Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 27
útgáfusamning við Dreamworks og Warner Brothers og lenti í kjölfarið í miklum hljómleikaferðum um Bret- land, meginland Evrópu og Norður- Ameríku. Hljómsveitin gaf út plöt- una Breath 2001 og fylgdi henni vel eftir. Bjarni byrjaði í kvikmyndagerð og sjónvarpsþáttagerð er hann starfaði enn með föður sínum og hellti sér úti þá vinnu er hann hætti í Leaves árið 2003. Hann hefur unnið fjölda sjónvarpsþátta og heimild- arþátta, einkum um sögur hljóm- sveita og annarra skemmtikrafta, gerði heimildarmynd um Bubba Morthens við upptökur í Suður- Frakklandi, 2005, um Hjálma á Ja- maica og heimildarmynd um sögu Grafíkur og Helga Björns. Síðustu fjögur árin hefur Bjarni ferðast um heiminn með sýningum á verkum Dieters Roths og Björns Roths og unnið heimildarmynd og fylgt sýningunum eftir með ljós- myndum og kvikmyndatöku. Loks starfar Bjarni við hestabúið á Laxnesi í Mosfellsdal hjá tengda- foreldrum sínum og heldur sjálfur bú á Skeggjastöðum í Mosfellsdal. Áhugamál Bjarna snúast um hestamennsku, ljósmyndun, kvik- myndun og þáttagerð auk þess sem hann hlustar á alla tegund af tónlist og lemur enn húðirnar af hjartans lyst: „Ég hef svolítið verið að ganga í gegnum ferli í tónlist, ljósmyndun og kvikmyndun og held enn tryggð við þessi fög. En nú búum við á Skeggjastöðum með hesta, kindur, hænur og endur. Ég er því kominn hringinn: Aftur í sveitina.“ Fjölskylda Kona Bjarna er Dísa Anderiman, f. 18.5. 1962, tölvufræðingur. Hún er dóttir Heiðu Gíslason og Þórarins Jónassonar, hrossabænda í Laxnesi. Dóttir Bjarna og Dísu er Brynja Bjarnadóttir, f. 25.4. 2003. Stjúpbörn Bjarna eru Chri- stopher Þórarinn Anderiman, f. 5.3. 1989, lögreglumaður í Reykjavík; Ingibjörg Sóllilja Baltasarsdóttir, f. 18.3. 1996, nemi við VÍ og starfar við kvikmyndagerð, búsett í Reykjavík, og Skjöldur Kristjánsson, f. 5.6. 1999, nemi við MS. Albróðir Bjarna er Walter Geir Grímsson, f. 25.11. 1977, leikari í Reykjavík. Hálfsystir Bjarna, sammæðra, er Ingibjörg Karlsdóttir, f. 11.10. 1993, nemi við HÍ. Hálfsystkini Bjarna, samfeðra, eru Íris Grímsdóttir Blandon, f. 24.3. 1973, búsett í Garðabæ; Erla Gríms- dóttir, f. 12.10. 1986, kvikmynda- gerðarkona í Reykjavík; Svala Grímsdóttir, f. 24.7. 1995, stúdent í Reykjavík, og Grímur Örn Gríms- son, f. 25.4. 1989, trommuleikari í Reykjavík. Foreldrar Bjarna eru Grímur Bjarnason, f. 23.1. 1955, ljósmyndari í Reykjavík, og Erla Waltersdóttir, f. 21.7. 1957, fyrrv. bankastarfs- maður í Reykjavík. Stjúpmóðir Bjarna er Heiðrún Hafsteinsdóttir, f. 11.10. 1958, hót- elstjóri í Reykjavík. Stjúpfaðir Bjarna er Baldur Bóbó Frederiksen, f. 20.3. 1955, fyrrv. út- fararstjóri. Úr frændgarði Bjarna Grímsonar Bjarni Grímsson Grímur Bjarnason tollvörður í Rvík. Ólöf Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík. Bjarni Grímsson fyrrv. frkv.stj. í Rvík. Hanna María Gunnarsdóttir hjúkrunarfr. í Rvík. Grímur Bjarnason ljósmyndari í Rvík Gunnar Thorarensen versl.m. í Rvík. Hjálmtýr Heiðdal kvik- myndagerðarmaður María Heiðdal fyrrv. hjúkrunarforstj. í Rvík Harpa Þórsdóttir forstöðum. Þróunarsafns Íslands Anna V. Heiðdal fyrrv. verðbréfasali Ólafur Gunnar Guðlaugsson gr. hönnuður og rithöfundur HildurWaltersdóttir bókari í Rvík Vilhjálmur Heiðal Walt- ersson húsasm. í Rvík María GuðrúnWalters- dóttir verslunarm. í Rvík Ingibjörg Guðmunds- dóttir nemi Elísabet Vilhjámsdóttir nemi í Kaupm.höfn Jóhanna Heiðdal Harðardóttir skrifst.m. hjá Icelandair Guðrún Geirsdóttir húsfr. í Rvík. Gunnlaugur Loftsson kaupmaður í Rvík. Walter Gunnlaugsson sjómaður í Rvík. Jóhanna L. Vilhjálmsdóttir fyrrv. heildsali í Rvík. Erla Waltersdóttir fyrrv. bankastarfsm. í Rvík. Vilhjálmur Heiðdal Sigurðsson yfirdeildarstj. Pósts og síma og forst.m.Víðiness María Gyða Hjálmtýsdóttir húsfr. í Rvík. Arnar Þór Þórsson kvikmyndagerðarm. María Guðmunds- dóttir hjá 365 Daníel Magnús Guðlaugsson kaupm. í Útivist og sport Hannes Thorarensen rannsóknarlögreglum. Haukur Hólm fréttam. Bryndís Guðbjartsdóttir húsfr. í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Steinar fæddist á Hellissandi9.3. 1928, flutti ungur á Akra-nes og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Kristján Sigurjón Krist- jánsson, skipstjóri á Akranesi og síð- ar í Reykjavík, og k.h., Sigríður Vil- hemína Ólafsdóttir. Eiginkona Steinars var Sigurjóna Símonardóttir og eignuðust þau tvær dætur, Elísabetu Hörpu og Sigríði. Steinar lærði prentverk í Hrapps- eyjarprenti og í Prentverki Akra- ness og lauk sveinsprófi frá Iðnskól- anum á Akranesi 1950. Hann starfaði alfarið við iðn sína í nokkur ár, var búsettur á Akureyri um hríð en síðan í Reykjavík, var prentari í Svíþjóð í nokkra mánuði og síðan á Írlandi, í Þýskalandi og Danmörku um skeið. Hann var þó lengst af bú- settur í Reykjavík. Steinar snéri sér að ritstörfum skömmu eftir að hann lauk iðn- skólanámi, skrifaði undir eigin nafni og auk þess undir dulnefnunum Steinar á Sandi, Sjóni Sands og Bugði Beygluson. Fyrsta bók Steinars, Hér erum við, kom út 1955. Helstu önnur verk hans eru Ástarsaga, útg. 1958; Ham- ingjuskipti, 1964; Skipin sigla, 1966; Fellur að, ljóð, 1966; Blandað í svart- an dauðann, 1967; Brotabrot, 1968; Farðu burt skuggi, 1971; Djúpið, 1974; Þú, 1975; Sigling, 1978; Sing- arn Ri, 1986; Sáðmenn, 1989, og Kjallarinn, 1991. Hann samdi auk þess leikrit og einþáttunga sem sum voru flutt í útvarp.Þá gaf hann út tímarit um bókmenntir og menning- armál sem hann nefndi Óreglu. Steinar þótti snemma athygl- isverður og efnilegur höfundur, óragur í tilraunagerð, frumlegur og framúrstefnulegur og að vissu leyti frumkvöðull módernisma í íslenskri sagnagerð. Auk þess var hann at- hyglisvert skáld. Hann var afkasta- mikill þegar hann skrifaði en því miður var langvarandi óregla honum fjötur um fót. Steinar hefur án efa haft meiri og varanlegri áhrif á seinni tíma höf- unda heldur en fremur dræm um- fjöllun um hann gefur til kynna. Steinar lést 3.10. 1992. Merkir Íslendingar Steinar Sigurjónsson 85 ára Albert Guðlaugsson Áslaug Valdemarsdóttir Ester Guðlaugsdóttir Helga Þórðardóttir Sigurður H. Karlsson Sonja Ingibjörg Kristensen 80 ára Elsa Stefánsdóttir Kristján Sæmundsson 75 ára Elísabet Svavarsdóttir Kristín Einarsdóttir 70 ára Brynjólfur Garðar Lárentsíusson Ingibjörg Jónsdóttir Jakob Helgi Þórðarson Jensína Jónsdóttir Jón Gústafsson Margaret Petra Jónsdóttir Tryggvi Sigtryggsson Þorlákur Magnússon 60 ára Elín Þorbjarnardóttir Helga Þóra Þórsdóttir Ingibjörg Ingimundardóttir Jerzy Tadeusz Dubaj Margrét J. Ísdal Tryggvi Gunnarsson 50 ára Atli Sturluson Álfheiður Katrín Jónsdóttir Einar Valgeirsson Halla Hersteinsdóttir Hrönn Helgadóttir Bachmann Kristinn Karl Bjarnason Kristín Dóra Sigurjónsdóttir Sigríður Jónasdóttir Sigríður Margrét Snorradóttir 40 ára Arthur Karlsson Ásbjörn Leví Grétarsson Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir Biljana Stojanovic Bjarni Grímsson Ewa Zembrowska Gretar Þór Sæþórsson Herbert Elvan Heiðarsson Hjálmdís Zoëga Magnús Valdimar Vésteinsson Magnús Þór Harrýsson Margrét Helga Sævarsdóttir Sigríður Björk Ólafsdóttir Steinunn Kristín Friðriksdóttir Sveinbjörn Snorri Grétarsson Þórður Ásmundsson 30 ára Amber Rain Tyszka-Perrin Dawid Jan Jablonski Elva Hlín Harðardóttir Ewelina Kulakowska Heiða Ingvadóttir Helga Aðalbjörg Bjarnadóttir Lukasz Tarasiewicz Matthías Stephensen Sóley Thuy Duong Nguyen Til hamingju með daginn 40 ára Þórður ólst upp í Mosfellsbæ, býr þar, lauk prófum í véla- og orku- tæknifræði frá HR og er verkefnastjóri hjá Orku náttúrunnar. Maki: Erla Sigríður Er- lingsdóttir, f. 1976, bókari. Börn: Alexander, f. 2010, og Eva Karen, f. 2015. Foreldrar: Ásmundur Jónatansson, f. 1953, d. 1995, stýrimaður, og Sína Þorleif Þórðardóttir, f. 1953, móttökustjóri. Þórður Ásmundsson 40 ára Sveinbjörn býr í Garðabæ, lauk prófi í við- skiptafræði frá HR og er forstöðumaður hjá Ís- landsbanka. Maki: Irena Ásdís Ósk- arsdóttir, f. 1977, íþrótta- kennari. Börn: Kristian Óskar, f. 2004, og Halla Stella, f. 2007. Foreldrar: Grétar Har- aldsson, f. 1938, d. 2013, og Kristín S. Sveinbjörns- dóttir, f. 1941, d. 1992. Sveinbjörn S. Grétarsson 40 ára Steinunn ólst upp í Reykjavík, býr í Hafn- arfirði, lauk BA-prófi í ensku frá HÍ og er þýð- andi hjá 365 miðlum. Börn: Jóhanna Kristjáns- dóttir, f. 2002, og Friðrik Kristjánsson, f., 2009. Foreldrar: Jóhann Friðrik Kárason, f, 1943, fyrrv. starfsmaður hjá OLÍS, og Guðríður Dóra Axels- dóttir, f. 1944, fyrrv. starfsmaður hjá OLÍS. Þau búa í Hafnarfirði. Steinunn K. Friðriksdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is VE R T Leikur? Þetta verður veisla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.