Fréttablaðið - 14.01.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 14.01.2017, Síða 4
Sveitarfélagið hefur áður átt i árangurslausum viðræðum við Heimavelli um leiguna. Fréttablaðið/Pjetur Tölur vikunnar 08.01.2017 Til 14.01.2017 711 milljónir mun það kosta að skipta dekkjakurli út fyrir annað hættu- minna efni á gervigrasvöllum. 1.315 hreindýr verður leyft að veiða á næsta veiðitímabili. 22% aukning varð í ný- gengi örorkumats á nýliðnu ári. fyrirtæki í fiskvinnslu hafa sagt upp fleiri en einum starfsmanni vegna verkfalls sjómanna. slys hafa orðið á tveggja kíló- metra kafla á Reykjanesbraut síðustu fimm ár. 43 umsóknir bárust um starf bankastjóra Landsbankans. Svandís Svavarsdóttir formaður þingflokks Vinstri grænna sendi umboðs- manni Alþingis bréf til að fá úr því skorið hvort Bjarni Benediktsson hefði brotið gegn siðareglum ráðherra þegar hann ákvað að birta ekki skýrslu um aflandsfélög fyrr en allnokkru eftir að hún lá fyrir í ráðuneyti hans. Upplýsingarnar hefðu beinlínis varðað sam- félagsumræðuna í aðdraganda kosninga. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra segist biðja um að vera dæmd af eigin verkum en ekki vegna þess að hún sé unga konan í nýrri ríkisstjórn. Þórdís er 29 ára gömul og er yngsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. „Ef ég er að fá ráðherrastól af því ég er kona þá er miðaldra karl- maðurinn að fá stólinn af því hann er miðaldra karlmaður,“ sagði Þórdís. Jón Gunnarsson samgönguráðherra Nýr samgöngu- ráðherra sagði að engin önnur lausn væri en að hafa Reykja- víkurflugvöll áfram í Vatns- mýri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kvað þá ekki alveg samstiga í flugvallar- málinu en miðað við stjórnar- sáttmálann væru þeir býsna samstiga í því að það þyrfti að fara að taka á því máli og horfa til framtíðar. Þrjú í fréttum Siðareglur, kona og flugvöllur Samfélag Borið hefur á áhyggjum foreldra og talsmanna grunnskóla af smáforritinu Yellow sem hægt er að sækja í alla snjallsíma. Börn geta notað forritið til að kynnast öðrum börnum á svipaðan hátt og full- orðnir nota forritið Tinder. Áhyggj- urnar lúta að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við óhörðnuð börn. Ekkert aldurstakmark er fyrir notkun á þessu smáforriti og hægt er að tengjast fólki í nágrenni við sig. Barnaheill telja það skipta miklu máli að foreldrar viti hvað börn þeirra séu að gera bæði í tölvunni og í snjallsímum sem og að fræða þau um hvernig nota eigi tæknina sér í vil. „Barnaheill hvetja foreldra til að tala opinskátt við börn sín um örugga netnotkun og vera meðvit- uð um þær hættur sem geta skap- ast í samskiptum við ókunnuga á netinu. Mikilvægt er að brýna fyrir börnum að gefa aldrei upp per- sónuupplýsingar til ókunnugra og vera meðvituð um að allt efni sem sent er öðrum eða sett er á netið sé ógjörningur að uppræta eða eyða af netinu,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Hún brýnir fyrir fólki að tilkynna til lögreglu ef barn hefur verið tælt eða það fengið klámfengið efni sent. – sa Vara við stefnumótaforriti fyrir börn DómSmál Langanesbyggð hefur stefnt Heimavöllum fyrir Héraðs- dóm Reykjavíkur í von um að losna undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn. Sveitarfélagið hefur tapað um 20 milljónum króna á samningunum sem voru undir- ritaðir árið 2011 og gilda til tíu ára. Lögmaður leigufélagsins er ósam- mála túlkun sveitarfélagsins á upp- sagnarákvæði samninganna. Málarekstur Langanesbyggðar byggir á að skýrt ákvæði sé í verð- tryggðum samningunum sem geri sveitarfélaginu kleift að segja þeim upp þegar fasteignirnar séu seldar öðru félagi. Íbúðirnar eru í raðhús- unum Miðholti 9 til 19 og voru í eigu V Laugavegs ehf. þegar samn- ingarnir voru undirritaðir. Dóttur- félag Heimavalla keypti V Laugaveg árið 2015. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir í samtali við Fréttablaðið að leigutekjur sveitar- félagsins, sem framleigir íbúðirnar, séu í dag talsvert lægri en sú upp- hæð sem það greiðir leigusalanum Heimavöllum. Vill hann ekki svara hversu miklu munar en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur Langanesbyggð tapað um 20 millj- ónum króna á samkomulaginu og síðustu ár um fjórum milljónum á ári. Leigan er bókfærð sem skuld- binding í bókum sveitarfélagsins og setur því mark sitt á skuldastöðu þess. „Við erum að reyna að losna út úr samningunum þannig að Heima- vellir leigi núverandi íbúum íbúð- irnar. Þeir vilja halda okkur áfram sem leigjanda og það eru fjögur ár eftir. Það er skynsamleg meðferð á skattpeningum að athuga hvort okkar skilningur sé ekki réttur,“ segir Elías og tekur fram að sveitar- Langanesbyggð tapar tugum milljóna á leigusamningum Langanesbyggð vill losna undan leigusamningum við leigufélagið Heimavelli. Hefur tapað 20 milljónum króna á sex íbúðum síðan 2011. Lögmaður leigufélagsins ósammála túlkun sveitarfélagsins á uppsagnar- ákvæði. Málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Leigan setur mark sitt á skuldastöðu sveitarinnar. 62 366,28 milljónir króna bætast ofan á laun Birnu Ein- arsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, vegna að- gerðaleysis kjararáðs. börn eru sérstaklega varnarlaus á netinu. nordicPHotoS/Getty félagið hafi áður átt í árangurslaus- um viðræðum við Heimavelli um breytingar á leigusamningunum. „Ágreiningurinn snýst um það hvort uppsagnarákvæðið komi til framkvæmda annars vegar ef félagið er keypt, eða eigandi fast- eignarinnar sé keyptur, eða hins vegar þegar einungis fasteignirnar sjálfar eru keyptar. Það er niður- staða mín að þeir sem undirrituðu þessa samninga geti ekki staðfest túlkun sveitarfélagsins á uppsagnar- ákvæðinu,“ segir Steinn S. Finnboga- son, lögmaður Heimavalla, sem er stærsta leigufélag landsins. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, fjárfestar og fyrrverandi atvinnu- menn í knattspyrnu, undirrituðu samningana fyrir hönd V Laugavegs. Bræðurnir voru þá eigendur félagsins og í hluthafahópi þess alveg fram að kaupum Heimavalla á félaginu. Gunn- ólfur Lárusson var sveitarstjóri Langa- nesbyggðar árið 2011. Samningarnir voru gagnrýndir af sumum sveitar- stjórnarmönnum og íbúum Langa- nesbyggðar en á fundi sveitarstjórnar í mars 2011 kom fram að leigutekjur myndu einungis standa undir 70 pró- sentum af greiddri leigu til V Lauga- vegs. haraldur@frettabladid.is Þeir vilja halda okkur áfram sem leigjanda og það eru fjögur ár eftir. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langa- nesbyggðar 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 2 -0 7 1 4 1 B F 2 -0 5 D 8 1 B F 2 -0 4 9 C 1 B F 2 -0 3 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.