Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ 13 Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Ísfell er eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi í þjónustu við sjávarútveginn. Fyrirtækið rekur alhliða heildsölu með útgerðar-, björgunar- og rekstrarvörur ásamt veiðarfæragerð undir nafninu Ísnet. Sterk staða Ísfells markast helst af góðu vöruúrvali, þjónustu og mikilli þekkingu starfsfólks á íslenskum sjávarútvegi. Hafðu samband við sölumenn okkar og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Fast þeir sækja sjóinn! Bjóðum öll veiðarfæri og tengdan búnað sem þarf um borð í íslensk fiskiskip Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgata 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður HAFNARFJÖRÐUR VESTMANNAEYJAR SAUÐÁRKRÓKUR HÚSAVÍK AKUREYRI ÞORLÁKSHÖFN www.isfell.is ÓLAFSFJÖRÐUR „Instafish er það sem við vilj- um kalla online brand fyrir ís- lenskan fisk, en ekkert slíkt er til í dag, sem er merkilegt þegar öll viðskipti eru meira eða minna að færast á netið,“ segir hann. Stefnan er sett á að selja 100 tonn á ári til að byrja með, en í fyrstu ætlar fyrirtækið að ein- blína á að selja til einstaklinga. Hann útilokar ekki möguleikann á því að selja til veitingastaða í Bandaríkjunum í framhaldinu. Þvert á móti er fyrirtækið þegar farið að skoða möguleikann á því að selja íslenskan fisk á veit- ingastaði, en hann segir að á veitingastöðum inn til landsins í Bandaríkjunum sé oft erfitt að nálgast hágæðafisk. ash@mbl.is dyrum Þ egar þjóðhagslegt mik- ilvægi fiskveiða berst í tal er gott að muna að áhrifin ná langt út fyrir sjálfar veiðarnar og vinnsluna. Ótalmörg fyrirtæki þjónusta sjávarútveginn með ýmsum hætti og oft að sjávarútveg- stengdar lausnir hafa myndað grunninn að því sem í dag er stór og fjölbreyttur rekstur. Hrannar Erlingsson er fram- kvæmdastjóri hugbúnaðarfyr- irtækisins Wise lausnir og segir ekki útilokað að fyrirtækið hefði aldrei orðið til ef ekki hefðu komið til verkefni fyrir sjávar- útveginn. Nær saga Wise allt aftur til ársins 1995 og fór starfsemin fyrst að taka á sig mynd hjá við- skiptalausnadeild fyrirtækisins Tölvumynda, en verður til í nú- verandi mynd upp úr aldamót- um, fyrst sem Maritech, en tók upp nafnið Wise lausnir árið 2013. Í dag starfa rúmlega 70 manns hjá Wise og sinnir fyr- irtækið hugbúnaðarþörfum um 500 fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Segir Hrannar að sjávarútvegsfyrirtæki myndi um 25% af viðskiptavinahópnum og er Wisefish-hugbúnaðurinn einn af aðalvörunum. Wisefish er viðskiptahugbún- aður sérsniðinn að þörfum fyr- irtækja sem höndla með fisk á einn eða annan hátt, hvort heldur í veiðum, vinnslu, sölu eða dreif- ingu. „Kerfið byggist á Dynamics NAV-viðskiptakerfi Microsoft og nýtist við flesta þætti rekstr- arins, s.s. bókhald, framleiðslu, sölu, innkaup og tilboðsgerð,“ segir Hrannar. Talar við önnur kerfi Eins og í öllum öðrum rekstri skiptir miklu fyrir stjórnendur í sjávarútvegi að hafa góða yf- irsýn. Bendir Hrannar á að Wi- sefish haldi utan um veiðar og veiðiaðferðir, hversu miklu er landað og hvaða tegundum. Einn- ig nýtist forritið til að vakta kvótastöðu og halda utan um framleiðsluferla. Má tengja Wi- sefish við önnur kerfi, eins og Innova-matvinnsluhugbúnaðinn frá Marel, og má láta kerfið tala við jaðartæki, s.s. vogir og hand- tölvur. „Svo er innbyggt í Wisef- ish HACCP-gæðakerfi sem nota má við alla framleiðsluna,“ út- skýrir Hrannar. „Í kerfinu má fá ítarlega sundurliðun á birgða- stöðu, s.s. eftir tegund afla, stærðum og magni, og mögulegt að láta Wisefish t.d. greina fram- legð af sölu. Gríðarmikið af upp- lýsingum verður til innan Wisef- ish um leið og byrjað er að nota hugbúnaðinn.“ Sókn á Noregsmarkað Í dag eru rétt um 60 íslensk fyr- irtæki sem nota Wisefish og segir Hrannar að í þeim hópi séu vel- flest stærri sjávarútvegs- og vinnslufyrirtæki landsins. Rekst- urinn þarf þó ekki að vera mjög stór til að borgi sig að innleiða Wisefish . „Um leið og starfsemin kallar á það að ráða fólk til vinnu fer Wisefish að vera mjög gagn- legt tæki og hentar minni aðilum ekki síður en þeim stærri.“ Er Wisefish orðið útflutnings- vara og hugbúnaðurinn notaður af fyrirtækjum í Noregi, Bret- landi, Þýskalandi, Bandaríkj- unum, og jafnvel lengst austur í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ljóstrar Hrannar því upp að fyr- irhugað sé að markaðssetja Wi- sefish af meiri krafti erlendis og stofnaði Wise fyrir skemmstu dótturfyrirtæki í Noregi til að efla söluna á því markaðssæði. „Töluverð samkeppni er þar fyrir á markaði, en þó er enginn með hugbúnað sem nær að gera ná- kvæmlega það sama og okkar.“ ai@mbl.is Hugbúnaður hannaður með fisk í huga Wisefish frá Wise lausn- um hefur náð góðri út- breiðslu í íslenskum sjávarútvegi og unnið er að því að ná fótfestu á erlendum mörkuðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.