Fréttablaðið - 10.01.2017, Page 19

Fréttablaðið - 10.01.2017, Page 19
Bílar 1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 N ú um áramótin voru skattar  á  eldsneyti hækkaðir enn meira, en mörgum þótti nóg um áður. Ef til vill það skrítnasta við þessa hækkun nú er að gjöldin voru hækkuð meira á bensín en dísilolíu, eða sem nemur 4,90 krónum á bensín en 3,72 krónur á dísilolíu. Það er að flestu leyti á skjön við aðgerðir annarra ríkja sem reyna nú eftir fremsta megni að losa lönd sín við dísilbíla vegna mikillar meng- unar frá þeim. Allt síðasta ár voru fjölmiðlar heimsins uppfullir af upplýsingum um þá miklu NOx- mengun sem af dísilbílum stafar og komu þær upplýsingar sem hrina í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Svo langt vilja menn ganga í mörgum borgum Evrópu að þar hefur víða verið kynnt að dísilbílar verði bannaðir á götum þeirra frá og með árinu 2025, eða eftir aðeins átta ár. Í Hollandi öllu hefur verið mörkuð sama stefna. Við bruna bensíns myndast nátt- úrulega efnið CO2 en við bruna dísilolíu að auki mikið magn NOx- sótagna sem sannað er að eru krabbameinsvaldandi og skaðleg öndunarfærum. Dísilolía 8 krónum ódýrari Hér á landi er nú, þvert á stefnu annarra landa, reynt að gera flest til þess að stuðla að frekari sölu og notkun dísilbíla og hérlendis er skattlagningu á dísilolíu þann- ig háttað að hún er um 8 krónum ódýrari en bensín á bensínstöðv- um landsins og enn skal auka muninn. Þessi verðlagning, þ.e. verðmunur á dísilolíu og bensíni, hefur enda endurspeglast í mik- illi sölu nýrra dísilbíla á undan- förnum árum og til dæmis seldust miklu fleiri dísilbílar hér á landi í nýliðnum desember en bensín- bílar. Þegar augu heimsbyggðar- innar opnuðust loks að fullu á síð- asta ári fyrir skaðsemi útblásturs úr dísilbílum, sást það fljótt í sölu- tölum og í flestum Evrópulöndum varð erfiðara og erfiðara að selja dísilbíla. Það er nánast ekki hægt í Bandaríkjunum og þeir fáu bíla- framleiðendur sem höfðu selt þar dísilbíla eru annaðhvort búnir að taka þá úr sölu eða eru að hugleiða það. Allir bílaframleiðendur heims undirbúa sig nú undir brotthvarf fólksbíla með dísilvélum og yfir- völd í flestum löndum leggja nú aukinn mengunarskatt á dísilolíu og dísilbíla. Vannýtt tækifæri forgörðum Það hefði talist í hæsta máta eðli- legt að ráðandi aðilar hér á landi hefðu brugðist við þessum stað- reyndum um mengun dísilbíla með því að skattleggja dísilolíu meira en bensín og reyna með því að hafa áhrif á sölu þeirra. Í Banda- ríkjunum eru t.d. opinberar álög- ur hærri á dísilolíu en á bensín. Þveröfug leið var hins vegar farin hér og ákveðið við hækkun elds- neytisverðs að leggja meiri álögur á bensín en dísilolíu. Þarna fór því vannýtt tækifæri forgörðum við að reyna að hafa áhrif á kauphegðun Íslendinga og með því stuðla að betri loftgæðum á landinu, heilsu okkar allra til heilla. Það sannast ávallt í kauphegðun fólks að veskið ræður för. Því er ef til vill eðlilegt að fólk hérlendis kaupi dísilbíla umfram bensínbíla á meðan elds- neytið á þá er talsvert ódýrara, auk þess sem dísilbílar eyða minna eldsneyti en bensínbílar. Þarna getur hins vegar löggjafinn gripið inn í og breytt kauphegðuninni, svo fremi sem hún skilgreini sig sem umhverfisvæna, en svo sýnist ekki nú um stundir. 57,6% dísilbílar í fyrra og 50,4% fólksbíla Samkvæmt tölum frá Umferðar- stofu voru 49% allra nýrra bíla sem seldust á árinu dísilbílar og 36% bensínbílar. Er þá átt við alla bíla, svo sem sendibíla. Aðrir bílar voru knúnir rafmagni, metani eða blöndu af tveimur orkugjöfum, svo sem tengiltvinnbílar. Ef skoð- aðir eru bílar eingöngu knúnir dísilolíu og bensíni eru dísilbílar 57,6% og bensínbílar 42,4%. Ef aðeins eru skoðaðir fólksbílar er hlutfallið 50,4%/49,6% dísilbílum í vil. Þetta hlutfall er hærra heldur en gengur og gerist víðast í Evrópu og hugsanlega hæsta hlutfall dísil- bíla í allri álfunni. Því má segja að Ísland sé einn mesti umhverfissóð- inn er kemur að kaupum á nýjum bílum. Ríkið vill fleiRi mengandi dísilbíla Við hækkun eldsneytisgjalds um áramótin voru meiri álögur lagðar á bensín en dísilolíu og með því enn og aftur hvatt til kaupa á dísilbílum umfram bensínbíla. 4,90 krónur í viðbótarálag á hvern lítra bensíns frá áramótum 3,72 krónur í viðbótarálag á hvern lítra dísilolíu ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Exide rafgeymarnir fást hjá:PIPA R\ TB W A • S ÍA • 1 64 68 7 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B E 5 -9 A 1 8 1 B E 5 -9 8 D C 1 B E 5 -9 7 A 0 1 B E 5 -9 6 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.