Fréttablaðið - 10.01.2017, Side 38
Mér finnst líka
skeMMtilegt við
þetta að sviðið er nánast
eins og hliðarsýningarsvið
á karnivali.
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun. is • www.sorg. is • sorg@sorg. is
Séra Ingileif Malmberg fjallar um barnsmissi
á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar miðvikudaginn 11. janúar
kl. 20:00 í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Að missa barn
Leikhús
hún pabbi
HHHHH
Borgarleikhúsið í samstarfi við
Trigger Warning
Listrænn stjórnandi: Kara Hergils
Höfundar: Halla Þórlaug Óskars-
dóttir og Kara Hergils í samstarfi við
leikhópinn
Leikstjóri: Pétur Ármannsson
Leikari: Hannes Óli Ágústsson
Frumsamin tónlist: Högni Egilsson
Leikmynd: Þórdís Erla Zoëga
Ljósahönnun: Kjartan Darri
Kristjánsson
Dramatúrg: Andrea Vilhjálmsdóttir
Á mörkum sviðsetningar og raun
veruleikans mætast leikarinn
Hannes Óli Ágústsson og pabbi hans,
transkonan Anna Margrét Grétars
dóttir, sem fór í kynleiðréttingu á
sextugsaldri. Hún pabbi var frum
sýnt síðastliðinn föstudag og er sam
st a r f sve r ke f n i
sviðslistahópsins
Trigger Warning
og Borgarleik
hússins.
Eftir 57 ára
feluleik gafst
Anna Margrét
upp og tilkynnti
fjölskyldu sinni
að hún ætlaði
að hefja kynleið
r é tt i n g a r f e r l i .
Á yfirborðinu
fjallar Hún pabbi
um þetta ævi
langa ferðalag
Önnu Margrétar
að sínu sanna
sjálfi, frá því að
vera fædd karl
maður en að
vera kona, og
viðbrögð sonar
hennar þegar
h e i m s m y n d
hans umturnast.
Sýningin fjallar samt sem áður um
miklu meira: Fjölskyldubönd, felu
leiki og samfélagslegar væntingar.
Sviðsetningin er einföld, nánast
í kabarettstíl, og leikstjórinn Pétur
Ármannsson gerir nokkuð vel að
afmarka sviðið og setja allan fókus
á leikarann þó að Litla sviðið sé ekki
endilega nægilega vel nýtt. Ljósa
hönnun Kjartans Darra Kristjáns
sonar er að sama skapi vafninga
laus en hugvitsamlega brotin upp
með skörpum lýsingarbreytingum.
Sömuleiðis er leikmynd Þórdísar
Erlu Zoëga fagurfræðilega skýr og
látlaus.
Hannes Óli hikar ekki við að
kryfja fjölskyldusamskipti til mergj
ar með góðri aðstoð Köru Hergils og
Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur sem
halda utan um handritið, en Kara
er einnig listrænn stjórnandi sýn
ingarinnar. Góðri viðbót af fínum
húmor er stráð inn í frásögnina og
sviðshreyfingarnar eru hressandi og
hjartnæmar.
Sviðsverund og nærvera Hann
esar Óla er einlæg og laus við alla
tilgerð. Hann er hér til að segja
áhorfendum sögu konunnar pabba
síns frá sínu eigin sjónarhorni með
aðstoð fjölskylduljósmynda, popp
laga og bíómynda barnæskunnar.
Tímasetningar hans eru gríðar
lega góðar og samband hans við
áhorfendur traust. Kvikmynda
brotin eru hugvitsamlega saumuð
inn í frásögnina þar sem nostalgía
æskuáranna er skoðuð upp á nýtt
og endurskilgreind.
Atriðið þar sem faðir, móðir og
sonur halda upp á aðfangadag í
síðasta sinn saman er gjörsamlega
ógleymanlegt og sprenghlægilegt.
Þarna endurspeglast spennitreyja
hefðanna, íslenska listin að ræða
alls ekki um hlutina og leikritið
sem fjölskyldur leika, jafnvel þegar
tilvist þeirra er
að hrynja allt í
kringum þau.
Einhver þarf bara
að rétta grænu
baunirnar, hrósa
hryggnum og
láta eins og allt
sé í lagi.
Högni Egils
son semur tón
list sýningar
innar sem er
lágstemmd og
lætur lítið fyrir
sér fara framan
af en nær algjör
um listrænum
hápunkti þegar
Hannes Óli frem
ur eins konar
helgisið með
því að ganga um
sviðið á háum
hælum bókstaf
lega íþyngdur
ævisögu pabba
síns. Þarna small allt saman í ein
staklega áhrifaríku atriði þar sem
ekkert er sagt en öllu komið fyrir í
einfaldri gjörð.
Í heildina er Hún pabbi hnit
miðuð og hreinskilin sýning um
flókið málefni, hún hefði jafnvel
mátt vera lengri og grafa dýpra en
slíkt er kannski til of mikils mælst.
Hannes Óli Ágústsson er sérlega
hæfileikaríkur leikari sem vert er að
gefa fleiri tækifæri. Sviðshópurinn
Trigger Warning kemur sterkur til
leiks með hjálp Borgarleikhússins
og áhorfendur eru hvattir til þess að
ljá þessari áhrifaríku sýningu bæði
eyru og augu.
Sigríður Jónsdóttir
NiðursTaða: Afhjúpandi sýning
sem er í senn sorgleg, hjartnæm og
bráðfyndin.
Sonurinn og konan pabbi hans
V ið Hverfisgötuna í Reykjavík er rekið skemmtilegt gallerí sem kallast Wind and Weather Window Gallery sem gæti
útlagst Gluggagalleríið út í veður
og vind. Galleríið er listamanna
rekið en núna þessa dimmustu daga
árins ætla nokkrar gjörningakonur
að sýna þar seríu í þremur hlutum.
Það er gjörningalistakonan Kathy
Clarke sem heldur utan um verk
efnið og hún segir að fyrsta verkið
hafi fengið góðar viðtökur þegar
það hóf göngu sína um síðustu
helgi.
„Fyrsta verkið, þá vinnum við
Ásdís Sif Gunnarsdóttir gjörninga
listakona þetta saman. Hún ætlar
að koma fram alls fimm sinnum á
því tímabili sem hún er með gallerí
ið. Það er öllum velkomið að koma
og taka þátt en Ásdís Sif býður fólki
að setjast fyrir framan gluggann en
hennar persóna er völvan Madame
Lilith sem kemur frá öðum tíma og
rúmi jafnvel. Madame Lilith mun
svo bjóða upp á spádómsfundi og
færa fólki upplýsingar um óendan
lega nærveru með aðstoð upplýs
ingatækni. En þegar völvan er ekki
til staðar í líkama þá verður hún til
staðar fyrir tilstilli upptökutækni.“
Einnig er hægt að panta tíma
hjá völvunni í gegnum netfangið
asdissifgunnarsdottir@gmail.com
en sýningarnar eru einnig allar
straumspilaðar í beinni útsendingu
á artzine.is.
„Mér finnst líka skemmtilegt við
þetta að sviðið er nánast eins og
hliðarsýningarsvið á karnivali. Í
þessari innsetningu situr Madame
Lilith í hásæti sínu innan um allt
sitt hafurtask. Mér finnst þetta vera
áhugaverð og skemmtileg leið til
þess að lýsa upp skammdegið þessa
dimmustu dagar vetrar og færa fólki
eitthvað skemmtilegt sem er bók
staflega frá öðrum heimi.“
Kathy segir að síðasta sýningin
hjá Madame Lilith verði þann 20
janúar og í framhaldinu taki Ásta
Fanney Sigurðardóttir við. Sýning
Ástu nefnist Ráðgjafinn og þar
mun verða boðið upp á þjónustu
í gluggaskrifstofu innra eftirlits.
Ráðgjafinn kemur til með að skoða
ýmsar ráðgátur sem leynast í strúkt
úrum hversdagsins. „Ásta Sigríður
er myndlistarkona en einnig tón
listarkona og ljóðskáld. Þessi sýn
ing er því óræð blanda af alls konar
miðlum sem safnast saman í fyrir
bæri sem hún nefnir Zolta, þar sem
mynstur glundroðans er gert að við
fangsefni.“
Í febrúar tekur svo þriðja lista
konan við en það er Katrín Inga
Jónsdóttir. Þessi þriðja sýning serí
unnar kallast Nuddarinn. „Katrín
Inga ætlar að kynna núning lista
með þeirri nánu þjónustu sem
fótanudd er. Hún leggur upp með
að miðla einlægninni sem listin
vinnur að í þjónustu við samfélagið.
En fótanuddið er myndhverfing yfir
það sem listamenn gera á öðrum
sviðum og miðlar djúpri nærveru
með sambærilegum hætti.“
magnus@frettabladid.is
Gjörningar gegn skammdegi
þrjár gjörningalistakonur sýna á næstunni seríu gjörninga í
skemmtilegu en óvenjulegu galleríi við hverfisgötuna.
Hannes Óli Ágústsson er sérlega hæfi-
leikaríkur leikari sem vert er að gefa fleiri
tækifæri, segir í leikdómi.
FréttabLaðið/anton brink
Ásdís Sif Gunnarsdóttir og kathy Clark fyrir framan Wind and Weather Window Gallery við Hverfisgötuna. FréttabLaðið/SteFÁn
1 0 . j a N ú a r 2 0 1 7 Þ r i ð j u D a G u r22 M e N N i N G ∙ F r É T T a B L a ð i ð
menning
1
0
-0
1
-2
0
1
7
0
5
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
E
5
-6
8
B
8
1
B
E
5
-6
7
7
C
1
B
E
5
-6
6
4
0
1
B
E
5
-6
5
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K