Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ M arel er í ekki aðeins í hópi stærstu útflutningsfyr- irtækja Íslands heldur er það og í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Vöruframboð fyrirtækisins spannar allt framleiðsluferlið, frá frum- vinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir. Menn finna allt sem þeir þurfa á einum stað. Marel býður upp á mikið úrval háþróaðra tækja og hugbúnaðar, þar á meðal vogir, flokkara, skurð- arvélar, sagir, eftirlitsbúnað, beint- ínsluvélar, frysta og pökkunar- og merkingarvélar, svo eitthvað sé nefnt. Þá býður fyrirtækið upp á samþætt heildarkerfi sem henta á öllum helstu sviðum matvæla- vinnslu ásamt lausnum sem eru sérsniðnar að þörfum við- skiptavina. Meðal þessa búnaðar eru lausnir eins og FleXicut-flakavinnslukerfið, SensorX-beinleitarvélar og Revo- Portioner-skurðarvélin sem beitir lágþrýstingi við skurð á fiskvörum. Hafa þær allar hlotið góðar við- tökur og markað framfaraspor í vinnslu afurða. 500 beinleitarvélar Með tæknibúnaði sínum hefur Mar- el unnið landvinninga á und- anförnum árum. Á sýningu í Atl- anta í Bandaríkjunum í nýliðnum janúarmánuði seldi fyrirtækið til að mynda fimmhundruðustu SensorX- beinleitarvélina. Kaupandi var kjúklingaframleiðandi í Bandaríkj- unum og var þetta tólfta SensorX- vélin sem hann kaupir, og segist hvergi hættur, þær eigi eftir að verða fleiri. „Hún gjörbylti mat- vælavinnslu þegar hún kom fyrst á markað árið 2006 með mun ná- kvæmari og áreiðanlegri nið- urstöður en voru mögulegar með handskoðun. Síðan þá hefur Sen- sorX verið markaðsleiðtogi í beina- leit og hjálpað matvælaframleið- endum um allan heim að auka virði vöru sinnar og draga úr kvörtunum vegna beina,“ segir Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri hjá Marel, um undratæki þetta. Háþróuð tækni og hugbúnaður sem SensorX byggist á býður upp á mun nákvæmari beinaleit en önnur sjálfvirk beinleitarkerfi. Eitt leiðir af öðru, en velgengni SensorX í kjúklingaiðnaði hefur leitt til nýrr- ar vöruþróunar í öðrum iðnaði. Til dæmis í kjötiðnaði þar sem vélin finnur ekki aðeins bein og aðskota- hluti heldur mælir einnig nákvæma fituprósentu. Stella Björg segir SensorX eina af allra vinsælustu vörum Marels. Meðan haldið væri áfram að þróa tæknina og nýjar lausnir í beinaleit væri fyrirtækið einnig að fara inn á nýja markaði til dæmis í kjöti og nýta sömu kjarnatækni til að finna bein og greina fituprósentu. Vatnsskurður eykur gæði og nýtingu Önnur nýleg lausn úr vöruþróun Marels sem verið hefur að breiðast út um jarðir, innan lands sem utan, er FleXicut-vatnsskurðarvélin. Hún er sögð auka gæði og nýtingu í vinnsluferlinu sem muni skila mikilvægri aukningu í verðmætum. Vatnsskurðurinn hafi það umfram hefðbundinn hnífsskurð að hann bjóði upp á mun meiri sveigjanleika og nákvæmni. Með tilkomu þess- arar tækni muni ákvarðanataka um beingarðsskurð og niðurhlutun flaksins færast frá starfsfólki á snyrtilínum yfir í FleXicut. Það leiði til betri nýtingar og meðhöndl- unar hráefnis. Stella Björg segir FleXicut fyrsta skrefið í nýrri kynslóð vinnslulína fyrir hvítfisk. Með tilkomu lausn- arinnar hafi mannfrekt ferli við beingarðsskurð verið vélvætt, sem umbylti vinnslunni. Hún sameini tvö mikilvæg skref í vinnsluferlinu; að finna beingarðinn með háþróaðri röntgentækni og fjarlægja hann af mikilli nákvæmni. Hún skeri bein- garð úr ferskum þorsk-, ýsu- og ufsaflökum, hluti þau niður í bita eftir ákveðnum skurðarmynstrum með mikilli nákvæmni með eða án roðs. Frátaka beingarðs sé sjálfvirk og hið sama er að segja um flokkun á afurðum eftir skurðinn þar sem hægt sé að skilja sporð, hnakka og þunnildi hvað frá öðru og senda inn á til dæmis frysti eða pökk- unarflokkara. Færibönd flytja svo afurðarhlutana á pökkunarstöðvar með sem minnstu hnjaski á leiðinni í lokapakkninguna. Laxaflökunarvél vekur athygli Fisk Seafood á Sauðárkróki var fyrst fyrirtækja til að prufa frum- gerð af FleXicut-skurðarvél fyrir sjávarútvegssýninguna í Brussel 2014. Voru þær prófanir mikilvægar fyrir þróun á vélinni fyrir Marel. Vorið 2015 gekk Fisk Seafood svo frá kaupum á FleXicut-vatnsskurð- arvél ásamt sjálfvirkri afurðadreif- ingu og nýjustu gerð ferskfiskflokk- ara. Því til viðbótar eru komnar upp tvær vélar hjá Vísi í Grindavík, ein hjá Jakobi Valgeiri á Bolungarvík og loks ein hjá Norway Seafood í Danmörku. Bylting í fiskiðnaði Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Boston stendur nú yfir og segir Stella Björg að bás Marels hafi ver- ið vel sóttur. Þar hefur einna mesta athygli vakið ný flökunarvél fyrir lax. „Þótt við séum ekki með hana hér á básnum erum við líka að kynna FleXicut hér. Virðast menn mjög spenntir fyrir henni, sér- staklega fyrirtæki í Alaska þar sem sjávarútvegur er umfangsmikill. Vélin verður kynnt og sýnd í notkun í starfsstöð Marels í Seattle á vest- urströnd Bandaríkjanna í maí. Frá og með því hefjum við sölu og sókn með FleXicut inn á Norður- Ameríkumarkað,“ segir Stella. RevoPortioner er skurðar- og mót- unarvél sem hefur notið mikillar velgengni undanfarin ár í kjúklinga- iðnaði. Þessi lausn hefur nýverið ratað inn í fiskiðnað á Íslandi. Fyrsta skrefið í þá átt steig HB Grandi í samstarfi við Marel. „HB Grandi bar fljótt kennsl á þau tæki- færi sem felast í notkun RevoPor- tioner í fiskiðnaði. Með RevoPortio- ner getur HB Grandi aukið verðmæti framleiðslu sinnar með því að breyta afskurði í dýrmæta gæðavöru,“ segir á heimasíðu Mar- els. Með vélinni er hægt að útbúa lokaafurð úr afskurði og marningi sem er ávallt eins í laginu, jafnstór og jafnþung, m.a. fiskfingur, fisk- borgara, fisknagga og fiskbuff. „Reynsla okkar af RevoPortioner er mjög góð og hefur í för með sér Í fararbroddi á heimsvísu Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá því starfa yfir 4.600 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í fleiri en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila. Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði. Framsæknar tækja- og hugbúnaðarlausnir frá Marel gera framleiðendum kleift að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi vinnslunnar. Ljósmynd Marel/Birt með leyfi Áhugasamir Gestir á bás Marels í Boston í vikunni sýndu nýju flökunarvélinni fyrir lax mikla athygli. Hátækni Tæknilausnir frá Marel er mjög víða að finna í kjötvinnslu. Á ferð um þennan rekka eru kjúklingarnir m.a. vigtaðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.