Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1994, Síða 7

Víkurfréttir - 14.04.1994, Síða 7
WffUÆFRÉTTIR 14. APRÍL 1994 7 Fjasað á fimmtudegi VALUR KETILSSON VIÐ VILJUM FRANSKBRAUD „Æ, hvur fjárinn í heit- asta...“ , hreytti ég önugur og argandi út úr mér í bleikrós- ótta sófanum, þegar óvæntur og óvelkominn smellur rauf næturkyrrðina eigi alls fyrir löngu. Stjörnubjart him- inhvolfið teygði anga sína.inn um saltpæklaðan stofugluggann þar sem ég sat og hámaði í mig grjót- harða sjávarafurðina og svei mér þá, ef ég sá ekki sama undrunarsvip karlsins í tunglinu bregða fyrir við þennan leiðigjarna atburð. Osjálfrátt leitaði tungubrodd- urinn, eins og villidýr að bráð. að brotnu rekkverkinu í efri góm fórn- arlambsins og komst að þeirri nið- urstöðu að nauðsynlegt væri að panta tíma hjá erkióvini Karíusar. Á tali hjá Siggu Fía „Af hverju þarf þessi andsk... bitafiskur að vera svona góður“, stundi ég sáran og boraði tungunni þéttingsfast í hyldýpið, sem hann Þorleifur á Suðurgötunni hafði fyr- ir töluvert mörgum árum fyllt af silfri og öðrum góðmálmum. Mér er alltaf vel minnistætt hversu vel upp lagður maður var að mæta til hans, enda var karlinn ræðinn og vinalegur á allan hátt af tannlækni að vera. Svo ekki sé talað um að hafa komist í þá stöðu að geta brúkað kjaft í orðsins fyllstu við Siggu Fía, klínikdömu, sem alltaf gat haldið manni upp á snakki fram undirdeyfingu. I þungum þönkuml Mynd: Hilmar Bragi Iðnsveinafélag Suðumesja ORLOFSHÚS Frá og með 15. apríl n.k. til og með 6. maí 1994 verður tekið á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum félagsins sem eru á eftirtöldum stöðum. Hús í Húsafelli. Hús í Þrastarskógi. Tvær íbúðir á Akureyri. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins að Tjarnargötu 7, Keflavík. Viku leiga greiðist við úthlutun eða í síðasta lagi 31. maí. Eftir það verða ógreiddar umsóknir ekki í gildi. Orlofsnefnd I.S.F.S. Enga deyfingu, takk! „Já, þá voru sko málefni líðandi stundar rædd fyrir deyfingu, vel að merkja. Það vill nefnilega vefjast fyrir manni að ræða hlutina við þessa „ungu“ lækna, þegar þrjár til fjórar bómullartúpur, munnvatns- sogrör, tanntangir af öllum stærð- um og gerðum og borvélar þvælast fyrir hálfdauðri tungunni á sama tíma. Eg tala nú ekki um þegar þeir spyrja mann „Þarf nokkuð að deyfa þetta, ég verð enga stund að þessu...“ og ætlast til að maður ræði pólitíkina við þá á meðan tauga- ræturnar engja líkamann sundur og saman í stólnum, svo ekki sé minnst á ofkælingu munnvatnssogrörsins, sem er engu síðri pína en deyfingin sjálf. Snúðar með glassúr Jæja, skítt með alla skynsemi og ýkjur, leiðum heldur hugann aftur að tannfyllingunni sem brást. Sam- kvæmt skoðun „ungu“ tannlækn- anna í dag, þá er það óumdeild staðreynd, að gömlu karlarnir hafa fyllt okkur af silfurnámum, sem því miður kemur til með að gera út- slagið með tannheilsu okkar kyn- slóðar á komandi árum. Að sjálfsögðu koma nýjar og betri aðferðir í dagsljósið á hverju ári og það má vel vera „krónurnar“, í víðasta skilningi þess orðs, hafi orðið óþarflega margar þegar upp var staðið, en ég held að lítilsmegn fræðsla og aðhaldsleysi hafi nátt- úrlega verið aðalorsökin fyrir því að þurfa allar þessar viðgerðir. Þetta eru helvítis snúðarnir og allt sjoppuátið, sem við eigum að snú- ast gegn. Það á að herða forvarnir til muna. Upp með flúorinn Svona til að sýna ykkur hvað maður lærir síðan af mistökunum, þá mokar maður nammi í poka allt árið um kring handa krílunum sín- um, heimsóknir til ömmu og afa hafa ávallt verið „sætar“ og tveggja lítra gosflöskur eru alltaf til í ís- skápnum á mínu heimili. Reyndar er ég þeim mun harðari við litlu englana að bursta í þeim tennurnar, potandi upp í þau með tannstöngli og er að kenna þeim á tannþráðinn í augnablikinu. Aðeins eitl í lokin og það er nokkuð sem sem alltof fáir nota til að gefa púkunum sínum, en það eru flúortöflurnar. Eg get fullyrt að það er ekki ein einasta skemmd komin í ljós ennþá (7,9, 13) enda hafa þau fengið töflurnar frá tveggja ára aldri og ég lofa ykkur því, að ég mun moka þeim upp í þau, allavega fram undir fermingu. Valur Ketilsson. Tónlistarskólinn í Keflavík: FORSKÓLAKYNNING Eins og undanfarin ár býður Tónlistarskólinn í Keflavík börnum á aldrinum 6-8 ára uppá for- skólakynningu. Kynningin fer fram dagana 25. apríl - 27. apríl og 2. maí - 4. maí samtals 4 kennslustundir. Kennari er Sigríður K. Halldórsdóttir tón- menntakennari og fóstra. Kennt verður í 8 manna hópum. Innritun og nánari upplýsingar í Tónlistar- skólanum í Keflavík sími 11153, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13-17. Þriðju- daga og föstudaga kl. 09-13. P.S. Síðast komust færri að en vildu. Tilboð á fyálmum kr. 2.950,- m/skyggni Barna regngallarfrá 66 N MAX íslenskir kerrupokar jrá Tjaldborg og Max V. Skeljungsbúðin Hafnargötu 79 - S: 13322 - Uvuz aííwMVuvt! Cross barnavagnar frá Vörðunni Chicco barnavörur í miklu úrvali Baðborð ýmsar gerðir Britax barnakerrur, glæsileg hönnun, margirfylgihlutir.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.