Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 99

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 99
Hrefna Arnalds: Danskan í orðabók Sigfúsar Blöndals 87 I flestum tilvikumer þó aðeins um stafsetningarvillurað ræða. Hitt er svo annað mál að oft mun hann ekki finna orðið sem hann er að leita að því að í bókina vantar að sjálfsögðu allan nýjasta orðaforðann og auk þess þyrfti hann að leita á þremur stöðum til að leita af sér allan grun (í bókinni, í viðbætinum aftast í henni og í viðbætinum sem gefinn var út 1963). Ég held því að neminn gæfist fljótlega upp á að nota bókina. Og það er líka sennilegt að hann gæti látið minni bók duga. Ef notandinn er vanur orðabókum og kann töluvert fyrir sér í dönsku nýtist bókin honum betur. Hann getur þá lagfært stafsetningarvillurnar og e.t.v. stundum dæmt um hvort eitthvað sé athugavert við þýðingarnar. Það gildir samt um hann eins og nemann að oft mun hann ekki finna orðið sem hann leitar að og hann verður líka að leita á þremur stöðum. Sennilega eru það fræðimenn á sviði íslenskrar tungu sem hafa mest gagn af bókinni en það var ekki tilgangurinn með útgáfu hennar. Það kemur greinilega fram í formála Sigfúsar að orðabókinni að tilgangurinn var að treysta tengslin milli Islendinga og Dana. Eftir 5 ára vinnu við bókina þegar fyrstu drög hennar voru tilbúin komst hann hins vegar að þeirri niðurstöðu að þau væru algjörlega ófullnægjandi og segir í formálanum á bls. VII: „Det blev mig klart, at for at kunne udarbejde selv et lille Haandleksikon, som skal være nogenlunde fyldestgprende, maa der först i Sproget eksistere store Ordbpger, som kan tjæne som Grundlag.“ Sigfús ákveður því að stækka bókina. Eins og áður sagði kemst hann ásamt eiginkonu sinni, Björgu, að þeirri niðurstöðu að æskilegast væri að ríkissjóðir fslands og Danmerkur kostuðu útgáfu bókarinnar og Björg fær þá hugmynd að hagnaður af sölu bókarinnar skyldi lagður í sjóð sem notaður yrði til að kosta næstu útgáfu bókarinnar og þannig koll af kolli. Síðan segir í formálanum á bls IX: Hermed vilde det ogsaa være sikret, at saalænge der i Verden forefandtes et islandsk og et dansk Sprog, vilde der ogsaa forefindes en Ordbog over disse Sprog, som fornyede sig selv ved egne Midler, og altid tog Hensyn til de Ændringer, som Tiderne vilde medfpre. Med en saadan Ordbog knyttedes der saa et kulturelt Baand, först og fremmest mellem Island og Danmark, og dermed ogsaa mellem Island og Norden i det hele taget. Ég tel að það væri í anda Sigfúsar Blöndal að næsta dansk-íslenska orðabókin sem sjóðurinn gæfi út yrði ný bók sem hefði fyrst og fremst að geyma orðaforða nútímaíslensku og gerði sérsviðum allgóð skil. Slík bók mundi treysta tengslin milli íslands og Danmerkur og þannig uppfylla óskir Sigfúsar og Bjargar. En jafnframt vildi ég halda áfram útgáfu á bók Sigfúsar óbreyttri. Orðabók Sigfúsar Blöndal var stórvirki á sinni tíð og brautryðjandaverk. En það er kominn tími til að íhuga hvernig staðið verður að endurnýjun hennar. Málin hafa þróast þannig að orðabókarsjóðurinn er ekki digur. Því þarf að útvega meira fé. Einnig þarf að taka afstöðu til þess hvort aðeins á að bæta við orðum og þá á hvern hátt, hvort einnig á að taka eitthvað út eða hvort ráðast eigi í gerð nýrrar bókar. Og síðast en ekki síst verður að svara spurningunni: Hverjum á bókin að þjóna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.