Fréttablaðið - 14.01.2017, Side 8

Fréttablaðið - 14.01.2017, Side 8
Tækniþróunar- sjóður Styrkir til nýsköpunar Umsóknarfrestur til 15. febrúar 2017 Tækniþróunarsjóður styrkir nýsköpunarverkefni sem geta aukið samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Nánari upplýsingar eru á tths.is Álagning vatns- og fráveitugjalda fyrir árið 2017 liggur nú fyrir. Viðskiptavinir geta skoðað álagningarseðla á Mínum síðum á veitur.is. Til að komast inn á Mínar síður getur þú notað rafræn skilríki, Íslykil eða fengið sent lykilorð í rafræn skjöl í heimabankanum þínum. Í samræmi við stefnu okkar um pappírslaus viðskipti fá einungis viðskipta- vinir 68 ára og eldri heimsenda álagningar- og greiðsluseðla. Aðrir fara sjálfkrafa í netgreiðslur hafi þeir ekki óskað eftir pappír. Hægt er að breyta greiðslumáta á veitur.is eða í þjónustuveri okkar í síma 516 6000. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 7 -0 0 4 9 Álagning vatns- og fráveitugjalda 2017 Veitur sjá um rekstur hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Nánari upplýsingar um þjónustu okkar má finna á veitur.is Samgöngur „Flugvöllurinn, hvar sem hann kann að verða síðar, er núna hér samkvæmt skipulagi og þessi tré eru upp í öryggislínur,“ segir Þórólfur Jónsson, deildar- stjóri Náttúru og garða hjá Reykja- víkurborg, um væntanlega grisjun trjáa í Öskjuhlíð. Fella á 130 grenitré sem ná upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. Þegar sama krafa Isavia kom fram árið 2011 var hún harðlega gagnrýnd af Skógræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin á að hafna áform- unum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því í október 2013 var hins vegar ákveðið að trén yrðu felld. Að sögn Þórólfs er það helst á brún axlar út úr Öskjuhlíð sem þarf að fella tré. „Þar er grenilundur sem þarf að fara allur,“ segir hann. Reiknað sé með að á þeim stað verði ný tré gróðursett. „Að hluta til getur þetta verið grisjun, í stað þess að við séum að skilja stóru trén eftir eins og í venjulegri grisjun erum við að gera öfugt; tökum stóru trén og lægri trén standa eftir,“ segir Þórólfur. Þegar málið kom upphaflega til umræðu 2011 var rætt um að hugsanlega yrðu trén ekki felld heldur sagað ofan af þeim en Þór- ólfur segir það ekki í myndinni. „Það yrði óskapnaður sem við viljum ekki láta sjá eftir okkur,“ segir hann. Trén verði því söguð niður við jörð. Þórólfur kveðst ekki vita hversu gömul trén eru sem verða felld. „Kaldhæðnin í þessu er kannski að það voru starfsmenn Flugmála- stjórnar sem byrjuðu að planta þarna í hlíðina upp úr 1950 þótt þetta séu nú líklega ekki sömu tré þótt sagan væri líklega betri þann- ig,“ segir hann. Nokkrir verktakar hafa fengið gögn vegna útboðs á trjáfelling- unni og býst Þórólfur við að þeir skili tilboðum í næstu viku. Verk- inu eigi að vera lokið í mars. Trén sem til falla fara ekki langt heldur verða áfram í Öskjuhlíðinni. Greinarnir verða kurlaðar í stíga. „Stofnarnir eiga svo að fara í hof Ásatrúarmanna. Það er ákveðin sjálfbærni í því,“ segir Þórólfur. gar@frettabladid.is Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflug- vallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að það ógnar öryggi í flugi. FréTTablaðið/anTon brink Að hluta til getur þetta verið grisjun, í stað þess að við séum að skilja stóru trén eftir eins og í venjulegri grisjun erum við að gera öfugt; tökum stóru trén og lægri trén standa eftir. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Nátt- úru og garða hjá Reykjavíkurborg 1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a u g a r D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 1 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 2 -2 E 9 4 1 B F 2 -2 D 5 8 1 B F 2 -2 C 1 C 1 B F 2 -2 A E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.