Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 13.01.2000, Síða 18

Víkurfréttir - 13.01.2000, Síða 18
Jóhanna Margrét Stefánsdóttir Vallarbraut 2, áður Völlum, Njarðvík lést 12. janúar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Katrín Björk Friðjónsdóttir, Páimi Viðar Sigríður Friðjónsdóttir, Þórhallur Guðmundsson Sigurbjörn Smári Friðjónsson, Jenný Lárusdóttir Eiín Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Raðauglýsingar Siglingafræði Námskeið í siglingafræði fyrir 30 tonna próf hefst í Keflavík, fimmtudaginn 20. janúar. Upplýsingar í síma 421 1609. Tkyggingm- ráðmjmímr Alþjóða líftryggingarfélagið leitar að starfsmönnum til starfa við ráðgjöf og sölu á ýmsum tryggingum. Við leitum að skemmtilegu og jákvæðu fólki sem býr yfir þjónustulund, getur unnið sjálfstætt og er vel máli farið. Tölvukunnátta er skilyrði. í boði eru spennandi störf, góð starfsaðstaða ásamt miklum tekjumöguleikum. Launagreiðslur byggjast bæði upp á föstum launum og sölutengdum árangri. Nánari upplýsingar veitir Vala Ingimarsdóttir í síma 540-1400 eða í tölvupósti, vaia@aiif.is. Umsóknir er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins eða fá sendar með tölvupósti. ALÞTÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ Ók niður í SPORTSTÚFAR ] Ijósastaur Maður missti vald á bifreið sinni í Hvassahrauni og ók nið- ur ljósastaur. Slysið varð á að- faranótt föstudags. Bifreiðin lenti utanvegar og lögregla og sjúkrabifreið voru kvödd á vettvang. Tveir farþegar vom í bílnum og þeir voru fluttir á sjúkrahúsið í Fossvogi. Góðærið í Grindavík Ekkert lát virðist vera á gróskunni og góðærinu í Grindavík. Byggingarnefnd úthlutaði 13 lóðum og veitti átta byggingarleyfi fyrir ein- býlis- og parhús á fundi sínum 3. janúar. Næstum því nóg Besti leikur Grindavíkurstúlkna í vetur nægði þeim ekki til að slá Stúdínur út úr bikarkeppni kvenna og em þær því úr leik 48-51. Þær Svanhildur, Stefanía Jóns, Sólveig Gunnlaugs og Sandra Guðlaugs skoruðu 46 af 48 stigum liðsins en lið IS var jafnara og því halda þær áfram í bikamum að þessu sinni. Kristján Brooks til Grikklands Keflvíkingurinn Kristjáns Brooks gerir það víðreist á þessu sumri. Nú er kappinn á leið í B-deildina í Grikklandi þar sem hann hyggst spreyta sig í nokkra mánuði. Samkvæmt upplýsingum VF hefur verið gerður leigusamningur við gríska liðið. íslandsmótið innanhúss um helgina Keflvíkingar taka þátt í íslandsmótinu í innanhússknattspymu um helgina en keppt verður í höllinni sem endranær. Okkar nienn hafa æft af kappi undir stjóm Páls Guðlaugssonar og forvitnilegt að fylgjast með árangri liðsins í mótinu. Háifur mánuður í„brasilísku innrásina“ Brasilísku leikmennimir þrír sem Páll Guðlaugsson, þjálfari Keflavíkur, skoðaði í vor eru væntanlegir til landsins í byijun febrúar. Subbi gamli hefur það fyrir víst að liðið sé að hugsa urn að leigja einn þeirra til annars liðs hérlendis. Tilboð í viðbyggingu Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 8. desember s.l. að taka tilboði Hjalta Guðmundssonar í við- byggingu og endurbætur á Njarðvíkurskóla. Tilboð Hjalta var lægsta tilboðið sem barst en það hljóðaði uppá tæpar 150 milljónir eða 95, 2% af kostnaðaráætlun hönnuða. Meistarahús lagði einnig fram tilboð en það var ívið hærra, eða rúmar 160 milljónir, þ.e. 109,3% af kostnaðaráætlun. Fyrsta æfingin í næstu viku I Reykjaneshöllin verður vígð í næstu viku. Jú, garnla fólkið er * búið að fara í vítaspymukeppni en í næstu viku, þegar fyrsta ! . meistaraflokksæfing Keflvíkinga í knattspymu fer ffam í hús- , I inu, þá verður hún loksins vígð. Spuming hvort Kjartan "nagli" | | Másson gerist vemdari gervigrassins rétt eins og grasvallarins | I við Sunnubraut. I Mætir Gunnleifur í Reykjaneshöllina Subbi gamli leggur alltaf við eyrun þegar íþróttir eru annars vegar og barst honum til eyma að varamarkvörður KR-inga, . I Gunnleifur Gunnlaugsson, hefði sést á vappi í kringum \ | Reykjaneshöllina. Hver veit nema handboltahetjan fyrrverandi | I mæti á fyrstu æfingu Keflavíkurliðsins í Reykjaneshöllinni. I I_____________________________________________________________I Happdrætti SÍBS 50 ára Samband ísl. berklasjúklinga - SÍBS - var stofnað árið 1938. Þeim hugsjónamönn- um, sem að þeim samtökum stóðu, var frá upphafi ljóst að brýnust væri sú nauðsyn að koma upp vinnuheimli - endurhæfingaheimili fyrir þá sjúklinga sem útskrifuðust af berklasjúkrahúsunum. Hugsjónir og stórhugur fóru saman. Hafist var handa um uppbyggingu á Reykjalundi og heimilið tók til starfa hinn 1. febrúar 1945. En reksturinn og áframhald- andi uppbygging krafðist tekna. Þetta var að miklum hluta tryggt með stofnun Happdrættis SÍBS. Þörfin fyrir endurhæfingaraðstöðu jókst stöðugt enda þótt tækist að útrýma berklum. Á Reykjarlundi var þjónustan stöðugt aukin, nýir sjúklin- gahópar nutu endurhæfmgar. Hjarta- og æðasjúklingar og aðrir brjóstholssjúklingar njóta þar nú frábærrar þjón- ustu. Reykjalundur er í raun alhliða endurhæfingastofnun - heil- suþjálfunarstofnun, sem rekin er með slíkum sóma og myn- darbrag að til fyrirmyndar er langt út fyrir landsteinana. Nú er að rísa nýr leikfimi- og tækjasalur og sundlaug sem starfsmenn segja að líkja megi við byltingu í starfsemi Reykjalundar. Landsmenn hafa ávallt staðið vel við bak hinnar þýðin- garmiklu starfsemi SIBS og sýndu það enn með fjármög- nunarátaki vegna þeirra framkvæmda sem nú standa fyrir dyrum. Happdrætti SÍBS er raunverulega eina fasta tekjulind samtakanna. Þjóðin tók happdrættinu strax afar vel. Kunni að meta hugsjónir þær sem að baki lágu, að styðja sjúka til sjálfs- bjargar. Með áframhaldandi samstöðu SÍBS fólks og annarra lands- manna um að styrkja happ- drættið þá eflum við heillaríkt starf SIBS og endurhæfin- gamiðstöðina á Reykjalundi enda veit enginn hvort eða hvenær hann gæti þurft á þeirri aðstöðu að halda. Svo er miði einnig möguleiki, gleymum því ekki.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.