Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 14.04.1994, Blaðsíða 20
| Fyrirtæki, i stofnanir. i Getum bætt við okkur i bakkamatí Bilabiónustan GLJÁI ÞVOTTUR BÓN RYÐVÖRN DJÚPHREINSUN BÍIAKRINGLAN GRÓFIN 8 - S: 14299 Ekið inn frá Bergvegi 98542917 Beint samband við fréttamann á kvöldin og um helgar OPNUNARTÍMI í HEIMSENDINGUM Mánud.- fimmtud. 11:00 - 23:30 Föstud.-laugard. 11:00 - 05:00 Sunnudaga 11:00-01:00 SÍMI 14067 Stœrsta frétta- og auglýsingablaðid á Suðurnesjum F R E T T I R / 5/15 Fimmtudagur 14/4 ♦ Séð yfir hið nýja íþróttamannvirki í Grindavík ofan úr vatnsrennibrautinni. Sundlaugin cr 25 metra löng, alvöru sundlaug. Myndir: Pnll Ketilsson Glæsileg sundlavg vígð á 20 ára afmæli bæjaríns Nýtt glæsilegt sundlaugar- mannvirki í Grindavík var tekið í notkun sl. laugardag í tengslum við afmæli bæjarfé- lagsins. Fyrsta skóflustunga að sundlauginni var tekin um mitt ár 1992. Eðvarð Júlíus- son. forseti bæjarstjórnar Grindavíkur sagði við vígslu laugarinnar að með þessu væri langþráður draumur að rætast og að sú góða aðstaða sem nú skapast, verði íþrótta- fólki hvatning til að skara frarnúr í sundi, eins og íþróttafólk í Grindavík hefur gert á landsvísu, í öðrum keppnisgreinum. Aðalverktaki við bygging- una var Hilmar Hafsteinsson. Sundlaugin er 25x12,5 metr- ar. Tveir heitir pottar eru við hana og vaðlaug með „svepp" að ógleymdri vatnsrennibraut. Húsið er ein hæð. með bún- ingsklefum. tækjarými og þrekþjálfun í kjallara. Heild- arkostnaður er um 140 millj- ónir kr. Kvenfélag Grindavík- ur og slysavarnardeildin Þór- katla gaf eftirlitsmyndavélar af fullkomnustu gerð og þá gaf Hilmar Hafsteinsson, að- alverktaki stóra loftljósmynd af svæðinu. Að loknum ávörpum og ræðum blessaði séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknar- prestur sundlaugina. Hjónin Guðrún Jóelsdóttir og Þorlákur Gíslason klipptu á borða og opnuðu laugina formlega. Fyrsta sprettinn tók svo sund- konan frækna, Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Grunnskólanem- ar fengu svo að dýfa fótum sínum í herlegheitin og prófa rennibrautina. ♦ Hjónin Guðrún Jóclsdóttir og Þorlákur Gíslason. Þau klipptu á borða sem strengdur var við enda laugarinnar og opnuðu laugina þannig formlega. Innbrot við Seltjörn Brotist var inn í veiðihúsið við Sel- tjörn um helgina. Þaðan var stolið spúnum og ýmsum stangveiðibúnaði. einnig var útvarpi og fleiru stolið. Ekki er vitað hver var þarna að verki. Stálu nammi og peningum Tveir 18 ára piltar viðurkenndu innbrot á Knattborðsstofuna í Sand- gerði um helgina. Þar stálu þeir sæl- gæti og einhverju af peningum. Pilt- arnir voru grunaðir um innbrotið og það staðfestist við yfirheyrslur. Brutu póstkassa Ungir drengir unnu nokkrar skemmdir á tíu póstkössum í íbúðum aldraðra í Sandgerði á þriðjudag. Drengirnir brutu póstkassana sem voru úr plexigleri. Lögreglan veitti skemmdarvörgunum tiltal. Lögreglan: w Atak gegn hraðakstri -alhr spenni beltin Lögreglan í Keflavík. Grindavík og víðar á SV-horninu efnir til sérstaks umferðarátaks dagana 14.-20. apríl nk. Þá verður mældur ökuhraði og fylgst með því hvort menn eru í öryggisbelt- um. Nú verður sektað grimmt og engir „sénsar" gefnir. Það er því kominn tími til að létta á bensínfætinum og spenna beltin. MUNDI Hitar Grindavíkurliðið upp í nýju vatnsrennibraut- inni fyrir leikinn i kvöld? Landsbanki íslands Útibúin á Suðurnesjum Bjóðum góða, ódýra og fljótvirka þjónustu \ i • Keflavík - Sími 11288 • Leifsstöð - Sími 50350« Sandgerói - Sími 37800 • Grindavík - Sími 68799 ^

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.