Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.01.2017, Blaðsíða 13
Ég lifi og hrærist í vernduðu málaumhverfi. Fólkið sem ég umgengst hefur að miklu leyti sömu lífssýn, sömu gildi og sömu skoðun á mikilvægi íslenskr­ ar tungu og ég sjálf. Nýlega steig ég út úr þessu verndaða umhverfi og sótti námskeið ásamt fólki alls staðar að úr atvinnulífinu. Þar heyrði ég álengdar í jakkafata­ klæddum menntamanni sem var á að giska á milli fertugs og fimm­ tugs. Hann hélt því blákalt fram að íslenska sem tungumál væri óþörf og í tæknigeiranum væri hún hrein­ lega fyrir. Hann klykkti að lokum út með setningu sem er nú brenni­ merkt í huga mér: „Við hættum ekkert að vera Íslendingar þótt við tölum ekki íslensku.“ Hvenær hættum við þá að vera Íslendingar? Þegar við hættum að eyða um efni fram? Þegar við hættum að standa í ógnarlöngum röðum eftir hillum, vösum og kleinuhringjum? Trúið mér, ég hef reynt en fæ ekki skilið að nokkur maður geti verið á þessari skoðun. Skilgreinum við ekki þjóðerni okkar út frá ætt­ erni, sögu og tungumálinu? Við erum agnarsmá þjóð, einn óstönd­ ugur strákofi í alheimsþorpinu og ef tungumálið er tekið af okkur verður þess ekki langt að bíða að enskumælandi menningarheimur kokgleypi okkur. Viðhorf mannsins sem ég lýsi hér að ofan er sérstaklega hættulegt í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku samfélagi. Sambland af raddstýrðum tækninýjungum, auknu aðgengi barna og unglinga að ýmiss konar nettengdum tækj­ um og vaxandi straumur erlendra ferðamanna hingað til lands setur íslenskuna í raunverulega og óum­ deilanlega hættu. Erlendir ferða­ menn eru þjóðarbúinu nauðsyn­ legir og ég geri mér grein fyrir því að ekki sé gerlegt að brenna Inter­ netið á báli og snúa aftur til tíma húslestra og munnmælasagna. En hvað er þá til ráða? 1. Styðja við íslenska máltækni með ráðum og dáð en mál­ tækni má skilgreina sem hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvu- tækni sem hefur einhvern hag- nýtan tilgang. Líkt og ég og margir aðrir hafa komið inn á áður mun íslenskan ekki lifa það af ef ekki verður hægt að nota hana til radd­ stýringar. Ágæti, verðandi fjármála­ ráðherra (sem ég geri eðlilega ráð fyrir því að lesi þennan pistil af mikilli athygli): Hér þarf peninga og nóg af þeim. Með því að styðja við bakið á íslenskri máltækni og ljúka við byggingu húss íslenskra fræða gefa stjórnvöld það út að menning okkar og tungumál skipti máli og séu þess verð að fjárfesta í. 2. Erlendir ferðamenn skilja ekki íslensku og því verður að koma til móts við þá. Það má þó ekki gleyma þeim rétti fólks til að geta notað móðurmál sitt á öllum stigum þjóðfélagsins. Matseðlar, skilti og vefsíður allra íslenskra fyrirtækja ættu því undantekn­ ingalaust að vera á bæði íslensku og ensku. Jafnframt er það óhæft að ekki sé hægt að fá þjónustu á vissum stöðum innan þjónustu­ geirans hér á Íslandi nema á ensku og á því þarf að ráða bót. 3. Leggja áherslu á vandaðar og góðar þýðingar. Netflix, You­ Tube og erlendir tölvuleikir eru meðal þess sem ekki verður ráðið við en það er ýmislegt annað til sem má þýða og hefur verið gert í gegnum tíðina með miklum ágæt­ um. 4. Tala við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera eins og við getum til að þau heyri og sjái mikið af vandaðri íslensku. Jafnframt þarf að styðja við þau börn sem af ýmsum ástæðum fá ekki ákjósan­ legt málauppeldi, bæta íslensku­ kennslu og auðvelda aðgengi að talmeinafræðingum og öðrum sérfræðingum máls og læsis. Þessi fyrrnefndu börn ættu að fá sérstakt utanumhald, málörvunarhópar ættu að vera starfræktir á öllum skólastigum og stofna ætti sérstaka samræðuhópa fyrir þau börn sem af einhverjum ástæðum eru í hættu á að einangrast. 5. Til eru snjalltæki sem skilja íslensku og eru með íslenskan hugbúnað. Því væri mikið heilla­ skref að skipta vörum frá Apple (spjaldtölvum og símum til dæmis) út fyrir tæki með annað stýrikerfi. Mörgum finnst ýmist óþægilegt eða asnalegt að hafa nettengdu tækin sín á íslensku en það er einkum vegna þess að þeir hafa vanið sig á enskuna og kannast jafnvel ekki við íslensku orðin yfir sumt af því sem er að finna í tækjunum þeirra. Ef börn hafa íslensku fyrir augunum í tækjunum strax frá upphafi hafa þau einskis að sakna. Mikilvægast af öllu er þó að við berum virðingu fyrir málinu. Virðingar­ og afskiptaleysi gagn­ vart íslenskunni mun að endingu gera út af við hana því enginn berst fyrir einhverju sem honum stendur á sama um. Það fer enginn á mót­ mæli með skilti sem á stendur: „Hvaða læti eru þetta eiginlega?“ Mér er annt um málið mitt og mun rífa íslenskan kjaft eins lengi og þurfa þykir. Hvað með þig? Er íslenska óþörf? Linda Markúsdóttir íslensku- og tal- meinafræðingur Nýlega steig ég út úr þessu verndaða umhverfi og sótti námskeið ásamt fólki alls staðar að úr atvinnulífinu. Þar heyrði ég álengdar í jakkafataklæddum mennta- manni sem var á að giska á milli fertugs og fimmtugs. Hann hélt því blákalt fram að íslenska sem tungumál væri óþörf og í tæknigeiran- um væri hún hreinlega fyrir. Á nýársdag sýndi RÚV beint frá árlegum Nýárstón­leikum Vínarfílharmóní­ unnar. Stjórnandi tónleikanna var Gustavo Dudamel frá Venesú­ ela. Hann hefur gegnt stöðu aðal­ hljómsveitarstjóra Los Angeles fílharmóníunnar í 8 ár. Áður var hann aðalhljómsveitarstjóri Gauta­ borgar sinfóníunnar og stjórnaði eftirminnilegum tónleikum hennar í Hörpu árið 2011. Gustavo Dudamel, sem er ofur­ stjarna í hinum klassíska tónlistar­ heimi, heldur því statt og stöðugt fram að það séu mannréttindi að fá að læra og kynnast tónlist. Þetta er í raun grunnhugmyndafræði ung­ sveita El Sistema, sem eiga sér um 40 ára sögu. Þar hlaut Dudamel sína tónlistarmenntun. Upphafs­ maður og hugmyndasmiður El Sist ema er hagfræðingurinn og tón­ listarmaðurinn Jose Abreau. Hann er nálægt því að vera í guða tölu hjá hundruðum þúsunda barna í Venesúela og víðar um heiminn. Barna sem hlotið hafa tónlistar­ menntun sem byggir á gleðinni að leika saman í hljómsveit. Þau hafa kynnst tónlist án þess að þurfa að greiða skólagjöld. Manni gæti þótt Dudamel taka ansi stórt upp í sig. Sérstaklega þegar litið er til þess að í Venesú­ ela hefur undanfarið ríkt slík ógnarkreppa að þar hefur þurft að skammta rafmagn. Höfuðborgin Caracas er því hálfmyrkvuð. En Dudamel berst gegn menningar­ myrkri. Hann veit að tónlist er ljós í slíku myrkri og að klassísk tónlist er hluti af menningararfi heimsins sem allir eiga að hafa aðgang að hvar í heimi sem þeir eru, hvort sem þeir eru fátækir eða ríkir. Það er hverjum manni ljóst að til að geta notið bóka þarf að læra að lesa. Það sama á við tónlist og annað menningarlæsi. Til þess að geta metið það til fulls þurfum við að fá að tileinka okkur það og upp­ lifa á eigin skinni. Ísland er stundum dálítið langt frá umheiminum. Það getur haft sína kosti og galla. Það getur t.d. komið sér vel að standa fyrir utan heiminn þegar heimsstyrjaldir geisa. Þannig gekk það fyrir sig í síðustu heimsstyrjöldinni. Þegar heiminum blæddi fór okkur að vegna betur. Við náðum að tækni­ væða fiskveiðarnar og okkur tókst að snúa okkur undan danskri stjórn og öðlast sjálfstæði. Í árdaga lýðveldisins, árið 1950, var Þjóðleikhúsið opnað og Sin­ fóníuhljómsveit Íslands stofnuð. Þá bjuggu aðeins 50.000 manns í Reykjavík. Af hverju voru menn og konur að standa í þessu fyrir svona örfáar hræður? Jú – til að færa Ísland nær umheiminum. Til að tryggja aðgengi að þeim menn­ ingararfi sem við deilum með heiminum, gefa okkur hlutdeild í honum og gera okkur þannig að heimsborgurum. Þröngur stakkur sniðinn Síðustu misseri hafa tónlistar­ kennarar verið samningslausir. Þeir berjast fyrir leiðréttingu launa sinna þannig að þau séu sambæri­ leg við laun annarra kennara. Tón­ listarskólum hefur sömuleiðis verið þröngur stakkur sniðinn og ljóst að þróun tónlistarkennslu á Íslandi hefur gert það að verkum að það er að miklu leyti komið undir efnahag og aðstæðum foreldra hvort börn fá tækifæri til að læra á hljóðfæri, nokkuð sem Gustavo Dudamel lítur á sem mannréttindi. Sinfóníuhljómsveit Íslands byggir á tónlistarmenntun landans. Ekki bara hvað varðar hljóðfæra­ leikara uppi á sviði sem starfa við stöðugt harðari alþjóðlega sam­ keppni, heldur ekki síður áheyr­ endur úti í sal. Þeir sem kunna að spila fótbolta hafa meira gaman af því að horfa á fótbolta en þeir sem aldrei hafa sparkað í bolta. Það sama gildir um tónlistina. Að vera læs á tónlist opnar okkur stórkostlegan heim. Heim sem við eigum öll rétt á að vera hluti af, hvort sem við erum fædd á eyju í Norður­Atlantshafi eða í fátækra­ hverfum Caracas. Heim sem geymir einhver stórkostlegustu listaverk mannsandans á borð við 9. sin­ fóníu Beethovens með Óðinn til gleðinnar innanborðs. Tónlist sem þekkir engin landamæri og virðir enga múra en hefur mátt til að sam­ eina og skapa samhljóm. Það er skylda okkar að tryggja börnum okkar aðgengi að þeim vestræna tónlistararfi sem svo sannarlega er þeirra. Þar er grund­ vallaratriði að tónlistarkenn­ urum séu tryggð sömu kjör og öðrum kennurum í landinu og tónlistarskólar geti hagað rekstri sínum þannig að kennslan nýtist öllum börnum, óháð efnahag eða aðstöðu. Tónlist fyrir alla Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmda- stjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands Það er skylda okkar að tryggja börnum okkar aðgengi að þeim vestræna tónlistararfi sem svo sannar- lega er þeirra. Þar er grund- vallaratriði að tónlistar- kennurum séu tryggð sömu kjör og öðrum kennurum í landinu og tónlistarskólar geti hagað rekstri sínum þannig að kennslan nýtist öllum börnum, óháð efna- hag eða aðstöðu. auktu lífsgæðin lærðu á liðina linaðu verkina ertu með í hné eða mjöðm? VERKI Vönduð námskeið með áherslu á fræðslu og sértækar æfingar, haldið af reyndum sjúkraþjálfurum á þremur stöðum á landinu. Námskeiðin hafa fengið frábærar viðtökur. Hámark 12 í hverjum hópi. Kennt er tvisvar sinnum í viku. Hafnarfjörður · Námskeið hefst 17. janúar Sjúkraþjálfarinn | Strandgötu 75 Sími 555 4449 | afgreidsla@sjukrathjalfarinn.is Akureyri · Námskeið hefst 15. febrúar Efling sjúkraþjálfun | Hafnarstræti 97 Sími 461 2223 | thorleifur@eflingehf.is Neskaupstaður · Námskeið hófst 4. janúar Vilborg Stefánsdóttir | Þiljuvöllum 21 Sími 864 1193 | thiljuvellir21@simnet.is Slitgigtarskólinn www.slitgigt.is Tveggja vikna námskeið: Fræðsla og kennsla æfinga kr. 20.000 Átta vikna námskeið: Að auki; mælingar, sex vikna sértæk þjálfun og eftirfylgni kr. 45.000 w w w .godverk.is s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 1 0 . J A n ú A R 2 0 1 7 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B E 5 -6 D A 8 1 B E 5 -6 C 6 C 1 B E 5 -6 B 3 0 1 B E 5 -6 9 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.