Fréttablaðið - 10.01.2017, Page 16
Í dag
11.50 Kína - Ísland Sport
19.55 Man Utd - Hull City Sport
ronaldo og lloyd best
Cristiano ronaldo og Carli lloyd
voru valin knattspyrnumaður og
-kona ársins 2016 á verðlaunahátíð
FIFa í Zürich í gær. Þetta er í fyrsta
sinn sem þessi verðlaun eru veitt
eftir að samstarfinu við France
Football, sem veitir gullboltann,
lauk. ronaldo vann einnig gull-
boltann fyrir árið 2016. Claudio
ranieri, sem gerði leicester
City að englandsmeisturum, var
valinn þjálfari ársins í
karlaflokki og silvia
neid, fyrrverandi
þjálfari Ólympíu-
meistara
Þýskalands,
í kvenna-
flokki.
Mal-
asíu-
maður-
inn
Mohd
Faiz
subri
fékk Puskás-verð-
launin fyrir mark
ársins.
dagur haFðI betur gegn
PatrekI
evrópumeistarar
Þjóðverja settu
upp sýningu gegn
austurríkismönn-
um í vináttulands-
leik þjóðanna í
kassel í gærkvöldi. strák-
arnir hans dags sigurðssonar voru
miklu sterkari aðilinn og unnu 17
marka sigur, 33-16, á lærisveinum
Patreks Jóhannessonar. Þetta var
síðasti leikur þýska liðsins fyrir
hM í Frakklandi sem hefst á mið-
vikudaginn. Fyrsti leikur Þjóðverja
á hM er gegn ungverjum á föstu-
daginn. Þýskaland er einnig með
króatíu, hvíta-rússlandi, síle og
sádi-arabíu í riðli á hM.
JÓn daðI á anFIeld?
Jón daði böðvarsson og félagar
í Wolves mæta sigurvegaranum
úr endurteknum leik liverpool
og Plymouth í 4. umferð ensku
bikarkeppninnar. ríkjandi bikar-
meistarar Manchester united fá
Wigan í heimsókn og arsenal
mætir annaðhvort norwich City
eða southampton. Möguleiki er
á Íslendingaslag en sigurvegarinn
úr leik bristol City og Fleetwood
town mætir sunderland eða
Jóhanni berg guðmundssyni og
félögum í burnley. hörður björg-
vin Magnússon leikur með bristol
og eggert gunnþór Jónsson með
Fleetwood. Þá fá ragnar sigurðs-
son og félagar í Fulham hull City í
heimsókn.
gunnhIldur skIPtIr uM lIð
landsliðskonan
gunnhildur yrsa
Jónsdóttir er geng-
in í raðir norska
úrvalsdeildarliðs-
ins Vålerenga frá
stabæk. samningur
gunnhildar við Våler-
enga er til eins árs. hún hefur
leikið í noregi frá 2012, fyrst með
arna björnar, svo grand bödö,
stabæk og nú Vålerenga. gunn-
hildur er uppalin hjá stjörnunni
og lék með garðabæjarliðinu áður
en hún hélt til noregs. gunnhildur
hefur leikið 34 landsleiki og skorað
fjögur mörk. hún var í stóru hlut-
verki hjá íslenska liðinu í undan-
keppni eM 2017.
1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r16 s p o r t ∙ F r É t t a B L a Ð I Ð
sport
Nýliðarnir klárir í bátana
Synir landsliðsmanna Óttar Magnús Karlsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Albert Guðmundsson eru meðal sjö nýliða í íslenska landsliðinu sem
mætir Kína á æfingamótinu China Cup í hádeginu í dag. Feður þeirra voru allir landsliðsmenn á sínum tíma. Karl Þráinsson, faðir Óttars, lék með
handboltalandsliðinu og Rúnar Kristinsson og Guðmundur Benediktsson, feður Rúnars og Alberts, með fótboltalandsliðinu. Fréttablaðið/getty
HanDBoLtI „Það er enn þá rosalega
mikið af spurningarmerkjum þar
sem við vitum ekki enn hvernig
liðið verður skipað. Það vantar
besta manninn og maður er ekki
bjartsýnn á að hann spili mikið.
ef það gerist fá þessir ungu strákar
stórt hlutverk. kannski stærra hlut-
verk en við bjuggumst við.“
Þetta segir einar andri einarsson,
þjálfari aftureldingar í olís-deild
karla og sérfræðingur íþróttadeild-
ar, um stöðuna á íslenska lands-
liðinu í handbolta sem hefur leik á
hM 2017 í Frakklandi eftir tvo daga.
Fækkað var í hópnum í gær þegar
tandri Már konráðsson var skorinn
frá en geir sveinsson landsliðsþjálf-
ari á enn eftir að velja endanlegan
hóp og gefa út hvort aron Pálmars-
son, besti maður liðsins, verði með
„Ég hef litlar væntingar en vona
það besta,“ segir einar andri. hann
er ekki einn á þeim báti.
Ákafur og grimmur
ungu mennirnir sem einar andri
talar um eru Janus daði smárason,
22 ára gamall leikstjórnandi hauka
sem er á leið í atvinnumennsku til
álaborgar í danmörku í sumar,
arnar Freyr arnarsson, tvítugur
línumaður kristianstad í svíþjóð, og
Ómar Ingi Magnússon, 19 ára gömul
hægri skytta danska liðsins Århus.
Það virtist nokkuð augljóst að
geir sveinsson ætlar þessum strák-
um alvöru hlutverk í Frakklandi
miðað við spiltímann sem þeir
fengu á bygma-mótinu.
„Þessir strákar stóðu sig mjög
vel um helgina. Þeir voru ákafir
og grimmir og létu finna fyrir sér.
Maður er bara spenntur að sjá
hvernig þessir strákar munu stimpla
sig inn í þetta lið. geir er að gefa
þessum strákum mikið traust. Þeir
eru að fá mínútur og fá leyfi til að
gera mistök. Það mun skila sér þegar
líður á,“ segir einar andri.
en þeir voru ekki fullkomnir:
„Janus var virkilega ákafur og
grimmur. hann lét til sín taka og
þorði að taka af skarið. Það skilaði
sér í mörkum en síðan var hin hliðin
að við töpuðum boltum og fengum
hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það
vantaði ákveðið skipulag enda
strákar þarna að spila í fyrsta skipti
saman þannig að það var ákveðið
óöryggi í hlutunum. Menn voru að
mæta á vitlausum hraða á boltann
og losa hann á röngum augna-
blikum.“
Ósanngjörn ábyrgð
ef spiltími myndi ráðast af aldri eru
menn á undan þessum ungu eins og
Ólafur guðmundsson, rúnar kára-
son og gunnar steinn Jónsson sem
hafa beðið lengi eftir að fá tækifæri
til að bera uppi íslenska liðið. yngri
menn virðast vera mun nær þeim
en þessir strákar voru nálægt því
að spila þegar þeir sátu á bekknum
fyrir gullaldarlið Íslands.
„Þeir eru klárlega orðnir reynslu-
meiri leikmennirnir í liðinu en eru
á sama tíma að taka ábyrgð sem þeir
eru ekki vanir. Þeir þurfa að fá tíma
til að venjast því. Þeir sýndu um
helgina á nokkrum góðum köflum
hversu öflugir þeir eru. Við þurfum
einfaldlega að fá meira af því til að
létta byrðina á ungu leikmönn-
unum. Það er ósanngjarnt að biðja
þessa ungu stráka um of mikið þó
að við vonumst til að fá sem mest.
Við þurfum að fá meira frá leik-
mönnum eins og Ólafi og rúnari
og ég held að þeir geti gert meira,“
segir einar andri.
Varnarleikurinn vandræði
Ísland fékk á sig 30 mörk að meðal-
tali í leik í danmörku en varnarleik-
urinn hefur ekki verið góður undan-
farin misseri. hann náði ákveðnum
lágpunkti í Póllandi fyrir ári og er á
hægri leið í rétta átt.
„Það eru vandamál í varnarleikn-
um sem þarf að tækla. Það þarf að
finna réttu blönduna og finna út
hverjir virka best í miðju varnar-
innar. Það er verið að spila núna
svolítið skiptingalaust og þar eru
menn í nýjum hlutverkum. hvort
sem litið er til sóknar eða varnar er
þetta lið nánast alveg nýtt, allavega
ef litið er til leikmannanna sem eru
í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf
tíma en já, vörnin þarf að lagast,“
segir einar andri.
Mikilvægar mínútur
einar andri vonast til að ungu
mennirnir standi sig á hM og sýni
sig og sanni þegar þeir fá tækifærið.
hann telur að geir ætli að treysta
þeim fyrir stóru hlutverki.
„Þetta mót er gríðarlega mikil-
vægt fyrir þessa þrjá stráka (arnar,
Ómar og Janus). Þeir munu klárlega
fá tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Ég held að það sé bara mjög góð fjár-
festing til framtíðar að þessir strákar
spili stóra rullu. Það er líka bara
tímabært og verið er að gera þetta
nokkuð skynsamlega með því að
taka þá þrjá inn núna,“ segir hann
og bætir við:
„Þeir sem eru eldri núna þurfa
að standa undir aukinni ábyrgð og
sýna þessum ungu að þeir þurfi enn
að elta þá. ef þessir strákar stíga upp
og þeir ungu halda áfram að setja
á þá pressu þá erum við í góðum
málum. Við þurfum á þessum tíma-
punkti alvöru samkeppni um stöður
í landsliðinu,“ segir einar andri ein-
arsson. tomas@365.is
Góð fjárfesting til framtíðar
Strákarnir okkar hefja leik á HM eftir tvo daga. Þrír ungir strákar fengu mikilvægar mínútur á æfingamótinu
í Danmörku og stóðu sig vel. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur stöðuna fyrir Fréttablaðið.
Menn voru að mæta
á vitlausum hraða á
boltann og losa hann á
röngum augnablikum.
Einar Andri Einars-
son, þjálfari Aftur-
eldingar
-8
Markatala Íslands á Bygma-
mótinu þar sem liðið mætti
Egyptalandi, Ungverjalandi
og Danmörku.
1
0
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
E
5
-8
6
5
8
1
B
E
5
-8
5
1
C
1
B
E
5
-8
3
E
0
1
B
E
5
-8
2
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K