Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2017, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.01.2017, Qupperneq 24
Finnur Thorlacius finnurth@365.is KosTir og gallar ToyoTa c-hr l 1,2 eða 1,8 l bensínvél l 116-122 hestöfl l framhjóladrif eða fjórhjóladrif Eyðsla 3,6 l/100 km í bl. akstri Mengun 82 g/km CO2  Hröðun 10,9 sek. Hámarkshraði 190 km/klst. Verð frá 3.940.000 kr. Umboð: Toyota á Íslandi l Fallegur l aksturseiginleikar l Eyðsla l Verð l skortir öflugri vélarkost l lítið skottrými Þ að var með mikilli gleði sem brugðið var undir sig betri fætinum og skundað til Madrid að prófa nýjustu afurð Toyota, C-HR. Helsta ástæða þess var hve djarflega og fallega teiknaður þessi bíll er og loks komið að því að Toyota tæki vinkilbeygju hvað útlit bíla sinna varðar og segði skilið við íhaldssamt útlit. TímamóTabíll frá ToyoTa reynsluaksTur ToyoTa C-Hr Best heppnaði bíll Toyota á síðustu árum, djarflega teiknaður og gullfallegur bíll sem vekur alls staðar athygli. Auk þess mjög góður akstursbíll og alger sparibaukur. Býðst bæði í hybrid-útgáfu og með spræka 1,2 lítra vél með forþjöppu. ToyoTa C-Hr Hér kveður við nýjan tón í hönnun Toyota-bíla og víst er að mörgum líkar útlit bílsins. Toyota C-Hr er 4,36 metra langur, eða álíka og fyrsta kynslóð raV4. Hann er smíðaður á glænýjum undirvagni, reyndar þeim sama og er undir nýjum Prius. Hann er með lægsta þyngdar- punkt bíla í sínum flokki, þ.e. C-stærðarflokki. Toyota C-HR er einfaldlega einn mest spennandi bíll sem Toyota hefur nokkurn tíma smíðað. Hann liggur á milli þess að vera fólksbíll og jepplingur, þó svo útlitið bendi til þess að þar fari fremur jepp- lingur. Bíllinn er fólksbíll að því leyti að hann er með aksturseigin- leika fólksbíla þrátt fyrir að sætis- hæðin sé há og sannaðist það vel í mjög svo löngum reynsluakstri í sveitunum kringum Madrid. Ekki verður annað sagt en bíllinn hafi verið reyndur til fulls, en ekin var samsvarandi vegalend og er milli Reykjavíkur og Akureyrar og það í svo íslensku veðri að leiðangurs- menn fengu næstum heimþrá, það er að segja ef það getur tengst hagléli og hita rétt yfir frostmarki. Val um tvær vélargerðir Toyota C-HR er 4,36 metra langur, eða álíka og fyrsta kynslóð RAV4. Hann er smíðaður á glænýjum undirvagni, reyndar þeim sama og er undir nýjum Prius. Hann er með lægsta þyngdarpunkt bíla í sínum flokki, þ.e. C-stærðarflokki. Fjöðrunarbúnaður bílsins virðist einkar vel heppnaður og tryggir að hliðarhalli hans í beygjum er í algjöru lágmarki og var það reynt æði oft og haft gaman af á löngum akstrinum. Til reynslu voru báðar vélargerðirnar sem bíllinn kemur með í upphafi, eða 1,8 lítra bensínvél með hybrid-kerfi til aðstoðar og 1,2 lítra bensín vél með forþjöppu. Reyndust þær báðar góðar og álíka aflmiklar þótt smærri vélin hafi þar örlítið snerpuvinninginn. Hins vegar reyndist eyðsla hybrid-bílsins í reynsluakstrinum nokkru minni þrátt fyrir meira sprengirými og munaði þar allnokkru. Samt sem áður var eyðsla turbó-bílsins mjög Áhugasamir hafið samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími 512 5429 jonivar@365.is VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Sérblaðið Vörubílar og vinnuvélar kemur út 31. janúar. Í þessu blaði er hægt að kaupa auglýsingar sem og kynningar. 1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r6 Bílar 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E 5 -6 D A 8 1 B E 5 -6 C 6 C 1 B E 5 -6 B 3 0 1 B E 5 -6 9 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.