Orð og tunga - 01.06.1997, Page 19

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 19
Stefán Karlsson: Þættir úr sögu Blöndalsbókar 7 Ljósprentið frá 1952 mun hafa selst upp að mestu um það leyti sem Viðbætirkom út, og var þá aftur tekin upp lík aðferð og fyrr, þ.e.a.s. að leyfi stjómarformanns þurfti til að kaupa eintak. Halldór Halldórsson gerði áætlun um nýja ljóprentun 1975, en ekki varð af fram- kvæmdum þá, enda hefði sjóðurinn hrokkið skammt til að greiða kostnað við hana, því að Viðbætir hafði selst heldur dræmt og fé sjóðsins rýmaði að verðgildi vegna verðbólgu (M). Loks var ráðist í ljósprentun 1980, og fengust styrkir til hennar úr ýmsum sjóðum, Þjóðhátíðarsjóði, Sáttmálasjóði, Framkvæmdasjóði, Dansk-islandsk Fond og Nordisk Kulturfond (M). Nýja útgáfan var prentuð í 3.000 eintökum eins og hinar fyrri, og seldist þriðj- ungur upplagsins við útkomu á sérstöku áskriftarverði, enda hafði útgáfan verið kynnt rækilega. Fyrir bragðið urðu tekjur sjóðsins meiri en útgjöld á útgáfuári (M). Við útkomu nýja ljósprentsins seldist Viðbætirupp, og þá var hann einnig ljósprent- aður í 3.000 eintökum 1981, en hann seldist minna en ætlað var, þannig að ljóst er að fjölmargir eigendur Blöndalsorðabókar hafa ekki eignast Viðbæti. Hið íslenska bókmenntafélag hefur Blöndalsorðabók og Viðbæti í umboðssölu, og verður hvorttveggja væntanlega á markaði enn um allmörg ókomin ár, enda hefur auglýsingum verið haldið í skefjum að ráði formanns sjóðstjórnar, sem vill að upplagið endist sem lengst svo að þeir sem hafa þörf á að eignast bókina eigi þess kost. Engin orðabók hefur leyst orðabók Sigfúsar Blöndal og samverkamanna hans og eftirmanna af hólmi. Heimildir: A: Sigfús Blöndal, „Fortale" 19. júlí 1924, íslensk-dönsk orðabók (Rv. 1920-24). B: Björg C. Þorlákson, ísland skaparfordœmi og greinargerð á umsóknum til Alþingis fyrir hina íslensk-dönsku orðabók Sigfúsar Blöndal og samverkamanna (Rv. 1928). C: „Gögn er varða Orðabók Sigfúsar Blöndals“, ótölusett í Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni, handritadeild. D: „Gögn úr fórum Sigfúsar Blöndals“, ótölusett í Landsbókasafni íslands - Háskóla- bókasafni, handritadeild.3 E: „Orðabækur og orðabókarsjóður", syrpa í Þjóðskjalasafni Islands 2973-1936, komin úr stjórnarráði íslands. F: Stjórnartíðindi fyrir ísland árið 1917 A-deild, bls. 189, og árið 1919 A-deild, bls. 96. G: „Stofnskrá fyrir íslensk-danskan orðabókarsjóð“, Stjórnartíðindi fyrir Island árið 7927B-deild, bls. 74-76. H: Jón Helgason, „Sigfús Blöndal sjötugur", Frón, 2. ár (Kh. 1944), bls. 129-32. I: Páll Eggert Ólason, íslenzkar œviskrár V (Rv. 1952), bls. 474-75. 3Þessi gögn vóru afhent af Klemens Tryggvasyni fv. hagstofustjóra 3.7. 1987 og eru komin frá Hildi Blöndal, síðari konu Sigfúsar. Þetta eru einkum persónuleg gögn, þ.á m. myndir, og tvær þeirra eru birtar í þessu riti. Eftirtökur þeirra gerði Jóhanna Ólafsdóttir, Stofnun Áma Magnússonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.