Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Hamraborg 1 • Kópavogur • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is Hafsjór af þekkingu Sérhæfum okkur í sölu: Grunnur að góðum viðskiptum • Fyrirtækja • Aflaheimilda • Skipa og báta Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Í kjölfar þess að ungur Dalvík- ingur, Kristján Guðmundsson að nafni, lenti í slæmu vinnuslysi þegar hann vann við löndun árið 2011 ákváðu forsvarsmenn sjáv- arútvegsfyrirtækisins Samherja, með Kristján Vilhelmsson fram- kvæmdastjóra útgerðarsviðs í broddi fylkingar, að fyrirbyggja að annað eins vinnuslys kæmi aftur fyr- ir. Ekki á þeirra vakt. Setti Samherji saman hóp sem hafði það markmið að útbúa örygg- islausn fyrir löndunarstarfsmenn. Að borðinu voru meðal annars fengnir aðilar frá vélsmiðjunni Hamri og löndunarþjónustunni Val- eska á Dalvík. Skilaði hópurinn af sér tillögu að nýrri nothæfri örygg- islausn við löndun: Kristjánsbúrinu, sem var afhjúpað við hátíðlega at- höfn á Fiskideginum mikla á Dalvík árið 2013. Mörgum þótti fyrsta útgáfa Krist- jánsbúrsins óhentug fyrir þær sakir að búrið var fyrirferðarmikið og þungt. Kranar sem notaðir eru við löndun réðu sumir hverjir ekki við þyngd búrsins og nota þurfti lyftara um borð til þess að brúka það. Búrið hafði vart litið dagsins ljós þegar vinna við að betrumbæta það hófst. Í dag er nýjasta útgáfa þess um 200 kílóum léttari og hægt er að keyra inn í það með handtjakki. Öryggi var ástæðan en hliðarafurðin var aukin afköst Sævaldur Jens Gunarsson, sölustjóri Sæplasts sem annast sölu- og mark- aðssetningu Kristjánsbúrsins, segir að kerin sem notuð eru við löndun, og þá sérstaklega á þeim tíma þegar hugmyndavinna Kristjánsbúrsins fór fram, geti verið í alls konar ástandi. Þegar Kristjánsbúrið kom fram á sjónarsviðið hafi Sam- herjamönnum og löndunar- þjónustunni Valeska strax orðið ljóst að ekki þyrfti lengur að treysta á að hornin á kerunum sem hífa átti í lönduninni væru í lagi en ekki slitin. „Útgangspunkturinn var öryggis- mál, að það þyrfti ekki að treysta á að hornin á kerunum væru í lagi,“ segir Sævaldur en með Kristjáns- búrinu, sem lokast sjálfkrafa við híf- ingu og opnast sjálfkrafa þegar það lendir, er engin hætta á hruni ker- astæðu við löndun. Þegar Valeska hóf notkun búrsins kom á daginn að notkun þess jók af- köstin við löndun. „Þeir voru miklu fljótari að landa en þeir höfðu verið áður. Það var aukaverkun sem kom í ljós við þetta allt saman,“ segir Sævaldur en með notkun Kristjánsbúrsins varð starfs- maður sem áður var í því að húkka krókum í og úr kerum við hífingar óþarfur. „Þeir gátu gengið í að færa stæð- urnar inn í búrið og þurftu ekki að skoða höldin á neðsta kerinu. Áður fyrr var þetta spurning um hvort neðsta kerið væri í nægilega góðu ástandi til að hífa og olli það töfum í lönduninni. Það vandamál er úr sög- unni eftir að búrið kom,“ segir hann. Þegar búrið var kynnt á sínum tíma tilkynntu Samherji og Valeska, verktaki Samherja við löndun, að Kristjánsbúrið yrði notað við löndun framvegis. Að sögn Sævaldar er það raunin. „Samherji er búinn að nota þetta í þennan tíma. Þeir landa orðið ekki úr skipi án þess að hafa búrið með. Ef Valeskumenn sinna löndun ann- ars staðar en á Dalvík taka þeir búr- ið með sér þangað á kerru,“ segir Sævaldur en eitt Kristjánsbúr er notað í hverri löndun. Afhenda búr hægri vinstri Spurður hversu mörg fyrirtæki nýti Kristjánsbúrið nú um stundir segir Sævaldur að mikill áhugi sé á búrinu. Fiskmarkaður Vestfjarða á Bolungarvík fékk afhent búr í síð- ustu viku, annað fór á Fáskrúðsfjörð í gær og næsta búr er á leið til Vest- manneyja innan nokkurra vikna. Þá hefur eitt búr farið til Noregs. „Núna eru útgerðir og löndunar- þjónustur að taka við sér og taka næsta skref í þessu. Það er þannig með alla svona hluti að það þarf að prófa þetta fyrst. Þetta er dýrt verkfæri og menn kaupa það ekki að gamni sínu,“ segir Sævaldur en eitt búr kostar um þrjár milljónir króna. Hann hefur það eftir forsvars- mönnum löndunarþjónustunnar Va- lesku að kaupin á búrinu borgi sig upp á tiltölulega fáum löndunum, enda spari þeir sér mann og séu fljótari að landa nú en áður. Sjónvarpsþáttur um vinnuslysið vakti menn til umhugsunar Samúel Samúelsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vest- fjarða, sem fékk Kristjánsbúr af- hent í síðustu viku, segir það þegar hafa verið notað við löndun og virk- að gríðarlega vel. „Við keyptum það fyrst og fremst sem öryggisbúr. Slysin gera ekki boð á undan sér,“ segir Samúel en það vakti hann og aðra starfsmenn til umhugsunar þegar fjallað var um vinnuslys Kristjáns í sjónvarpsþættinum Neyðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 sl. haust. „Eftir að við sáum þáttinn á sínum tíma fórum við strax í að skoða þetta,“ segir Sam- úel. Spurður hvort stefnan sé sett á að herja á erlenda aðila í sjávarútvegi og kynna fyrir þeim Kristjánsbúrið kveður Sævaldur stöðuna þannig að kerum sé ekki landað í jafnmiklu magni erlendis og hér heima. Slík sóknarfæri séu þó fyrir hendi t.d. í Noregi og Færeyjum. „Þessi búr eiga alls staðar við þar sem menn eru að hífa ker í miklu magni. Þetta er þungt búr sem gerir kröfu á lestarnar að hægt sé að koma þar fyrir lyftara eða hand- tjakki. Búrið verður ekki notað í allra minnstu bátunum, þetta er lausn fyrir þá sem eru með mikið magn, þurfa mikil afköst og láta ör- yggi starfsmanna sig varða.“ ash@mbl.is Kristjánsbúrið tekst á flug Kristjánsbúrið varð til í kjölfar alvarlegs slyss en er í dag bylting- arkenndur löndunarbún- aður. Útgerðir og lönd- unarþjónustur eru að taka við sér, segir sölu- stjóri Sæplasts. Fengsæll Sævaldur Jens, sölustjóri Sæplasts, fiskar bæði við markaðssetningu Kristjánsbúrsins og ekki síður á stöng, eins og glöggt má sjá. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.