Fréttablaðið - 10.01.2017, Page 6

Fréttablaðið - 10.01.2017, Page 6
BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA HYUNDAI Santa Fe III Style. Nýskr. 01/15, ekinn 52 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 5.990 þús. kr. Staðsetning: Hyundai, Kauptúni 1 NISSAN Leaf Acenta 24kw. Nýskr. 03/15, ekinn 42 þ.km, rafmagn, sjálfskiptur. VERÐ 2.890 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 NISSAN Note Acenta Plus. Nýskr. 10/14, ekinn 24 þ.km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ 2.480 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 SUBARU Outback LUX. Nýskr. 08/14, ekinn 34 þ.km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ 4.580 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 RENAULT Clio Sport Tourer. Nýskr. 02/15, ekinn 46 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 2.340 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 HYUNDAI I30 Classic. Nýskr. 04/15, ekinn 43 þ.km, bensín, beinskiptur. VERÐ 2.290 þús. kr. Staðsetning: Hyundai, Kauptúni 1 Rnr. 121164 Rnr. 143833 Rnr. 283992 Rnr. 283876 Rnr. 370293 Rnr. 192302 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 7 9 4 5 1 B íl a la n d A lm e n n 2 x 3 8 1 0 ja n Komnar í fullorðinna kvenna tölu Annan mánudag í janúar ár hvert er í Japan dagur þeirra sem náð hafa tvítugsaldri undanfarið ár, en þá teljast Japanar komnir í fullorðinna manna tölu. Þessar ungu konur klæddu sig í litríka kímonóa í tilefni dagsins í gær, nýkomnar af hátíðlegri athöfn í Toshimaen-skemmtigarðinum í Tókýó. Fréttablaðið/EPa Heilbrigðismál „Tölurnar tala sínu máli. Þrátt fyrir það mikla og góða starf sem við höfum verið að vinna hjá VIRK við að aðstoða fólk sem lendir í vanda, og við höfum náð miklum árangri, þá heldur samt þessi þungi straumur áfram sem hefur verið undanfarinn áratug. Og þetta er algjörlega óviðunandi staða,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins og stjórnarfor- maður VIRK. Á síðasta ári fengu 1.796 ein- staklingar úrskurð um 75 prósent örorkumat. Það er 22 prósentum fleiri en árið á undan  og var jafn mikil fjölgun á meðal karla og kvenna. Aukning í nýgengi örorku- mats var 19 prósent árið 2015, um 23 prósent á meðal kvenna og 14 prósent hjá körlum. Sé litið til síð- ustu tíu ára voru 44 prósent fleiri nýir öryrkjar árið 2016 en árið 2007. Aukning í nýgengi örorkumats hjá konum á aldrinum 20-39 var um 60 prósent í fyrra en um 12 prósent hjá konum á aldrinum 40-64 ára. Þessu er öfugt farið meðal karla. Þar er aukning í aldurshópnum 20-39 ára um 19 prósent en 28 prósent í aldurshópnum 40-64 ára. Hannes segir það alvarlegt að svona margir einstaklingar hverfi vanalega af vinnumarkaði vegna vandamála sem ættu í mörgum tilvikum að vera meðhöndlanleg. Nýjum öryrkjum fjölgaði um 22 prósent Um 22 prósent aukning varð í nýgengi örorkumats á síðasta ári. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega. Lítill hvati fyrir konur hvað tekjur varðar að fara aftur á vinnumarkaðinn. 1. 24 7 1. 34 3 1. 52 8 1. 24 3 1. 16 3 1. 27 2 1. 45 4 1. 23 5 1. 47 1 1. 79 6 ✿ Fjölgun fólks með 75% örorkumat 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 „Sem er þá yfirleitt stoðkerfisvandi eða einhvers konar geðrænn vandi,“ segir hann Í gögnum frá VIRK kemur fram að ýmsar kerfislegar ástæður leiði til þess að konur fari frekar á endur- hæfingarlífeyri eða örorkulífeyri eftir að hafa verið hjá VIRK. Það skýrist meðal annars af greiðslu skattfrjáls ótekjutengds barnalíf- eyris, sem verður til þess að lítill tekjulegur hvati er fyrir konur að fara í vinnu. Sérstaklega ef konurnar eiga börn. Hannes segir mikilvægt að breyta örorkumati þannig að horft sé á starfsgetu einstaklings í stað þess að horfa á skort á getu hvers ein- staklings til að starfa. Umræða um slíkar breytingar hafi staðið yfir frá árinu 2007, en ekki enn ratað í lög. „Það er alls ekki rétt nálgun að þessum vanda að vera með þessa áherslu á vangetuna frekar en get- una. Það á að beina sjónum að því hvað fólk getur og efla styrkleika þess,“ segir Hannes. jonhakon@frettabladid.is Það er alls ekki rétt nálgun að þessum vanda að vera með þessa áherslu á vangetuna frekar en getuna. Hannes Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SA og stjórnarformaður VIRK 1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r i ð j U D a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E 5 -9 0 3 8 1 B E 5 -8 E F C 1 B E 5 -8 D C 0 1 B E 5 -8 C 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.