Fréttablaðið - 10.01.2017, Page 8

Fréttablaðið - 10.01.2017, Page 8
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 7 -0 0 1 3 Arnhild Gjönnes, lögmaður hjá NHO og sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa Public procurement and the way forward Dagmar Sigurðardóttir, yfirlögfræðingur Ríkiskaupa Kröfur opinberra aðila til fyrirtækja í útboðum – ýmis álitaefni Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnarformaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja Mun næsta tæknibylting hafa áhrif á opinber innkaup? Theódóra Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður bæjarráðs Kópavogs Opinber innkaup eiga að vera stjórntæki – til að ná fram hagkvæmari rekstri, trausti og bættri hegðun Fundarstjóri er Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Opinber innkaup - getum við gert betur? Opinn fundur Samtaka iðnaðarins fimmtudaginn 12. janúar kl. 8.30–10.30 á Grand Hótel Reykjavík Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8. Skráning á www.si.is Dagskrá Grikkland Miklir kuldar með snjó- komu hafa hrjáð íbúa í suðaustan- verðri Evrópu undanfarið. Tugir hafa látið lífið. Flóttafólk á grísku eyjunum við Tyrkland hefur átt erfitt í kuld- unum, enda hefst það við í flótta- mannabúðum þar sem húsnæðið er einungis hugsað til bráðabirgða. Svipaða sögu er að segja af flótta- fólki víðar á Grikklandi, í Ungverja- landi, Serbíu og Búlgaríu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja stjórnvöld í þessum ríkjum engan veginn standa í stykkinu. Sama megi segja um Evrópusambandið, sem ásamt stjórnvöldum ríkjanna ber ábyrgð á því að aðstæður flóttafólksins séu sómasamlegar. Í Grikklandi var í gær spáð enn harðnandi frosti, allt niður í sextán stiga frost. Gríska dagblaðið Kathimerini skýrir frá því á fréttavef sínum að vatnsskortur hrjái einnig mörg heimili í Þessalóníku vegna frost- skemmda á vatnsrörum. Þá hafi flestir skólar á þeim slóðum verið lokaðir vegna veðurs í gær. – gb Flóttafólk í vanda vegna kulda í Suðaustur-Evrópu Töluvert hefur snjóað í Istanbúl í Tyrklandi með frosti undanfarið. FréTTablaðIð/EPa Tækni Bílarisinn Volkswagen kynnti hönnun nýrrar útgáfu rúgbrauðsins víðfræga á bílasýningunni North American International Auto Show í gær. Volkswagen T1, rúgbrauðið svo- kallaða, er sendiferðabíll sem gerði garðinn frægan á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Nýja útgáfan kallast I.D. Buzz og er nútímalegri uppfærsla. Ef bíll- inn verður framleiddur mun hann ganga fyrir rafmagni og verða sjálf- stýrður. Bíllinn á að komast um 435 kíló- metra á fullri hleðslu. Þá verða fram- sætin þannig útbúin að þegar bíllinn styðst við sjálfstýringu sé hægt að snúa þeim aftur á við svo farþegarnir geti setið augliti til auglitis. I.D. Buzz er enn á hugmyndastigi svo ekki er víst hvort hann verði nokk- urn tímann framleiddur. Hins vegar hefur Volkswagen heitið því að selja milljón mismunandi rafbíla árlega þar til 2025. Því gætu áform um nýtt rúg- brauð orðið að veruleika. – þea Sjálfkeyrandi rúgbrauð T1 og I.D. buzz sem mun verða sjálfstýrður rafmagnsbíll. MynD/VolkswagEn Vinnumarkaður Alls hafa 36 fyrir- tæki í fiskvinnslu sagt upp fleiri en einum starfsmanni vegna vinnslu- stöðvunar á fiski sökum verkfalls sjómanna sem staðið hefur yfir síðan 14. desember síðastliðinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um hálfum milljarði verði varið úr atvinnuleysistryggingasjóði í janúarmánuði einum vegna verk- falls sjómanna. Sjómannaverkfallið hefur að sögn Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi haft skaðleg áhrif á markaði erlendis og eru margir hverjir í hættu vegna verkfallsins og útflutn- ingstekjur hafa dregist saman. Um 1.100 manns hefur verið sagt upp í fiskvinnslum landsins og eru flest störfin á Norðurlandi eystra. Allt að því jafnmörgum starfsmönn- um hefur verið sagt upp á höfuð- borgarsvæðinu og á Suðurnesj- unum samanlagt og á Norðurlandi Greiða hálfan milljarð vegna verkfalls Atvinnuleysistryggingasjóður áætlar að greiða hálfan milljarð króna í janúar vegna verkfalls sjómanna. Ellefu hundruð starfsmönnum í fiskvinnslu hefur verið sagt upp. Markaðir erlendis eru sagðir vera í hættu. Nýr fundur boðaður í deilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. sjómenn hafa ítrekað hafnað nýjum kjarasamningi. FréTTablaðIð/sTEFán eystra. Á Vestfjörðum hafa á annað hundrað misst vinnuna vegna verk- falls sjómanna sem verður að teljast mjög stórt hlutfall starfandi ein- staklinga á Vestfjörðum. Sjómenn boðuðu til mótmæla fyrir utan Karphúsið í gær er fundur í deilunni fór fram. Bryndís Hlöð- versdóttir ríkissáttasemjari segir það fagnaðarefni að menn skuli enn tala saman en þó beri enn mikið í milli. Boðað var til annars fundar í dag og mun því samtalið halda áfram. Einnig verður að taka fram að fiskvinnslur geta haldið fólki enn við störf þó hráefnisskortur sé við- varandi en kostnaður við laun starfsmanna er greiddur úr atvinnu- leysistryggingasjóði á grundvelli laga. Fyrirtæki sækja þá um styrk eftir á fyrir launum starfsmanna sinna. Vitað er að bæði HB Grandi og Síldarvinnslan í Neskaupstað munu fara þá leiðina og því eru tölur um atvinnuleysi í fiskvinnslu frekar van- en ofáætlaðar. Samherji er það fyrirtæki sem sagt hefur upp flestum starfsmönnum, eða um 200 bæði hjá Samherja og ÚA, en Samherji tók yfir þá land- vinnslu árið 2011. Athygli vekur að rúmur helmingur þeirra sem sagt hefur verið upp vegna verkfalls sjómanna eru erlendir ríkis- borgarar. Þar eru Pólverjar í miklum meirihluta, eða tæplega fjórir af hverjum tíu þeirra sem sagt hefur verið upp. sveinn@frettabladid.is ✿ atvinnulausir vegna verkfalls sjómanna 30 25 20 15 10 5 0 n Höfuðborgarsvæðið n Suðurnes n Vesturland n Vestfirðir n Norðurland eystra n Austurland n Suðurland 15 7 16 7 41 11 6 31 7 59 21 6 Heimild: Vinnumálastofnun 1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r i ð j u d a G u r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E 5 -8 B 4 8 1 B E 5 -8 A 0 C 1 B E 5 -8 8 D 0 1 B E 5 -8 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.