Fréttablaðið - 10.01.2017, Síða 22
Við lifum á tímum þar sem tækniþróun er mjög
hröð. Tæknibyltingarnar knýja til breytinga á
gömlu gildunum í atvinnulífinu og munu leiða til
nýrrar iðnvæðingar þar sem bílaiðnaðurinn verður
engin undantekning. Carlos Ghosn
Fyrir rúmum sex árum greindi Gen
eral Motors frá því að það ætlaði
að leggja niður Saturnbílamerkið
sem hafði verið við lýði frá árinu
1985, þótt fyrstu Saturnbílarnir
hafi ekki komið á markað fyrr en
árið 1990. Saturnmerkið er ef til vill
ein skýrasta birtingarmynd þeirra
endalausu mistaka bandarískra
bílaframleiðenda sem gerði þá á end
anum órekstrarhæfa og var í kjölfarið
bjargað af ríkinu. Bílar með Saturn
merkinu þóttu gegnum árin einkar
illa heppnaðir. Ástæðan fyrir stofnun
Saturnmerkisins hjá GM var sú sam
keppni sem bandarískir bílafram
leiðendur fengu með smærri bílum
japanskra og evrópskra bílafram
leiðenda á níunda áratug síðustu
aldar. Því voru bílar Saturn minni en
almennt gerðist hjá GM. GM notaði
frasa eins og „A brand about people“
og „A different kind of car company“,
sem hefði átt að benda til þess að Sat
urn framleiddi flotta og stefnumark
andi bíla. Það gerði það þó aldrei og
hefur notkun á lélegu plasti í bílum
líklega aldrei náð meiri hæðum en í
bílum frá Saturn.
Byggðir á Opel-bílum
Fyrstu árin gekk þó vel og höfð
uðu bílar Saturn til hóps fólks sem
kaus eyðslugrennri minni bíla en
samt ameríska. Þegar markaðurinn
hins vegar uppgötvaði að frekari
framþróun á þessum fyrstu bílum
Saturn sat á hakanum fór að halla
undan fæti. Árið 2000 kynnti Sat
urn 2000 L bílinn, sem byggður
var á Opel Vectra, en Opelmerkið
var þá komið undir hatt GM. Ein
hvern tíma var haft eftir Jeremy
Clarkson að þessi bíll hafi verið
svo misheppnaður að hann yrði að
teljast einn versti bíll heims frá upp
hafi, enda hlyti hann að hafa verið
teiknaður í kaffihléi af fólki sem
hafði engan áhuga á bílum. Stór orð
það, en ef til vill nokkuð lýsandi fyrir
framleiðslu Saturnmerkisins.
Eingöngu markaðsdrifið
Saturn hélt áfram að setja á markað
bíla sem í raun voru hannaðir af
Opel á þeim tíma sem stjarna Opel
skein nú ekki hvað skærast, þótt
breyttir tímar séu þar á bæ um
þessar mundir. Því voru bílar Sat
urn fremur óspennandi og ófrum
legir. Þess vegna má ef til vill segja
að Saturnmerkið hafi alls ekki
verið sett á laggirnar til að skapa
nýja og spennandi bíla, af því að
fyrirtækið var aldrei framleiðslu
drifið, heldur eingöngu markaðs
drifið og í því ljósi harla óspenn
andi í augum bílaáhugamanna.
Fáir grétu brotthvarf Saturnbíla
merkisins í október árið 2010.
25 ára sorgarsaga Saturn
merkis GM var táknræn
Til að takast á við hlýnun jarðar
og hækkandi eldsneytisverð hafa
stærstu framleiðendur heims
komið fram með ýmsar nýjungar
í vöruúrvali sínu og má þar helst
nefna hybridbifreiðar. Hybridvél
ar eru þó ekki einungis í bifreiðum
þar sem vinnuvélaframleiðandinn
Komatsu hefur boðið upp á hybrid
lausn í mörg ár en aldrei hefur
neinn íslenskur verktaki látið slag
standa og pantað svoleiðis vél,
fyrr en nú! Á sviði vinnuvéla voru
Komatsu fyrstir á markaðinn með
hybridlausn árið 2008. Síðan
þá hefur verið stöðug þróun og í
dag eru yfir 3.500 hybridvélar frá
Komatsu í notkun um allan heim.
20-30% eyðslugrennri
Í síðasta mánuði kom svo fyrsta
græna vinnuvélin hingað til lands
ins og er um að ræða Komatsu
HB365LC3 sem er 36 tonna belta
grafa. Þessi umrædda vél er að
meðaltali 7% dýrari en sambærileg
eldsneytisvél en þá kemur á móti
að eldsneytiskostnaður er um
það bil 2030% lægri. Miðað við
hefðbundna ársnotkun má áætla
að það taki 18 mánuði fyrir elds
neytissparnaðinn að ná upp í 7%
dýrara vöruverð, allt eftir það er
hreinn sparnaður og umhverfis
vænn útblástur.
Seldu aðra á frumsýningunni
Í stuttu máli eru Hybridvélarnar
alveg eins og hefðbundnar belta
gröfur nema þegar kemur að snún
ingi vélarinnar, þar notast Hybrid
vélin eingöngu við rafmagnsmótor
sem hleður inn á sig við mokstur
vélarinnar. Í tilefni þess að Kraft
vélar fengu fyrstu grænu vinnu
vélina til landsins þá ákvað fyrir
tækið að efna til boðskvölds og
bjóða áhugasömum aðilum, sem
gætu haft áhuga á þessari vél, að
koma og skoða hana. Kynningar
kvöldið tókst með eindæmum vel
og seldu Kraftvélar aðra Hybridvél
á sýningunni og er sú vél
væntanleg til landsins
s n e m m a
á þessu
ári.
Fyrsta græna
vinnuvélin á Íslandi
Tesla náði að framleiða
76.230 bíla í fyrra, en áætlanir
fyrirtækisins hljóðuðu upp á
80.000 bíla framleiðslu. Tesla
hefur reyndar ávallt sett sér
metnaðar full markmið um
framleiðslumagn og ekki er
hægt að segja að fyrirtækið hafi
skotið mjög fjarri þessu sinni.
Hins vegar er pressan mikil
á Tesla þar sem fyrirtækið á
eftir að framleiða upp í 400.000
pantanir á nýja Model-3 bílnum
sem verður langódýrasti fram-
leiðslubíll Tesla til þessa og á að
kosta um 35.000 dollara. Flestir
kunnugir utanaðkomandi að-
ilar spá því hins vegar að Tesla
muni þurfa að fresta útkomu
Model-3 bílsins og sumir spá
því að enginn slíkur bíll verði
afhentur eiganda sínum á
næsta ári þó að það hafi verið á
stefnuskrá Tesla.
Áttföldun í
framleiðslu á tveim árum
Í spám Elons Musk, forstjóra
Tesla, er stefnan að framleiða
500.000 bíla árið 2018, eða 8
sinnum fleiri en í fyrra og finnst
sumum það brött áætlun. Til
að setja framleiðslumagn Tesla
í fyrra í eitthvert samhengi má
geta þess að Ford seldi 72.089
eintök bara af F-150 pallbílnum
í nóvember einum. Það er
svipað magn og öll framleiðsla
Tesla í fyrra. Það er mikið
kappsmál að koma framleiðslu
Tesla Model-3 í gang sem
fyrst þar sem eftirspurn eftir
Model-S bílnum fer dvínandi,
enda bíllinn ekki alveg nýr af
nálinni lengur. Framleiðsla á
Model-3 hvílir að stórum hluta
á afköstum nýrrar risarafhlöðu-
verksmiðju Tesla í Nevada, en
þar er fjöldaframleiðsla þeirra
nú að hefjast af miklum krafti.
Til að róa markaðinn aðeins
bauð Elon Musk völdum
aðilum að skoða þessa verk-
smiðju í síðustu viku.
Tesla enn á
eftir áætlunum
í framleiðslu
Þ
etta eru þrjú meginvið
fangsefni hins alþjóð
lega bílaiðnaðar sem
knýja framleiðendur
til að endurskoða frá
grunni hugmyndina um
það hvernig bílar framtíðarinnar
muni starfa og hvernig við komum
til með að stjórna þeim. Þetta segir
Carlos Ghosn, forstjóri og stjórnar
formaður Renault Nissan. „Ef við
gerum hlutina rétt mun tæknin
gefa fleira fólki kost á að ferðast á
skilvirkari, öruggari og á umhverf
isvænni hátt en í dag og fyrir lægra
verð en það gerir í dag. Þessi þróun
gæti auðveldað daglegt líf og aukið
lífsgæði tugi milljóna jarðarbúa.
Það eru einkum þrír grundvallar
þættir sem knýja þessa tækni
byltingu:
Mannfjöldaþróun
og loftslagsbreytingar
Gert er ráð fyrir að árið 2030 muni
um 60% jarðarbúa búa í þétt
býli, þar sem stórborgarsvæðum
með fleiri en 10 milljónir íbúa
mun fjölga. Að óbreyttu mun
umferðarslysum því fjölga auk
þess sem þróunin myndi leiða
til meiri mengunar og aukinnar
orkunotkunar. Baráttan gegn
loftslagsbreytingum er meginvið
fangsefni núlifandi kynslóða, ekki
síst þeirra sem starfa í bílaiðnaði.
Strangari umhverfiskröfur verða
settar á komandi árum í samræmi
við stefnumörkun loftslagsráð
stefnunnar í París 2015. Aukið
hlutfall rafknúinna farartækja
myndi hjálpa mjög í baráttunni
gegn loftslagsbreytingum.
Árangursríkari nýsköpun
Við lifum á tímum þar sem tækni
þróun er mjög hröð. Tæknibylting
arnar knýja til breytinga á gömlu
ÁherSla Á raFVæðinGu,
SjÁlFVirkni oG neTTenGinGu
„Ég geri því ráð fyrir að á næstu 5 árum munum við sjá meiri breytingar en átt hafa sér stað sl. 20 ár,“ segir
Carlos Ghosn, forstjóri Renault Nissan. Munum ferðast á skilvirkari, öruggari og umhverfisvænni hátt en áður.
gildunum í atvinnulífinu og munu
leiða til nýrrar iðnvæðingar þar
sem bílaiðnaðurinn verður engin
undantekning. Ég geri því ráð fyrir
að á næstu 5 árum munum við sjá
meiri breytingar en hafa átt sér
stað sl. 20 ár,“ segir Carlos Ghosn,
forstjóri Renault Nissan.
SaTurn Sl árgerð 1991 þótti hvorki fallegur né
góður bíll, en dæmigerður fyrir framleiðslu Saturn.
renaulT Zoe.
Carlos Ghosn, forstjóri Renault Nissan, við hlið rafmagnsbílsins Renault Zoe.
1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r4 Bílar
1
0
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
E
5
-8
1
6
8
1
B
E
5
-8
0
2
C
1
B
E
5
-7
E
F
0
1
B
E
5
-7
D
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K