Fréttablaðið - 10.01.2017, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —8 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 0 . J a n ú a r 2 0 1 7
Fréttablaðið í dag
sKOðun Linda Markúsdóttir
skrifar um afskiptaleysi gagnvart
íslenskunni. 13
spOrt Strákarnir okkar hefja
leik á HM eftir tvo daga. Þrír
ungir strákar fengu mikilvægar
mínútur á æfingamótinu í Dan-
mörku og stóðu sig vel. 16
Menning Þrjár gjörningalista-
konur sýna á næstunni seríu
gjörninga í skemmtilegu en
óvenjulegu galleríi. 22
lÍFið Fótbolta-
konan Lára
Kristín fær
smjörþefinn
af djamminu í
starfi sínu sem
leigubílstjóri. 30
plús 2 sérblöð l FólK l bÍlar
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
FrÍtt
Ókeypis kynningartími
10. janúar kl. 20.00
Ármúli 11, 3. hæð
Skráning á: www.dale.is
Skapaðu nýtt sjónarhorn
www.lyfja.is
Heilsutjútt
4.–15. janúar
Skoðaðu úrvalið
í netverslun Lyfju
30%
AFSLÁT
TUR
Allt að
af heils
uvörum
HeilbrigðisMál Um 22 prósent
aukning varð í nýgengi örorku-
mats á nýliðnu ári.
„Þetta er algjörlega óviðunandi
staða,“ segir Hannes G. Sigurðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins og stjórnarfor-
maður VIRK.
Í fyrra fengu 1.796 einstaklingar
úrskurð um 75 prósent örorku-
mat. Hannes segir alvarlegt að svo
margir hverfi af vinnumarkaði
vegna vandamála sem ættu oft að
vera meðhöndlanleg. – jhh / sjá síðu 6
Talsverð fjölgun
nýrra öryrkja
Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, var hugsi áður en fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll. Sáttmálinn var samþykktur einróma á fundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Hannes G. Sigurðsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/HAnnA
Samstarf um nýja ríkisstjórn samþykkt
Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar verður kynntur í dag en samstarf flokkanna var samþykkt í gær
af stofnunum þeirra. Ráðherraskipan liggur ekki fyrir. Fundarmenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar tókust á um skattaskjólsskýrslu.
stJórnMál Stjórn Bjartrar framtíðar,
flokksráð Sjálfstæðisflokksins og ráð-
gjafaráð Viðreisnar samþykktu í gær-
kvöldi stjórnarsáttmála flokkanna
þriggja. Ný ríkisstjórn og stjórnar-
sáttmáli hennar verða kynnt í dag.
Ráðherraskipan liggur enn ekki fyrir
en verður ákveðin í kvöld.
Meðal þess sem kemur fram í
stjórnarsáttmálanum er að þings-
ályktunartillaga verður lögð fram
fyrir lok þings um hvort kjósa eigi
um áframhaldandi aðildarviðræður
við Evrópusambandið. Peningastefna
landsins verður endurskoðuð strax í
upphafi og breytingar á búvörusamn-
ingum verða skoðaðar. Fæðingarorlof
verður hækkað í skrefum og fyrirtæki
sem hafa 25 eða fleiri starfsmenn
þurfa að taka upp jafnlaunavottun.
Fyrir liggur að dómsmálaráðu-
neyti verður komið á fót. Ekki er
ljóst hvort einn ráðherra verður yfir
því eða hvort einhver mun fara með
fleiri en eitt ráðuneyti. Björt framtíð
fær tvo ráðherra, Viðreisn þrjá og
Sjálfstæðisflokkur fimm.
Fjölmennur fundur flokksráðs
Sjálfstæðisflokksins hófst klukkan
átta og var lokið um klukkustund
síðar. Sáttmálinn var samþykktur
með lófaklappi.
„Fundurinn gekk vel. Við fórum
ítarlega yfir sáttmálann og ræddum
hann í þaula,“ segir Benedikt Jóhann-
esson í samtali við fréttastofu. Um sex-
tíu manns voru á fundi ráðgjafaráðs
Viðreisnar og samþykktu þeir sátt-
málann að honum loknum skömmu
fyrir klukkan tíu. Nokkrir sátu hjá í
atkvæðagreiðslunni til að láta í ljós
óánægju sína með að skýrsla um
eignir Íslendinga í skattaskjólum hafi
ekki verið lögð fram fyrir kosningar.
Fundur Bjartrar framtíðar hófst
á undan hinum tveimur en honum
lauk skömmu fyrir klukkan ellefu.
Stjórnarsáttmálinn lagðist vel í
fundar menn en líkt og á fundi Við-
reisnar var nokkuð rætt um skýrsl-
una. Að umræðum loknum fór fram
rafræn atkvæðagreiðsla. Sjötíu manns
tóku þátt í kosningunni, 51 sagði já,
átján sögðu nei og einn sat hjá.
„Ég get ekki sagt til um hvernig
fundurinn fer,“ sagði Óttarr Proppé,
formaður Bjartrar framtíðar, fyrir
fundinn. Ekki náðist í formanninn
að fundi loknum áður en Frétta-
blaðið fór í prentun. – jóe / sjá síðu 4
1
0
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
E
5
-6
3
C
8
1
B
E
5
-6
2
8
C
1
B
E
5
-6
1
5
0
1
B
E
5
-6
0
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K