Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 4
www.apotekarinn.is - lægra verð NICOTINELL Gildir af öllu lyfjatyggigúmmíi, öllum styrkleikum og pakkningarstærðum. 15%AFSLÁTTUR Nicotinell-15%-5x10-apotekarinn copy.pdf 1 29/12/16 15:05 Stjórnmál Fjórir þingmenn hafa óskað eftir fundi í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis til þess að ræða skýrslu starfshóps fjármála- og efna- hagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Skýrslan var birt opinberlega á föstudag. Í fréttum RÚV hefur verið fullyrt að skýrslunni hafi verið skilað til ráðuneytisins 13. september og að Bjarni hafi fengið kynningu á henni 5. október. Gagnrýnt hefur verið að skýrslan hafi ekki verið birt opinberlega sam- stundis, eða fyrir kosningar 29. októ- ber. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, óskaði á laugardag eftir fundi í efna- hags- og viðskiptanefnd. Nefndar- mennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Elsa Lára Arnar- dóttir, fulltrúi Framsóknarflokks, og Smári McCarthy, fulltrúi Pírata, hafa síðan tekið undir þá ósk. „Það er forkastanlegt ef menn hafa verið að halda einhverju svona gagni frá þinginu,“ segir Logi Einars- son. „Það er auðvitað rétt að minna á það að kosningunum er flýtt vegna þessara mála í tengslum við Panama- skjölin. Þetta er hluti af sömu umræðu og það er algjört lykilatriði að formaður efnahags- og viðskipta- nefndar boði fund strax í dag eða á morgun.“ Logi treystir sér ekki til að segja hvort efni skýrslunnar hefði haft áhrif á kosningabaráttuna. „Það er ómögulegt að segja en það er vel mögulegt.“ Katrín Jakobsdóttir fullyrðir ekki heldur um slíkt. „En stóra málið finnst mér vera að svona gögn á auðvitað bara að birta þegar þau liggja fyrir. Ég er ekki viss um að þessi gögn hefðu haft áhrif á kosningabaráttuna, en það á ekki að hafa áhrif á það hvenær svon gögn eru birt,“ segir Katrín. Slök dómgreind og klúður segir Benedikt „Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. Slök dómgreind segir formaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson fékk kynningu á skýrslu um aflandseignir Íslendinga í byrjun október. Hún var gerð opinber á föstudag. FréttaBlaðið/eyþór „Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir Smári McCarthy. Þingflokkur Pírata sagði í yfir- lýsingu í gærkvöldi að Bjarni hefði látið persónulega og pólitíska hags- muni sína ganga fyrir hagsmunum almennings með því að birta ekki skýrsluna þegar hann fékk hana afhenta. „Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Benedikt upplýsti í gær í lokuðum hópi á Facebook sem trúnaðarmenn Viðreisnar hafa aðgang að hann hefði rætt málið við Bjarna og af því samtali megi ráða að um hafi verið að ræða frekar „klaufaskap og lélega dóm- greind en ásetning um feluleik“, eins og Benedikt segir í færslu sem lesa má hér að ofan. jonhakon@frettabladid.is Stjórnmál Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri- grænna, sendi umboðsmanni Alþingis bréf í gær, til að fá úr því skorið hvort Bjarni Benediktsson hafi brotið gegn siðareglum ráð- herra þegar hann ákvað að birta ekki skýrslu um aflandsfélög fyrr en allnokkru eftir að hún lá fyrir í ráðu- neyti hans. „Mér finnst brýnt að fá mat á því hvort það samræmist siðareglum ráð- herra að halda upplýsingum svo lengi frá almenningi sem raun ber vitni og ekki síst þegar upplýsingarnar varða beinlínis samfélagsumræðuna í aðdraganda kosninga eins og hér er,“ segir Svandís um tilurð þess að hún sendi umboðsmanni bréfið. Þar stendur í inngangi gildandi siðareglna að koma megi á framfæri ábendingum til umboðsmanns ef spurningar vakna um brot á siða- reglunum. Eins og komið hefur fram hafnar Bjarni því alfarið að hafa setið á skýrslu starfshópsins fram yfir kosningar – en hann kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum. Vísbendingar hafa komið fram um að dagsetningum á skýrslunni hafi verið breytt, og Bjarni hefur sjálfur beðið afsökunar á ósamræmi í viðtölum um hvenær hún var í raun tilbúin. Svandís telur nauðsynlegt að ákvörðun Bjarna um að birta skýrsluna ekki almenningi strax verði skoðuð í samhengi við 6. grein c. umræddra siðareglna en þar segir: „Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefj- ist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.“ – shá Umboðsmaður kanni hvort fjármálaráðherra braut siðareglur Svandís Svavarsdóttir. Klúður Bjarna merki um slaka dómgreind Sæl, ekki þarf að fjölyrða um að klúðrið í kringum birtingu á skýrslunni um aflandseyjar og skattaundanskot er afar slæmt og sýnir að nýrra vinnu- bragða er þörf. Þingflokkur okkar heyrði frá BB í dag og ég hygg að miðað við hans frásögn hafi verið um að ræða klaufa- skap og slaka dómgreind en ásetning um feluleik, það breytir því ekki að mín skoðun (og allra í þingflokknum) er sú að hann hefði átt að birta skýrsluna strax og hann fékk hana í hendur. Einmitt þetta undirstrikar áherslur okkar um að hugsa hlutina upp á nýtt. Vinnubrögð af þessu tagi verður að uppræta. Ég er for- maður í Efna- hags- og við- skiptanefnd og setti mig strax í morgun í samband við vara- formann um að við ættum að boða til fundar í nefnd- inni hið snarasta. Ég var svo líka í sambandi við Katrínu Jakobsdóttur, sem bað um fundinn, og við ræddum um mögulegan tíma og hverjir ættu að koma fyrir nefndina. Fundurinn hefur þegar verið boðaður og verður haldinn næstkomandi fimmtudag vegna þess að óskað var eftir því af einum nefndarmanni að hafður yrði góður fyrirvari að fundinum. Skýrslan sjálf er hið þarfasta plagg og mikilvægt innlegg í umræðuna. Vegna þess að ég reikna með að fæstir séu búnir að lesa hana þá er rétt að undir- strika að hún fjallar ekki um neina einstaklinga. Mikilvægt að láta þetta mál ekki yfir- skyggja allt okkar góða starf. Úr færslu Benedikts jóhannes- sonar, formanns Viðreisnar, í Facebook- hópi flokks- manna. Mér finnst brýnt að fá mat á því hvort það samræmist siðareglum ráðherra að halda upplýs- ingum svo lengi frá almenn- ingi sem raun ber vitni og ekki síst þegar upplýsing- arnar varða beinlínis sam- félagsumræðuna í aðdrag- anda kosninga. Svandís Svavarsdóttir alþingismaður 1 0 . j a n Ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r4 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a Ð I Ð 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E 5 -7 C 7 8 1 B E 5 -7 B 3 C 1 B E 5 -7 A 0 0 1 B E 5 -7 8 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.