Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 2
Fornt hús á flakki
Timburhúsið, sem áður prýddi Vegamótastíg 9, var í gær flutt á nýjan stað. Héðan í frá mun það standa á Grettisgötu 54B. Húsið var byggt árið 1904 og er
friðað sökum aldurs. Á árum áður bjuggu Halldór Kiljan Laxness og Jóhannes Kjarval í húsinu, þó ekki samtímis. Fyrirhugað er að fimm hæða hótel muni
rísa á lóðum Vegamótastígs 7 og 9. Lóðin á númer 7 hefur staðið auð síðan Herdísarbær var rifinn á sjöunda áratug síðustu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Veður
Hægur vindur á landinu og dálítil él, en
norðaustan 10-15 m/s og snjókoma
norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum.
Frost yfirleitt 0 til 8 stig. sjá síðu 20
2
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Dalbraut 1
• Hringbraut 35
• Fálkagötu 18
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
Heilbrigðismál Lilja Bára Krist-
jánsdóttir, móðir fjórtán ára stúlku
á Dalvík, segir læknavísindin standa
ráðþrota gagnvart blæðingum dótt-
ur sinnar, Heklu Rúnar Árskóg.
Blætt hefur daglega úr augum, nefi
eða eyrum hennar síðan í nóvem-
ber 2014. Sjálfskaðahegðun og
sjálfsvígshugsanir eru farnar að
skjóta upp kollinum vegna þessara
blæðinga.
„Þetta byrjar allt í nóvember
2014 þegar hún fær smá högg á
kinnbeinið, síðan þá hefur blætt
daglega, úr augum og nefi og
eyrum. Einnig hefur hún kastað
upp blóði. Það virðist vera þann-
ig að læknavísindin sjái ekkert
líkamlega athugavert við hana og
við fáum litla sem enga hjálp,“ segir
Lilja Bára.
Lilja Bára segir dóttur sína nú í
sambandi við geðlækni til að hjálpa
til við andlegt heilbrigði hennar
en síðasta árið hefur heilsu hennar
hrakað mikið.
„Að finna bréf sem hún hefur
falið inn í herbergi hjá sér um að
lífið sé ekki þess virði að lifa því og
að hún eigi ekki að lifa og sjá teikn-
ingar veldur gríðarlegum áhyggjum
og þá stendur manni ekki á sama,“
segir Lilja Bára.
Augnlæknir í Reykjavík sagðist
ekki geta gert neitt fyrir dótturina
þar sem myndir af blæðingum
dótturinnar væru líklega falsaðar
og að þetta væri allt sviðsett. Lilja
Bára kveðst skilja tortryggnina og
að fólk haldi að þetta sé tilbúningur
hjá þeim mæðgum.
„Ég hef alveg fengið þær upplýs-
ingar eins og þetta sé teiknað, en
þegar fólk sér þetta þá liggur það í
augum uppi að þetta er ekki upp-
Segir augnblæðingu hjá
dóttur sinni ekki fölsun
Blæðingar úr augum, eyrum og nefi fjórtán ára stúlku á Dalvík virðast ráðgáta
læknavísindanna. Stúlkan finnur fyrir kvíða og hefur íhugað sjálfsvíg segir
móðirin sem kveður augnlækni hafa sagt myndir af blæðingunum falsaðar.
Fólk hefur horft á
hana byrja að blæða
í skólanum. Skólasystkini og
starfsfólk
skólans hefur
séð þetta
gerast.
Lilja Bára Kristjáns-
dóttir
Blætt hefur daglega úr augum, eyrum og nefi Heklu Rúnar Árskóg síðan í nóvember
árið 2014 að sögn móður hennar
spuni,“ segir Lilja Bára. „Fólk hefur
horft á hana byrja að blæða í skól-
anum. Skólasystkini og starfsfólk
skólans hefur séð þetta gerast. Ég
hefði líka haldið að hún væri orðin
þreytt á því ef hún væri að búa til
sömu söguna í allt að tvö ár. Það er
líka þreytandi að hlusta á að þetta
sé einhver tilbúningur. Það er erfitt
að fá engin svör og vita ekkert hvað
veldur.“ sveinn@frettabladid.is
slys Þýsk kona sem féll í sjóinn
við Kirkjufjöru skammt austan
Dyrhólaeyjar um hádegisbil í gær
var úrskurðuð látin við komu til
Reykjavíkur.
Allt tiltækt lið lögreglu og björg-
unarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu
Landhelgisgæslunnar og björg-
unarskipsins Þórs, var kallað út
um klukkan 13 í gær eftir að til-
kynnt var um að konan hefði farið
í sjóinn.
Mikið brim var í fjörunni og voru
aðstæður til leitarinnar því erfiðar.
Konan fannst vestast í Reynisfjöru
klukkan rúmlega 14 eftir um einnar
klukkustundar leit og var flutt með
þyrlunni til Reykjavíkur.
Konan, sem var 47 ára, var í för
með fjölskyldu sinni. Eiginmaður
hennar og tvö börn lentu einnig í
sjónum en tókst að koma sér upp
úr og sluppu ómeidd.
Lát konunnar í gær er það þriðja
á þessum slóðum á tíu árum. – hh
Ferðakona fórst
í Kirkjufjöru
fasteignir Ríkið kaupir jörðina Fell
við Jökulsárlón á grundvelli laga um
náttúruvernd, að því er segir í frétt
fjármálaráðuneytisins.
Fell var að ósk eigenda selt í
nauðungarsölu til að slíta sameign á
landinu þar sem eigendurnir komu
sér ekki saman um nýtinguna. Mikil
ferðaþjónusta er við Jökulsárlón.
Í viðskiptunum nýtir ríkið sér
forkaupsrétt og gengur inn í hæsta
tilboð sem nam 1.520 milljónum
króna. Hátt í 40 einstaklingar og
nokkur félög eiga Fell. – gar
Kaupir Fell á 1,5
milljarða króna
Við Jökulsárlón. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
samfÉlag Tólfan, stuðningssveit
íslensku knattspyrnulandsliðanna,
varð í öðru sæti í vali FIFA á stuðn-
ingsmönnum ársins 2016. Stuðn-
ingsmenn Liverpool og Dortmund
hlutu verðlaunin, fengu 46 prósent
atkvæða en Tólfan 31 prósent .
Benjamín Hallbjörnssonog
Styrmir Gíslason voru í Zürich í gær
fyrir hönd Tólfunnar. „Þetta er rosa-
lega skrítið,“ sagði Benjamín um
upplifunina. – jóe
Mikil upplifun
Tólfumanna
Tólfumenn hittu Ronaldo hinn brasil-
íska. MYND/BENJAMÍN HALLBJÖRNSSON
1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r i ð j u D a g u rf r É t t i r ∙ f r É t t a b l a ð i ð
1
0
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
E
5
-6
8
B
8
1
B
E
5
-6
7
7
C
1
B
E
5
-6
6
4
0
1
B
E
5
-6
5
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K