Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.1996, Síða 7

Víkurfréttir - 22.02.1996, Síða 7
I ♦ Við afhendingu félagslegra íbúða við Framnesveg í Keflavík. F.v. Svavar Engilbertsson. Margeir Þorgeirsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Halldór Ragnarsson. VF/mynd: pket Afhentu 17 íbúðir sama daginn! Það var mikið að gera hjá Húsanesmönnum við að afhenda félagslegar íbúðir á dögunum. Sama daginn afhenti verktakafyrirtækið 17 íbúðir. Sex þeirra eru við Framnesveg í Keflavík, byggðar fyrir húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar en 11 íbúðir em f nýju húsi við Gullsmára í Kópavogi, byggðar fyrir húsnæðisnefnd Kópavogs. Ibúðimar em allar mjög rúmgóðar og vandaðar. Fermetraverð á húsunum í Keflavík er um 58.000 krónur en í Kópavogi var fermetraverðið 64.500 og þótti mjög lágt en þar á bæ er 70-80.000 króna fermetraverð í íbúðabyggingum ekki óalgengt. Húsanes er með aðrar ellefu félagslegar íbúðir í byggingu í Kópavogi sem eiga að afhendast í haust. Meðfylgjandi myndir em annars vegar af fulltrúum Húsaness og húsnæðisnefndar Reykjanesbæjar og hins vegar af húsinu við Gullsmára í Kópavogi. ♦ Gullsmári í Kópavogi þar sem Húsanes afhenti ellefu félagslegar íbúðir. VF/mynd: Halldór Ragnarsson. Kahrs Ljös Thule eik er komin aftur! KP. 3.285.- f^dropinn stgp. pp. fepm. 1 Hafnargötu 90 • Keflavik • simi 421 4790 BINGO I STAPANUM TIL EDINBORGAR MED LIONS Bíngó í Stapa öll fimmtudagskvöld kl. 20:30. Meðal vinninga í kvöld; haustferð til EDINBORGAR með Ferðaskrifstofunni ÚRVAL/ÚTSÝN og vöruúttektir í Samkaupum, auk fjölda peningavinninga. MEÐ HÆSTA VINNINGSHLUTFALLI SEM ÞEKKIST. LÁTTU EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA MÆTTU Á BINGÓ í STAPANUM í KVÖLD. Lionsklúbbur Njarðvíkur Til leigu um 80 fermetra verslunarhúsnæöi á góðum staö, við Hafnargötu 15 í Keflavík. Laust um næstu mánaðarmót. Upplýsingar í síma 421-4788 á daginn og 421-2667 ákvöldin (Sverrir). Aðalfundir Framsóknarfélaganna í Keflavík, Njarðvík og Höfnum verða haldnir í Félagsheimili Framsóknarmanna, Hafnargötu 62 Keflavík, sem hér segir: Félag ungra Framsóknarmanna, mánudaginn 26. febrúar 1996 kl. 20.00 Framsóknarfélag Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna, þriðjudaginn 27. febrúar 1996 kl. 20.00 Björk félag Framsóknarkvenna, miðvikudaginn 28. febrúar 1996 kl. 20.00 Fulltrúaráð Framsóknarmanna K.N.H. fimmtudaginn 29. febrúar 1996 kl.20.00 Dagskrá fundanna: 1. Venjulag aðalfundastörf 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál Stjórnir félaganna. Grímuball í Stapa Laugurdaginn 24. febrúar verður haldið grímuball í Stapa kl. 15.00 -17.00. Þar verður dansað, farið í leiki og verðlaun veitt fyrir þijá veglegustu búningana. Tveir úr tung- unum mæta og slá á létta strengi með krökkunum. Miðaverð er kr. 300 en allur ágóði af henni mun renna í þjálfunarpott við Ragnarsel. Víkuifréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.