmál
þá var Steini mikill heimspeking-
ur og las mikið, sérstaklega
fannst honum gaman að lesa sér
til um heimsstyrjaldirnar, sigl-
ingar og mannraunir. Alls staðar
var hann hrókur alls fagnaðar og
kunni ógrynni af sögum .
Einu sinni var hann á ferðinni í
Miðjarðarhafinu og lenti þar í
miklum flugnasveim, moskító-
flugum sem stungu alla um borð
nema Steina sem kunni ráð sem
dugði , bara að taka nógu mikið
B-vítamín og bera á sig edik …
ekki ein stunga.
Steini hafði gaman af veiði-
skap og hann og Gísli refaskytta,
einn besti vinur hans, fóru stund-
um til grenja. Draumurinn var að
eiga lítinn bát og fara að vitja um
silung í Þingvallavatni.
Steini kunni þá list að segja frá
og kunni ótrúlega margar sögur,
verst er að þær hafa ekki verið
færðar til bókar eins og til stóð og
hann langaði til. Steini var snjall
spilamaður, góður bridsspilari og
kunni ótal önnur spil og kapla.
Við fórum stundum saman út í
búð og þá yfirleitt spjallaði hann
eitthvað við afgreiðslustúlkuna
og sagði svo að lokum, eitt smá
bros þá er ég ánægður.
Hann hafði þessa hlýju nær-
veru og gaf óspart af sér, stund-
um um of, gætti ekki að heilsunni.
Þá þurfti að taka sér tak og
byggja sig upp að nýju,Vogur
kom sér vel og gott var að fá góð-
ar móttökur hjá Þórarni og hans
góða fólki.
Elsku Steini minn, ég veit þú
færð góðar móttökur hinum meg-
in. Hafðu þökk fyrir allt, þín syst-
ir,
Katrín (Kata).
Ég veit ekki hvort Steina bróð-
ur hafi þótt það slæmt eða gott að
vera búinn að eignast bróður
haustið 1943 og vera ekki lengur
litla barnið í fjölskyldunni. En
hvort sem honum líkaði betur eða
verr lenti hann í því að gæta mín
úti við þegar báðir höfðu þroska
til.
Steini minnti mig oft á það að
engum hefði mamma betur
treyst til að gæta mín en honum.
Satt er það að oftast komum við
óskaddaðir úr leiðöngrum um
Öskjuhlíðina og nærliggjandi
lendur.
Þó minnist ég þess að hafa í
eitt skipti lent í klóm lögreglunn-
ar, sem aðsetur hafði í litla skúrn-
um við hliðið á flugvellinum. Vor-
um við þá skrifaðir upp í bók fyrir
að vera að sniglast á flugvallar-
svæðinu.
Í annað sinn vorum við keyrðir
heim í Svörtu Maríu. Þá glenntu
nokkrar heimavinnandi húsmæð-
ur í blokkinni upp augun og
stungu saman nefjum en móður
okkar var ekki skemmt. Steini og
Erlingur, níu ára gamlir, fengu
skömm í hattinn en mér barninu,
sex ára, var fyrirgefið. Reyndar
höfðum við þá ekki bara farið inn
fyrir girðingu heldur líka kveikt
bál rétt hjá olíutönkunum.
Frá sumrinu 1948 til 1952 vor-
um við Steini í sumarbústað fjöl-
skyldunnar að Brún á Stokkseyri
og hjálpuðum þá afa og ömmu
svo og frænda okkar að Syðra
Seli við heyskap og annað.
Vorið 1953 hleypir svo Steini
heimdraganum og fer sem
kaupamaður að Hraunkoti í
Landbroti. Þaðan kemur hann
svo um haustið nær mállaus og
var spurður hvort fólkið á bæn-
um hefði lítið talað við hann. En
þá kom í ljós að hann var kominn
í svo svæsnar mútur að hann
mátti vart mæla. En málleysi átti
aldrei eftir að hrjá hann á lífsleið-
inni.
Næsta sumar ræður hann sig
sem kaupamann að Vogum í
Hraunhreppi á Mýrum. Þá er
hann fermdur og kominn með
armbandsúr.
Frá Vogi fara að berast þetta
sumar bráðskemmtileg bréf.
Greinilegt að Steini gat svo sann-
arlega tjáð sig í rituðu máli. Ör-
litlar ýkjur í stílnum. En það fór
ekki milli mála að hér var að fæð-
ast sagnamaðurinn Þorsteinn
Smári.
Styttist nú í að alvara lífsins
fari að segja tíl sín. Reyndar tók
Steini alvöru lífsins aldrei mjög
alvarlega, það æxlaðist nú bara
þannig.
Steini þekkti marga og enn
fleiri þekktu hann.
Hann hafði víða komið við og
marga fjöruna sopið, lent í ýmsu.
En sakavottorðið ávallt hreint.
Viðurnefnið „Bombardier“ fékk
hann reyndar þegar hann þeytti
heimatilbúinni sprengju yfir
vegginn á Skólavörðustíg 9. Um
atburð þann má lesa í Öldinni
okkar, en þar er ekki allt rétt og
Steini var bjargvættur í því máli
en ekki sökudólgur.
Blessuð sé minning hans.
Gísli Þorsteinsson.
Þorsteinn Smári
Þorsteinsson
✝ Jóhann LongIngibergsson,
eða Jói Long eins
og hann var yfir-
leitt kallaður,
fæddist í Reykja-
vík 29. maí 1922.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 7.
febrúar 2016.
Foreldrar hans
voru Ingibergur
Jónsson skósmiður,
f. 10. júní 1880, d. 22. júlí 1968,
og Málfríður Jónsdóttir hús-
móðir, f. 2. mars 1884, d. 24.
janúar 1974. Jóhann ólst upp í
stórum systkinahópi og eru þau
öll látin nema yngsta systir hans
Þorbjörg, f. 27. september 1926,
maki Sverrir Traustason.
Jóhann ólst upp í Reykjavík
til 11 ára aldurs en næstu fjögur
árin þar á eftir á Brekku í Lóni.
hennar 2013. Jóhann og Guð-
munda eignuðust fimm börn en
eitt er látið. Á lífi eru: 1) Sóley,
f. 3. maí 1944, hún á tvö börn.
2) Haraldur Jóhann, f. 2. nóv-
ember 1950, maki er Nína
Dóra, eiga þau þrjú börn. 3)
Einar Ástvaldur, f. 9. febrúar
1953, maki er Evelyn, hann á
þrjú börn. 4) Jóhann Long, f. 6.
janúar 1965, hann á fjögur
börn. Barnabarnabörn Jóhanns
og Guðmundu eru orðin
sautján.
Jóhann og Guðmunda
bjuggu í fyrstu í Nýlendu, sem
núna er á Árbæjarsafninu og
voru þau síðustu ábúendur þar
sem leigjendur, síðar byggðu
þau sér heimili í Kópavogi en
þegar Jóhann fékk vélstjóra-
pláss á Skarðsvík SH 205 fluttu
þau á Hellissand, voru lengst
af á Munaðarhól 18.
Þaðan fluttu þau í Hafnar-
fjörð og áttu heimili á Kirkju-
vegi 9 fram að andláti Guð-
mundu.
Útför Jóhanns fór fram frá
Hafnarfjarðarkirkju 16. febr-
úar 2016.
Hann vann við
skósmíði hjá föður
sínum, var kyndari
á togara og hjá
Eimskip, var vél-
stjóri á Skarðsvík
SH 205, síðar vél-
gæslumaður á
Lóranstöðinni á
Gufuskálum. At-
vinnuferil sinn end-
aði hann sem pípu-
lagningameistari í
Reykjavík.
Jóhann kvæntist árið 1944
Guðmundu Laufeyju Haralds-
dóttur, f. 7. júlí 1923, d. 18. apr-
íl 1996, og bjuggu þau saman
fram að andláti hennar 1996.
Síðar kynntist hann Hermínu
Sigurðardóttur, f. 13. nóvember
1923, d. 23. desember 2013, og
héldu þau sambúð á Hrafnistu í
Reykjavík fram að andláti
Sama grein birtist í gær með
rangri mynd og er því end-
urbirt. Hlutaðeigandi eru beðn-
ir afsökunar á þessu.
Elsku Jói afi, þá er ferðalagi
þínu þessi rúmlega 93 ár lokið
á jörðu. Þú varst magnaður
karl.
Þó þú hafir ekki verið hár í
loftinu, varstu í barnshuga mín-
um jaxlinn, maður sem virtist
hafa gert allt og geta allt. Ég
hafði alltaf á tilfinningunni að
eftirgjöf, leti og slíkir lestir
væru ekki til í þinni orðabók og
ef flett væri upp orðinu jaxl í
orðabók þá kæmi upp nafnið
þitt.
Allar sögurnar, sannar eða
lognar, úr æsku þinni úr miðbæ
Reykjavíkur þar sem pabbi
þinn var skósmiður, frá Brekku
í Lóni þar sem þú varst sendur
í sveit um 11 ára aldur, þegar
þú varst kyndari á síðutogurum
og hjá Eimskip.
Allar sögurnar til sjós og þá
sérstaklega þegar þú varst vél-
stjóri á Skarðsvíkinni þegar þið
bjugguð á Hellisandi.
Þetta eru frásagnir sem ég
hef alltaf geymt í hjarta mínu
og þykir vænt um. Þá fannst
mér merkilegt að heyra hvern-
ig þú barðist til mennta, fyrst
sem skósmiður, sem þú sagðist
hafa klárað fyrir pabba þinn,
og svo vélstjóri og því næst
pípulagningamaður. Þrjú próf
upp á vasann, mér fannst það
alltaf merkilegt fyrir mann af
þinni kynslóð og maður fann að
þú varst stoltur af því og tal-
aðir alla tíð um að menntun
væri máttur.
Maður áttaði sig fljótlega á
því sem unglingur, og á fullorð-
insárum, að lífið hafði gefið þér
þykkan skráp og það að sýna
og eða tjá tilfinningar væri ekki
þín sterka hlið en maður fann
væntumþykju þína út frá öðru
en orðum.
Ég hugsa með hlýju til þess
tíma þegar ég dvaldi hjá þér og
Mundu ömmu á Gufuskálum
þar sem þú sast að mér fannst
inni í geimskipi og stýrðir svo
mörgum tökkum. Einnig til
tímans þegar þið áttuð heima á
Kirkjuveginum í Hafnarfirði
þar sem ég fékk að bóna skelli-
nöðruna að vild. Þar smíðuðum
við skipalíkön úr tré og því sem
til féll og á ég ennþá eitt slíkt
sem við smíðuðum þegar ég var
um 10 ára aldur og er það nú
inni í herbergi sjö ára sonar
míns. Líkanið fékk nafnið
Skarðsvík á sínum tíma í sam-
ræmi við allar sögurnar.
Þú ert sannarlega einn af
þeim sem hafa mótað mig á
lífsgöngu minni og er ég þakk-
látur fyrir að hafa átt þig sem
afa.
Ég bið þess að Drottinn, allir
englar, þitt samtíðarfólk, um-
vefji þig og þú finnir frið. Þú
gerðir þitt besta í þessari dvöl
á jörðu, líkt og við flest reynum
hvern einasta dag.
Takk fyrir mig, afi minn, og
að endingu vil ég segja við þig
það sem við sögðum e.t.v aldrei
hvor við annan: Ég elska þig,
afi minn.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörð-
in.
(Tómas Guðmundsson)
Jóhann Hilmar Haraldsson.
Jóhann Long
Ingibergsson
Bækur
Hjólabækurnar vinsælu
- allar 4 í pakka
Hjólabækurnar allar 4 í pakka.
Vestfirðir, Vesturland, Suðvesturland,
Árnessýsla. Tilboð 5,900 kr. Sending
með Íslandspósti innifalin.
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
Sími 456-8181 eða 895 8260.
Hornstrandabækurnar
- allar 5 í pakka
Hornstrandabækurnar vinsælum allar
5 í pakka. Tilboð 7.900 kr. Sending
með Íslandspósti innifalin.
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
Sími 456-8181 eða 895 8260.
Iðnaðarmenn
RH SMÍÐAR EHF.
Getum tekið að okkur verkefni, stór
sem smá, t.d.: Innréttingar, parket-
lögn, hurða- og gluggaísetningar,
gifsveggir o.fl. 25 ára reynsla, Gerum
tilboð eða tíma vinna.
rhsmidar@internet.is
eða 662-9899, 662-9099.
Húsviðhald
Smáauglýsingar
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
ÆGIR HAFSTEINSSON
sjómaður og matsveinn,
lést á LSH í Fossvogi 9. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og
hlýhug við andlát og útför hans. Sérstakar þakkir til starfsfólks
B2 Fossvogi fyrir góða og hlýja umönnun.
.
Jón Þ. Brynjólfsson, Dagbjört J. Guðnadóttir,
Guðfinna Hermannsdóttir, Christer Johansson,
Gísli Hermannsson, Guðrún Hanna Scheving
og fjölskyldur og skyldmenni.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
JÓN PÉTUR RAGNARSSON,
Fljótaseli 14,
Reykjavík,
lést þann 6. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á B6 Landspítala Fossvogi
fyrir frábæra umhyggju og umönnun.
.
Gísli Björgvinsson, Erna Martinsdóttir,
Jón Pétur Gíslason, Ólöf Erna Gísladóttir.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
AÐALGEIR PÁLSSON
rafmagnsverkfræðingur og kennari,
Háagerði 4,
Akureyri,
lést 11. febrúar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útför fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 22. febrúar klukkan 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar.
.
Guðfinna Thorlacius,
Kristjana Aðalgeirsdóttir, Jari Turunen,
Petra Kolbrún og Hannes Breki,
Guðfinna Aðalgeirsdóttir,
Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, Ari Gunnar Óskarsson,
Gunnar Aðalgeir og Inga Rakel.