Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Nákvæmur bitaskurður Hámarks nýting Endalausir möguleikar Tel: (+354) 430 0600 | sales@valka.is | www.valka.is FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur Röntgenstýrð beina- og bitaskurðarvél N ú í vikunni útskrifaðist 18. árgangur nemenda við Sjávarútvegsskóla Há- skóla Sameinuðu þjóð- anna, sem starfræktur er á Ís- landi. Að þessu sinni luku námi alls tuttugu sérfræðingar frá fjór- tán löndum eftir sex mánaða þjálf- unarnám. Alls 11 þessara nema komu frá sjö Afríkulöndum, þrír frá jafn mörgum eyríkjum Kar- íbahafs og sex frá fjórum löndum í Asíu. Af tuttugu nemendum voru konurnar fimm, það er fjórðungur. Í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna er boðið upp á nám á ýmsum sérsviðum og var kennt á þremur þeirra í ár, það er fiski- fræði, gæðastjórnun í vinnslu og meðhöndlun afla og veiðistjórnun og markaðsmál. Rannsóknarverk- efni eru af ýmsum toga. Þau tengjast öll verkefnum sem sér- fræðingar sinna í heimalöndum sínum. Mörg nýtast einnig beint við stefnumótun sjávarútvegs þar. Hraður vöxtur og starfsemin eflist Starfsemi Sjávarútvegsskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna á Ís- landi hefur vaxið hratt síðustu ár og starfsemin eflst. Styttri nám- skeið hafa verið þróuð í samstarfi við sérfræðinga í ýmsum löndum og fyrrverandi nemenda skólans. Þá hefur verið stutt við ráð- stefnuhald á sviði sjávarútvegs. Því til viðbótar býður skólinn fyrrverandi nemendum sínum styrki til framhaldsnáms hér á landi í greinum tengdum sjávar- útvegi. Frá upphafi hafa nú 325 sér- fræðingar frá yfir 50 löndum lokið sex mánaða þjálfunarnámi við skólann. Þá hafa 1.100 manns, sem sömuleiðis koma víða frá í veröldinni, tekið þátt í styttri námskeiðum í samstarfslöndunum. Jafnframt því að styrkja sér- fræðikunnáttu, meðal annars í sjávarútvegsstofnunum, þá leggur skólinn ríkari áherslu á að afla og þróa þekkingu sem nýtist við stefnumótun ýmiskonar. Góð samvinna og ávinningur Sjávarútvegsskóli Háskóla Sam- einuðu þjóðanna er fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu sem hluti af fjölþættri þróunaraðstoð Ís- lendinga. Skólinn er rekinn af Hafrannsóknastofnun, í nánu sam- starfi við til að mynda Matís, Há- skóla Íslands, Háskólann á Ak- ureyri og Háskólann á Hólum. Að auki kemur fjöldi annarra stofn- ana og fyrirtækja að starfseminni. Í frétt frá Hafrannsóknastofnun segir að velgengni í starfsemi skólans í áranna rás sé ekki síst að þakka góðri samvinnu við fjölda stofnana á Íslandi og fyr- irtækja í sjávarútvegi. Hefur sú samvinna í seinni tíð jafnframt opnað fyrirtækjum og stofnunum hér á landi tækifæri til vaxtar og viðgangs í fjarlægum löndum. Stór hluti þjálfunarnámsins felst ein- mitt í heimsóknum til fjölda fyr- irtækja, stofnana og samtaka í sjávarútvegi. Í því er sagðu felast ávinningur fyrir alla, sem hluta eiga að máli. sbs@mbl.is Starfsemi Sjávarútvegs- skóla Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi er í sókn. 20 nemendur útskrif- uðust á dögunum. Nám- ið er hluti af þróun- araðstoð Íslendinga. Gleði Nemendur Sjávarúvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hér staaddir í heimsókn í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fiskurinn flakaður Við færibandið í vinnsluhúsi Odda hf. vestur á Patreksfirði Jafnframt því að styrkja sérfræðikunnáttu, meðal annars í sjávarútvegs- stofnunum, þá leggur skól- inn ríkari áherslu á að afla og þróa þekkingu sem nýt- ist við stefnumótun. Rannnsóknir nemenda nýtist í heimalöndunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.