Víkurfréttir - 02.11.1995, Síða 6
6
2. NÓVEMBER 1995
VlffURPRÉTTIR
Bridsfélagið Munin:
Karlarnir efstir
Karl G. Karlsson og Karl Einarsson fóru með sigur af hólmi í
þriggja kvölda haustþrímenningi Bridsfélagsins Munins í
Sandgerði sem lauk í síðustu viku. Úrslit urðu annars þessi.
Miðlungur er 156
1. Karl G. Karlsson og Karl Einarsson................209
2. Eyþór Jónsson og Garðar Garðarsson.................189
3. Svala Pálsdóttir og Vignir Sigursveinsson..........188
4. Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason..............178
5. Trausti Þórðarson og Þröstur Þorláksson............164
f gærkvöldi hófst þriggja kvölda sveitakeppni (Monrat) og laug-
ardaginn 11. nóvember verður stórmót Samvinnuferða Landsýnar
í íþróttahúsinu í Sandgerði. Þegar hafa 50 pör skráð sig til keppni.
Skráning er í símum 421 3632 (Garðar), 423 7759 (Magnús) og
hjá Bridssambandinu í síma 587 9360.
.........................
Líkamsárás kærð
Líkamsárás var kærð til
lögreglunnar í Keflavík um
helgina. Þá var önnur
líkamsárás kærð til Grinda-
víkurlögreglunnar. Ekki var
um alvarlegar árásir að ræða
en algengt er orðið að
lögreglu berist kærur vegna
minniháttar slagsmála.
Rúðubrot
Tvær rúður voru brotnar í
myndbandaleigunni Mynd-
list í Hólmgarði um síðustu
helgi. Ekki er vitað hver
braut rúðurnar. Rúðubrot
eru orðin mun færri en áður
enda er það ekki „inn“ að
brjóta rúður í dag.
Fimm með Maríúana
Fimm voru handteknir
vegna gruns um eiturlyfja-
neyslu í Keflavík um síð-
ustu helgi. Maríúana fannst
í fórum fimmmenningana
og óverlulegt magn af
öðrum fíkniefnum. Að-
ilarnir voru færðir til stöð-
var þar sem þeir sváfu úr sér
vímuna áður en þeir voru
teknir til yfirheyrslu.
♦ Stnrln Eðvarðsson, verslunarstjóri í Samkaup og Sigurjón Héðinsson, bakarameistari fyrir framan
nýja bakaríið.
Nýtt bakarí í Samkaup
Nýtt bakarí opnar í Samkaup
á morgun. Rekstur þess verður
í höndum Samkaups en allt
bakkelsi sem boðið verður upp
á kemur frá Sigurjónsbakaríi.
„Við erum með þessu að
auka enn frekar þjónustuna við
viðskiptavini okkar“, sagði
Sturla Eðvarðsson, verslunar-
stjóri í Samakaup. Nýja bakarí-
ið verður staðsett inn í miðri
versluninni og vörur sem eru
keyptar þar eru síðan greiddar
við kassa. Undanfarin ár hefur
Sigurjónsbakarí verið með bak-
arí við innganginn í Samkaup
og viðskiptavinir hafa því þurft
að greiða sérstaklega það sem
keypt hefur verið þar.
f nýja bakaríinu sem er sér-
lega glæsilegt, verður boðið
upp á fjölbreytt úrval af nýbök-
uðum brauðum og kökum á
hverjum degi og verðlag mjög
hagstætt. „Við munum keyra á
tilboðum alla daga“, sagði
Sturla og bætti því við að upp-
setning bakarís inní versluninni
væri lokaliður í umfangsmikl-
um breytingum á versluninni
sem staðið hafa yfir síðustu
mánuði.
I tilefni opnunarinnar fá allir
viðskiptavinir Samkaups
rjómatertusneið í nýja bakarínu
á morgun, föstudag.
♦ Frá undirbúningi sprenging-
arinnar í Keflavíkurhöfn.
VF/mynd: Hilmar Bragi
Keflavíkurhöfn:
Neöansjávar-
sprengingar við gatið
Neðarsjávarsprenging var framkvæmd við gatið í Kefla-
víkurhöfn sl. mánudag. Tvö stór stykki úr höfninni sem liggja á
botni hafnarinnar þurfti að sprengja í þrjá hluta. Til þess verks
voru notaðar nokkrar túpur af dýnamíti. Það var síðan í hádeginu á
mánudaginn sem sprengingin var framkvæmd. Einungis nokkrar
loftbólur sáust á sjávarfletinum en hús í nágrenninu, eins og t.d.
pósthúsið, nötruðu í sprengingunni sem var mjög öflug.
Ætlunarverkið, að brjóta niður steypustykkini á hafsbotni, tókst
vel.
♦ Það voru eingöngu nokkarar loftbólur sem komu upp á yfirborðið
við sprenginuna, en sprengjusérfræðingar áttu allt eins von á góðri
gusu og vænum reykjarbólstri.
Allar BOXÝ dýnur með 15% afslætti.
R.B. rúmin með 20% afslætti.
Enduniýjaðu gömlu dýnuna og fáðu þér
nýja frá R.B. á dýnudögum í Bústoð.
Sérpöntmn eftir máli. 15% afsláttur.
ATHUGIÐ!
Kyniium nýja gerð af
amerískuin riimdýnuin.
Aýjasta nýit - sem slær öllu við!
Verðið kemur þægilega á óvart!
nudagar á Haustdögum í Bústoð!
ajunc|ilak.
Sængur o§ koddar
á lilboðsverði!
Sængur frá kr. 3.600.-
Koddar frá kr. 1.400.-
Tjarnargötu 2 - Keflavík - sími 421 3377