Víkurfréttir - 02.11.1995, Page 22
22
2. NÓVEMBER 1995
VllfUPFRÉTTIR
Eftirtalin tilDoö gilda gegn framvísun
TILBOÐSMIÐA sem verða afhentir í flestum
verslunum sem taka þátt í Haustdögum
- sé verslað fyrir 3.000 kr. eða meira.
ATH.: Þessi tilboð gilda einungis gegn framvísun tilboðsmiða.
Tilboð: Gildir 2.-8. nóvember
16 tommu pizza og önnur eins fylgir meö.
Aðeins ef borðað er á staðnum.
Tilboð: Gildir 2.-6. nóvember
Hamborgari m/osti, franskar og PEPSI superdós
Tilboðsverð kr. 425.-
Tilboð: Gildir sunnudaginn
5. nóvember
16 tommu pizza, 3 ólegg, 1 2
tommu hvítlauksbrauð, 1 skammtur
franskar, salat, 4 stór kókglös
Rétt verö 2.665.-
Tilboósveró aóeins 1.890.-
Gildir í veitingasal, ekki
heimsendingu eða sótt
Tilboð:
Fjölskyldudagur á Glóöinni
Sunnudag 5. nóvember
og alla sunnudaga í nóvember
Íex-Mex fjúflinjshinga mel fiitíhiin, sslati, sslsa,kartöfb 05 kryddgrjóiiym.kr. 999,-
Lamfca-jrillsteik Bernaise mel salati, 05 bakalri Itartöflu..................kr. 999,-
Frítt fyrir börnin frá kl. 17-20, eitt barn á hi/ern fullorðinn.
Opið frá kl. 17:00 á sunnudögum alla aára daga frá kl. 11:30.
Blysför í Sandgerði
Grunnskólanemar í Sandgerði stóðu fyrir bhjsför sl. mánudags-
kvöld vegna atburðanna á Flateyri. Gengu þeir saman íhóp frá
grunnskólanum að minnismerkinu „Álög“ þar sem flutt var lag og
texti Hallbjöms V. Rúnarssonar og Jórunnar Bjarkar scm heitir
„Andrá". Fjölmenntu grunnskólanemar í þessa athöfn og sýndu
þannig samhug í vcrki. VF-mynd Oddgeir.
Suðurnesjamenn í
F rammara-ráðuney ti
Helgarpósturinn greindi frá
því á dögunum að Halldór Ás-
grímsson, utanríkisráðherra
væri búinn að vera duglegur í
mannaráðningum undanfarna
daga og vikur. Þrír þessara
fimm starfsmanna sem ráðnir
hafa verið í ráðuneyti Halldórs
♦ Axel Nikulásson
eru Suðurnesjamenn. Sá fyrsti
sem ráðinn var er Njarðvíking-
urinn Hilmar Þór Hilmarsson.
Hann er aðstoðarmaður Hall-
dórs. Anna Ósk Kolbeinsdótt-
ir, einn af frambjóðendum
Framsóknarflokksins fyrir síð-
ustu bæjarstjórnarkosningar í
Reykjanesbæ var ráðin til að
sinna skrifstofustörfum í ráðu-
neyti Halldórs. Þá réði Halldór
Axel Nikulásson, sem er betur
þekktur fyrir afskipti sín af
körfuknattleik, sem deildarsér-
fræðing á viðskiptaskrifstofu
ráðuneytisins. Axel er sá eini af
þessum þremur sem ekki hefur
haft afskipti af pólitík. Þau
Hilmar og Anna hafa verið virk
í Framsóknarflokknum í mörg
ár. Hilmar starfaði undanfarin
ár í Alþjóða bankanum í Was-
hington en Anna var í aðeins
minni bankastofnun; Spari-
sjóðnum í Keflavík...
Úr gjaldþroti í Leifsstöð
Einn þeirra starfsmanna sem
ráðnir hafa verið til sérverkefna
í Utanríkisráðuneytinu er Þórð-
ur Ingvi Guðmundsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri fjár-
mögnunarfyrirtækisins Lindar.
Það fyrirtæki rann sitt skeið á
enda fyrr á þessu ári og það
með nokkrum skell, eða 700
milljón kr. gjaldþroti. Þórður er
með það sérverkefni að gera
úttekt á rekstri og skipulagn-
ingu Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar en rekstur stöðvarinnar
hefur verið í mínus frá fyrsta
degi og lilaðið upp verulegum
skuldahala. Hluti skýringa sem
yfirmenn stöðvarinnar liafa
bent á er að hluti tekna stöðvar-
innar hefur verið látinn renna í
önnur verkefni tengd fluginu
annars staðar á landinu. Menn
bíða síðan spenntir eftir nýrri
úttekt á Leifsstöðinni...