Víkurfréttir - 02.11.1995, Page 27
VlffURFRÉTTIR
2. NÓVEMBER 1995
27
DHL-deildin í körfu:
r
n
Suðurnesjaliöin
í toppslagnum
Öruggt hjá UMFN
Njarðvíkingar unnu öruggan
sigur á Valsmönnum í Ljóna-
gryfjunni í Njarðvík á þriðju-
dagskvöldið. Lokatölur urðu
90-72 eftir að staðan í hálfleik
hafði verið 38-31.
Valsmenn sáu aldrei til sólar
gegn íslandsmeisturunum og
urðu að sætta sig við enn eitt
tapið en liðið er nú það eina
sem ekki hefur unnið leik á
mótinu. Stigahæstir Njarðvík-
ur: Teitur 30. Ronday 15, Frið-
rik 15, Páll 14.
Valur: Bergur Emils 21,
Bjarki 17.
Sannfærandi
sigur Keflavíkur
Keflvíkingar sigruðu Borg-
nesinga í Keflavík í fyrrakvöld
með 25 stiga mun 99-74. Stað-
an í leikhlé var 42-39 fyrir
heimamenn.
Jafnt var á með liðunum í
fyrri hálfleik og þá tókst gest-
unum að halda niðri hraða
Keflvfkinga. í þeim síðari völt-
uðu heimamenn hreinlega yfir
Skallagrímsmenn.
Stigahæstir Keflavíkur: Al-
bert 19, Lenear 18, Guðjón 17.
Skallagrímur: Ermolinskij
24, Bragi 14 og Gunnar 11.
Naumt tap
hjá Bikarmeisturum
Grindvíkingar máttu þola tap
gegn ÍR-ingum í hinum erfiða
Seljaskóla í fyrrakvöld. Aðeins
munaði tveimur stigum í lokin
82:80 fyrir ÍR. Staðan í hálfleik
var 42-40 fyrir heimamenn.
Lokamínúturnar og sekúnd-
umar voru æsispennandi. Liðin
skiptust á að halda forystunni
lokamínúturnar. Þegar hálf
mín. var eftir voru IR-ingar
yfir 82-80. Hjörtur Harðarson
fékk boltann þegar 15 sek.
voru til leiksloka og hafði
möguleika á að jafna eða kom-
ast yfir en mistókst skottilraun-
in.
Stigahæstir UMFG: Myers
28, Guðmundur Br. 15, Helgi
Jónas 13.
ÍR: Herbert 25, Eiríkur og
Jón Öm 16 hvor.
Toppleikur í Njarðvík
Það verður hörkuviðureign í
Njarðvík þegar heimamenn
mæta Grindvíkingum í kvöld
kl. 20. Njarðvíkingar hafa ver-
ið á siglingu eftir slæma byrjun
í mótinu. Grindvíkingar eru
líka í ágætri stöðu í B-riðli og
vilja örugglega ekki fara neðar
en þeir eru. Keflvíkingar fá
botnlið Vals í heimsókn. Báðir
leikimir hefjast kl. 20.
♦ Þeir Ronday Robinson,
UMFN og LA Bums verða í eld-
línunni í kvöld. UMFN mætir
UMFG og Keflavtk leikur við
Val.
HÁDEGISTILBOÐ
I NÓVEMBER!
6.-10. NOV - ITALSKT
13.-17. NÓV - MEXÍKANSKT
20.-24. NÓV - INDVERSKT
27. NÓV. -1. DES - AMERSÍSKT
SÍMINN ER
421 1777
Jón Kr. tekur
við landsliðinu
Jón Kr. Gíslason, þjálfari
I og leikmaður Keflavíkurliðs-
| ins í körfuknattleik var í vik-
| unni ráðinn landsliðsþjálfari.
Hann mun sjá um undir-
I búning og þjálfun landsliðsins
: fram yfir Evrópukeppnina í
■ körfuknattleik sem verður í
I lok maí 1996. Eftir þann tíma
I mun landsliðsnefnd og þjálf-
| ari setjast niður og meta
■ möguleikana á framlengingu
■ samningsins.
Stefna landsliðsnefndar og
' þjálfara hefur verið sett á að
I sigra í aukakeppni Evrópu-
I keppninnar „Preliminary
| Round“ sem haldin verður í
■ lok maí en þátt taka sex þjóð-
I 'r-
Jón Kr. Gíslason hefur leik-
1 ið 158 landsleiki fyrir íslands
• hönd og verið fyrirliði liðsins
I síðustu fimm árin. Tvisvar
| hefur Jón verið valinn körfu-
I knattleiksmaður ársins af KKI
■ og einu sinni valinn sem slík-
■ ur af leikmönnum úrvals-
! deildar. Þrisvar hefur Jón
I hlotið nafnbótina „íþrótta-
I maður Keflavíkur" og tvisvar
| „Iþróttamaður Suðurnesja".
| Jón hefur auk þess að leika
I______________________________
með Keflavík þjálfað liðið
undanfarin fimm ár. Undir
hans stjórn hefur Keflavfk
þrisvar orðið íslansmeistari
og tvisvar Bikarmeistari.
Hann þjálfaði kvennalið
Keflavíkur árin 1986-89 og
leiddi liðið til sigurs á ís-
landsmóti tvisvar og í bikar
þrisvar sinnum.
* filll til ticimavíngerðt ir
í sérvcnliin •
♦ víngeiðarmannsins EJ ' ét o
,w -*x „ - >i° l/
Opið kl. 13-18 í
mónudaga til föstudago PÉ3p®ffilÉ \ mm
íþróttahúsið í Keflavík:
DHL deildin
Fimmtudagur 2. nóvember kl. 20:00
KEFLAVÍK - VALUR
Frítt fyrir
grunnskólabörn
og yngri
& /i
Landsbanki
íslands
Útibúin á Suðurnesjunum
ÁFRAM KEFLAVÍK!