Fréttablaðið - 10.01.2017, Síða 28
Finnur
Thorlacius
finnurth@365.is
A
llt frá því að Kia
kynnti þriðju kyn-
slóð Optima-bílsins
árið 2010 hafa bíla-
áhugamenn mært
útlit hans. Bílinn
teiknaði Peter Schreyer, aðal-
hönnuður Kia frá árinu 2006 og
einn best metni bílahönnuður
heims þá og nú. Nú er fjórða kyn-
slóð Optima komin á markað og
er hann á leiðinni til landsins.
Peter Schreyer var enn við teikni-
borðið við hönnun hans og ef eitt-
hvað er hefur bíllinn enn fríkkað
og mikið bæst við hvað nýja tækni
áhrærir. Það sem meira er að nú
hefur bæst við langbakur, tengil-
tvinnútgáfa og öflugri gerð hans,
en það hefur einmitt verið það
sem aðdáendum bílsins hefur
þótt skorta á allt til þessa. Margir
munu fagna þessu aukna framboði
á þessum fallega bíl og er undir-
ritaður einn þeirra. Kia Optima er
bíll í þeim stærðarflokki fólksbíla
sem átt hefur undir högg að sækja
bæði hér á landi sem erlendis,
ekki síst vegna aukins framboðs
á jepplingum. Þó seljast bílar í
þessum flokki í skipsförmum um
allan heim, en Optima keppir við
vinsæla bíla eins og Volkswagen
Passat, Ford Mondeo, Mazda6
og Honda Accord, svo einhverjir
séu nefndir, en hefur samt tekist
vel upp í samkeppninni. Þessi
stærðarflokkur bíla er kallaður
D-Segment og hefur sala bíla í
þeim flokki staðnað á síðustu
árum í Evrópu í 1,3 milljóna bíla
sölu og er svipaðri sölu spáð á
næstu tveimur árum. Enn fremur
hefur sala langbaka í D-flokki líka
Optima fegurð í fjórum útgáfum
reynsluakstur – kia Optima Fjórða kynslóð Optima fæst nú sem langbakur, tengiltvinnbíll, skutbíll og í GT-kraftaútgáfu.
Kærkomnar viðbætur á einum fallegasta bíl götunnar. Nýja kynslóðin hlaðin tækni og með glæsilegt innanrými.
KosTir og gallar
Kia opTima
l Bensín- og dísilvél l 141-245 hestöfl l framhjóladrif
Eyðsla 4,2 l/100 km í bl. akstri
Mengun 110 g/km CO2
Hröðun 10,9 sek.
Hámarkshraði 200 km/klst
Verð frá 4.690.000 kr.
Umboð: Askja
l Útlit
l aksturseiginleikar
l alaðinn búnaði
l stýring tekur stundum fram
fyrir hendurnar á ökumanni
l lágur framendi
kia Optima
hefur ávallt þótt fagur bíll, en ekki
versnaði hann í langbaksgerð.
innan líka, en enn hefur Kia bætt
í fágunina og efnisvalið betra og
sætin frábær. Í GT-útgáfunni eru
leðurklædd sportsæti stöguð með
rauðum þræði og virkilega fyrir
augað. Í tengiltvinnútgáfunni eru
leðursæti staðalbúnaður og inn-
rétting hans ekki mikill eftirbátur
GT-útgáfunnar. Skottrými er gott
í þessum stóra bíl, eða 552 og
1.686 lítrar ef aftursætin eru lögð
niður. Auk þess eru nokkuð stór
geymsluhólf undir farangursgólf-
inu sem koma sér vel fyrir verð-
mæta hluti og búnað sem alltaf
á að vera í bílnum. Margar aðrar
sniðugar lausnir fylgja, svo sem
farangursnet, stangir á brautum til
að hemja farangur, 12 volta tengi
og öryggisnet fyrir ofan aftursætin.
Stífur, en frábær í akstri
Akstur Optima reyndist mjög
ánægjulegur, en hann er þó með
stífari fjöðrun en flestir keppi-
nautar hans. Hún er engu að síður
ekki of hörð en sportleg fyrir vikið.
Einhverjir myndu kjósa mýkri
fjöðrun, en það myndi líklega
koma niður á aksturseiginleikun-
um. Þeir eru til fyrirmyndar, utan
þess að stundum fannst manni að
bíllinn væri að leiðrétta sig á vegi
og stýringin væri því ekki fullkom-
lega á bílstjórans valdi. Með öllum
þeim aðstoðarkerfum sem eru í
mörgum nýjum tæknivæddum
bílum vill þetta oft verða raunin,
en telst ekki til kosta að mati
greinarskrifara. Mikið af akstursö-
ryggisbúnaði er í bílnum, hann
staðnæmist sjálfur við aðsteðjandi
hættu ef ökumaður gerir það ekki
sjálfur, getur sjálfur haldið jöfnu
bili frá bílnum á undan, er með
blindpunkts- og akreinaskipta-
viðvörun, nálgunarvara og í leið-
sögukerfi bílsins má sjá leyfilegan
hámarkshraða á öllum vegum.
Háu ljósin lækka sjálf við aðsteðj-
andi umferð, bíllinn leggur sjálfur
í stæði og fá má 360 gráðu mynda-
vélasýn kringum bílinn. Fá má
490 watta Harman Kardon hljóð-
kerfi í bílinn með 8 hátölurum og
bíllinn þá sem hljómleikahöll.
Skottið opnar sig sjálft með nálg-
unarskynjara og sætin eru bæði
með hitara og kæli. Þarna fer því
hátæknivæddur bíll, en sumt af
þessum búnaði þarf að panta sér.
7 gíra sjálfskipting með
tvöfaldri kúplingu
Optima er nú með 7 gíra sjálf-
skiptingu með tveimur kúpling-
um sem svínvirkar. Bíllinn kemur
með rafstýrðum dempurum frá
Sachs og má stjórna aksturshegð-
un bílsins með stjórntakka sem
einnig hefur áhrif á skiptingar og
snúning vélar. 1,7 lítra dísilvélin
er nú með 27% minni mengun og
ætti það að flytja Optima vel niður
um vörugjaldsflokk. Auk þess er
vélin 5% sneggri í 100 og með 5%
meira tog. Er þessi vél 141 hestafl
og með 340 Nm tog. Auk hennar
má fá 245 hestafla bensínvél og
með henni er bíllinn 7,4 sekúndur
í hundraðið. Tengiltvinnútgáfan
er 205 hestöfl, með uppgefna 1,6
lítra eyðslu og kemst 980 km á
fullum tanki og rafhleðslu. Fyrstu
54 km kemst hann á rafmagninu
einu saman. Mjög spennandi bíll
þar á ferð með engin vörugjöld
og býðst því á góðu verði. Það má
því segja að Optima sé nú loks við
hvers manns hæfi og ánægjulegt
að sjá þessar nýju útgáfur hans.
Þarna fer einn fallegasti bíll göt-
unnar, hlaðinn nýjustu tækni. Í
Optima finnast fáir gallar, aðeins
áðurnefnt inngrip í stýringu og
fremur lágur framendi bílsins.
staðnað í um 50% seldra bíla og er
því áfram spáð.
Gullfallegur að innan
og hlaðinn tækni
Kia Optima af fjórðu kynslóð
var prófaður í haust í München í
Þýskalandi og vart hægt að finna
betri aðstæður til að prófa slíkan
bíl á bestu vegum álfunnar. Allt í
senn voru í prufu sedan-útfærsla
bílsins, langbakurinn, GT-kraftaút-
gáfan og tengiltvinnbíllinn. Var
þar úr mörgu góðu að velja. Afar
góð tilfinning var að setjast um
borð því á móti manni tekur ein
af fallegri innréttingum bíla og
vart hægt að greina muninn frá
mun dýrari lúxusbílum. Reyndar
var þriðja kynslóðin fríð að
mikið
pláss
er í lang
baksgerð
inni og allt
skipulag til
fyrir myndar
í öllum gerð
um bílsins.
allt í
leðri
Tengil
tvinnbíllinn
er klæddur
leðri í grunn
útgáfunni.
1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r10 Bílar
1
0
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
E
5
-8
6
5
8
1
B
E
5
-8
5
1
C
1
B
E
5
-8
3
E
0
1
B
E
5
-8
2
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K