Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 19
Njarðvíkingar áfram -,,Kettlingaíþrótt“, segir Teitur Örlygsson sem vill leyfa meiri hörku. Njarðvíkingar sigruðu ná- granna sína úr Keflavík í báðum leikjum Kjörísbikarsins á fimmtudag í Keflavík og á sunnudag í Njarðvík. Njarðvíkingar sigruðu í fyrri umferðinni með þrettán stiga mun. Þar munaði mest um afleitan lokakafla heimanna en Njarðvíkingar skomðu tólf stig á móti aðeins dnu síðustu tvær mínúturnar. I Njarðvík hófu heimamenn leikinn með látum og náðu tólf stiga forskoti í fyrsta leikhluta og virtust ætla að gera út um leikinn. Keflvíkingar vom ekki á því og náðu að jafna og komast yfir fyrir leikhlé 42-48. Þeir leiddu áfram eftir þriðja leikhluta með fimm stigum en í fjórða leikhluta sögðu Teitur og félag- ar í Njarðvík hingað og ekki lengra og rúlluðu yfrr gestina. Lokatölur 85-78. Friðrik Stefánsson er á heim- leið frá Finnlandi og er talið líklegt að hann gangi til liðs við Njarðvfkinga. Kettlingaíþrótt? Teitur Orlygsson var ekki að skafa utan af hlutunum í Stöðvar 2 viðtali eftir sigurleik gegn Keflavík sl. sunnudag. Hann vitnaði til atviks í lok leiks þegar Gunnar Einarsson henti boltanum í Friðrik Ragnarsson sem hafði leikið fasta vöm á hann um leið og flautan gall. „Það þarf að fara að skoða þessi mál. Þetta er að verða kettlingasport (, Jcellinga- sport?“) því menn mega ekki koma við hvom annan. Það er leyfð miklu meiri harka í öðrum íþróttum eins og knattspyrnu og handbolta", sagði Teitur og bætti því við að það yrði að taka það með í reikninginn að menn væm að spila upp á líf og dauða í nágrannaviðureignum eins og hjá Keflavík og Njarðvík. Einum áhaganda Keflvíkingi fannst þessi orð Teits skondin og kannski lægi eitthvað að baki gagnvart eigin hegðun því hann hefði verið fundinn sekur um að toga í eyra eins Keflvíkings í leiknum en dómarinn einungis sagt; .jiættu þessu Teitur".... I Calvin Davis skorar hér eitt af 32 stigum sínum |í fyrri leik Keflavíkur og Njarðvík meistari— -segir Gunnar Þorvarðarson, fyrrum þjálfari og leikmaður „Ég spái því að Njarðvík fari með sigur af hólmi þetta árið. Njarðvíkingar hafa endurheimt Brenton Birmingham, Logi Gunnarsson mætir feikna- sterkur til leiks og Daninn Jes Hansen á eftir að hjálpa liðinu mikið í vetur. Þetta verður þó ekki létt fyrir þá og ég spái að Njarðvík og Keflavík verði í hörkubaráttu en Njarðvík á eftir að hafa betur á endanum. Þeir hafa einfaldlega flest vopnin sóknarlega og hafa fínt vamarlið", segir Gunnar Þorvarðarson í viðtali við visir.is. Breiddin er kannski ekki sú besta í deildinni en hún verður þeim ekki að falli í vetur. Liðið verður borið uppi af 6-7 leik- mönnum, en síðan em þama góðir strákar sem geta leyst af í mikilvægar mínútur. Eg tel að þrátt fyrir að Friðrik og Teitur séu að þjálfa og spila, komi það ekkert niður á þeim inni á vellinum. Njarðvíkingar hafa áður verið með spilandi þjálf- ara og hefur það reynst mjög vel. Eins og ég nefndi áðan verða Keflvíkingar öflugir í vetur og ég spái þeim öðm sæt- inu. Þeir hafa fengið þrjá mjög góða leikmenn heim aftur, þá Fal Harðarson, Birgir Öm Birgisson og Albert Óskarsson. Síðan hafa þeir góða unga stráka eins og Jón Hafsteinsson og Magnús Gunnarsson. Þá lofar erlendi leikmaðurinn Njarðvikur. Goð fram- mistaða hans dugði ekki til sigurs gegn Njarðvíkingum sem sigruðu í báðum leikjunum í Kjörís- bikarnum. Gunnars um Suðumesjaliðin en hér kemur heildarspá hans: 1. Njarðvík 2. Keflavík 3. ÍR 4. KR 5. -7. Grindavík, Haukar, Tindastóll 8. Skallagrímur 9. Hamar 10. -11. Valur og KFI þeirra, Calvin Davis, mjög góðu. Liðið er góð blanda af ungum og eldri leikmönnum og engin spuming að þeir fara langt. Lykillinn að velgengni liðsins verður Falur Harðarson. Hann er þessi leiðtogi sem liðið vantaði síðasta vetur. Grindvíkingar em bikarmeist- arar og verða ekki á toppnum í ár. Þeir hafa gríðarlega góðar skyttur innan sinna raða. Hópurinn hjá þeim er samt ekki nægj- anlega öflugur til að blanda sér af alvöm í toppbaráttu. Páll Axel styrkir þá og Kim Lewis er góður leikmaður en þeir verða engu að síður um miðja deild. Þetta var spá jakkaföt og stakar buxur t itiLLLLstaerðum staerðLr 25-29. Ný sendlng af jakkafötum frá kr. 19.900- w 11-13 Sím 421 Gleymdir þú nokkud ab láta TVF vita af skemmtilegri uppákomu? Síminn hjá okkur er 8982222 og er opinn allan sólarhringinn. Daglega á Netinu • www.vf.is 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.