Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 13.01.2000, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 13.01.2000, Qupperneq 11
Starfsfólk umboös Happdrættis Háskóla íslands í Keflavík. VF-mynd: Silja Dögg Happdrætti Háskóla íslands: Sex milljonamæringar á Suðurnesjum Umboð fyrir Happdrætti Háskóla Islands á Suður- nesjum á sér nokkuð langa sögu. Þeir bræður Snorri og Tómas Tómassynir voru með umboðið lengi vel í versluninni Hagafell við Hafnargötu 79. Jón Tómas- son tók síðan við þegar hann hætti sem stöðvar- stjóri Pósts og síma. Næstur í röðinni var Helgi Hólm sem á seinni árum flutti sig um set neðar á Hafnargöt- una, í hús númer 31. Það var svo um áramótin 1994 sem umboðið flutti sig yfír götuna á Hafnargötu 36, og er þar í góðum félagsskap happdrættis SLBS og Sjóvá- Almennra trygginga. Þar sjá umboðsmennirnir, Geir Reynisson og Eygló eigin- kona hans, um að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Starfsfólk með reynslu Umboðið hefur verið afar heppið með starfsfólk og skipta persónuleg kynni þar miklu máli. Sama starfsfólk hefur séð um reksturinn mörg s.l. ár og það hefur komið sér vel að geta treyst á þekkingu þess og reynslu. Eygló segir að umboðið á Hafnargötunni hafi lagt áherslu á góða þjón- ustu í takt við nýja tíma, s.s. innlegg á reikninga beint í gegn um heimabanka, og svo má nefna heimasíðu Happ- drættisins þar sem allar upp- lýsingar um vinninga ofl.er að finna. 22 milljónir í vinninga A síðasta ári greiddi umboðið út rúmar 22 milljónir í vinn- inga og þar af 6 milljón krónu vinninga til viðskiptavina sinna. „Ef fólk vitjar ekki vinninga sinna innan þriggja mánaða sendir umboðið út bréf til að láta vita af vinn- ingnum. Þetta á við um lægri vinningana, en það er alltaf reynt að hringja til allra sem vinna stórar upphæðir. Drátt- ardagur í HI er alltaf 10. hvers mánaðar nema hann beri upp á helgi, þá færist dráttardagurinn fram á næsta þriðjudag á eftir“, segir Eygíó. Allir þeir sem eru búnir að endumýja á réttum tíma em með í seinni útdrætt- inum sem er hálfum mánuði síðar og kallast heiti pottur- inn. „Það er alltaf sú hætta fyrir hendi að fólk gleymi að endumýja og sé þá ekki með þegar dregið er. Til að forðast þetta er mjög gott að láta draga endurnýjunina af greiðslukortum eða láta greiðsluþjónustu bankanna taka þetta í sínar hendur. Þá þarf fólk ekkert að gera nema taka við vinningunum þegar þeir koma“, segir Eygló. Mennt er máttur Hver einfaldur miði kostar 800 kr. en trompmiði kostar 4000 kr. Hægt er að eiga 4 einfalda miða í hvetju númeri auk trompsins og vera þá með nífaldan miða og greiða þá nífalt gjald, þ.e. 9x800 alls 7200 kr. „Vinningamir verða þá nífaldir og geta verið ansi myndarlegir í krónum talið. Með miðakaupunum er verið að styrkja Háskóla Islands og það er mjög gott mál. Allar húsbyggingar og endumýjan- ir ásamt viðhaldi húsnæðis er unnið íyrir þessa peninga. Ef mennt var máttur á síðustu öld þá er hún nauðsyn á jress- ari sem er að byrja“, segir Eygló að lokum. Maður vikunnar að jressu sinni er Ragnar Sigurðs- son fonnaður Björgunarsveitar- innar Suðumes. Maður Nafn: Ragnar Sigurðsson Fæddur hvar og hvenær: 26. apríl 1972 Stjörnumerki: Naut Atvinna: Rekstrarstjóri tölvu- og Ijósritunarþjónustunnar Aðstoðar Laun: Þau sleppa Maki: Enginn Börn: Engin Bifreið: VWGolf‘99 Besti bfll: Golfinn Versti bfll: Ford Escort ‘84 Uppáhaldsmatur: Kalkúnn Versti matur: Kjötbúðingur Besti drykkur: Kók Skemmtilegast: Að keyra vélsleða Lciðinlegast: Að taka til Gæludýr: Engin Skemmtilegast í vinnunni: Alltaf þegar rnikið er að gera Leiðinlegast í vinnunni: Leita að tölvuvímsum Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Hreinskilni En verst: Ohreinlæti Draumastaðurinn: Þórsmörk Uppáhalds líkamshluti á konuni: Nefið Fallegasta konan: Það er ein flott Spólan í tækinu: The Matrix Bókin á náttborðinu: Útkall á jólanótt Uppáhalds blað/tímarit: MAD Besti stjórnmálumaðurinn: Kristján granni Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fóstbræður íþróttafélag: Njarðvík Uppáhaldskemmtistaður: Ráin, þá sjaldan maður lyftir sér upp Þægilegustu fótin: Björgunarsveitargallinn Framtíðaráform: Fá mér jeppa Spakmæli: Ef maður sé eða ef maður sé ekki (To be or not to be) Nýjar fréttir alla virka daga á fréttavef Víkurfrétta www.vfJ5

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.