Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2001, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 10.05.2001, Blaðsíða 10
Björn Víkingur Skúlason, grunnskólakennari skrifar: Samræmd prófí lO.beíkk - Hvað svo? Aðdáunarvert var að sjá hvað margir ung- lingar í 10. bekk lögðu hart að sér við undirbúning fyrir sanrræmdu prófin. Metnaðurinn og sam- viskusemin í fyrirrúmi sem m.a. sýndi sig í því að próf- tíminn, þrjár klst. var nýttur til hins ítrasta. Þó má reikna með að niðurstöður prófanna kalli fram bæði gleði og sorg. Von- andi verður opinber umræða bæði uppbyggjandi og mál- efnaleg burtséð frá því hvem- ig nemendur á svæðinu hafa staðið sig í samanburði við aðra. En það er fleira en nið- urstöður samræmdu prófanna sem hefur áhrif á framhaldið hjá útskriftamemendum. Nú em skólar að meta árangur og frammistöðu nemenda fyrir s.l. vetur og birtist það nem- endum sem skólaeinkunn. Undirritaður vill vekja athygli á því að það skiptir verulegu máli að nemendur standa sig vel í því námsefni sem gmnn- skólinn leggur til grundvallar í sínu námsmati ekki síður en á samræmdu prófunum. Þegar nemendur sækja um fram- haldsskólavist skipta einkunn- ir sköpun um hvort þeir kom- ast inn á ákveðnar náms- brautireðurei. Nokkrar breytingar koma til framkvæmda nú í vor varð- andi inntökuskilyrði í fram- haldsskólana. Einkunnir í samræmdu prófunum, sem nemendur geta valið um hvort þeir taka, eru nú cinar sér og í bland við skólaeinkunn (með- altal samræmdrar einkunnar og skólaeinkunnar) ákvarð- andi um hvaða námsbrautir í framhladsskólunum viðkom- andi getur valið um. Þeir sem ætla sér nám í framhaldsskóla verða að minnsta kosti að taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Sem dæmi má nefna að nemandi sem ætlar sér á stúdentsbraut þarf að taka a.m.k. fjögur samræmd próf, íslensku, stærðfræði og tvö önnur. Meðaltalseinkunn úr samræmdu prófi og skóla- einkunn þarf að vera 6 að lág- marki í þremur af þessum fjórum greinum. Nemandi þarf einnig að ná 5 að lág- marki í samræmdu lokaprófi í þessum þremur greinum og í þeirri tjórðu má hann hafa í meðaleinkunn 5 en að lág- niarki 4,5 úr samræmdu prófl. Varðandi inntökuskilyrði á verknáms- og stárfsnáms- brautir er krafist lámarksár- angurs á prófum í stærðfræði og íslensku. Þeir sem eru óá- kveðnir eða taka engin sam- ræmd próf geta farið á al- menna braut og undirbúið sig undir framhaldsnám eða aflað sér þekkingar á tilteknu sviði (sjá einnig www.fss.is). Nemendur sem eru að hefja framhaldsskólanám eru því að nokkru leyti búnir að opna eða loka fyrir ákveðnar náms- leiðir. Fjölbrautaskóli Suður- nesja býður nýnemum upp á viðtöl hjá námsráðgjafa varð- andi námið og tel ég rétt að hvetja nemendur og foreldra þeirra til þess að nýta sér þá aðstoð tímanlega. Fyrir þá sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi verður sú viðbót á næsta skólaári að nemendum stendur til boða að taka sex samræmd próf, sam- félagsfræði og raungreinar bætast við. Undirritaður gerir ráð fyrir að mjög margir 10. bekkingar taki öll prófm þó að samfélagsgreinar og náttúru- fræði verði valgreinar í 10. bekk. Þessar breytingar gera vissu- lega þá kröfu til grunnskóla- nemenda, einkum í 8. 9. og 10. bekk, að þeir geri sér grein fyrir inntökuskilyrðum í fr;mi- haldsskóla. Nemendur þessara bekkja þuifa að miða námsval sitt í 9. og 10. bekk við þá leið sem þeir ætla sér að feta í framhaldsskólanum. Það er því mikilvægt fyrir nemendur að hafa stuðning við það val frá foreldrum, kennurum og námsráðgjöfum. Því fyrr sem horft er fram á veginn, minnka líkumar á að einhverjum dyrum verði lok- að. Björn Víkingur Skúlason, grunnskólakennari. ■ Starfsemi OLÍS á nyjum stað við Fitjabakka í Njarðvík: Údýrasta bensínið á Suðurnesjum „Við vitum vel að bensín er ekki ódýrt en við erum ódýrast- ir á Suðumesjum", segir Stein- ar og bætir við að OB sé ekki í mikilli samkeppni við stöðv- arnar sem eru fyrir en mikil samkeppni er hjá sjálfsaf- greiðslustöðvum á höfuðborg- arsvæðinu. „Það var greinilega löngu tímabært að koma upp svona stöð hér. OB býður sama verð og ódým bensínstöðvam- ar í Reykjavík." Framkvæmdum við húsnæðið er ekki að fullu lokið en stefnt er að því að vígja stöðina um næstu mánaðarmót. Vömúrval hefur líka aukist en fyrir stuttu eignaðist Olíuverslun Islands verslunina Ellingsen. Olís býð- ur nú upp á vömr frá Ellingsen og Blindrafélaginu auk fjölda annarra. Olís em umboðsaðilar Char-Broil á Islandi og segir Steinar að það hafi selst mikið af grillum í samvinnu við Hag- kaup, Byko og Samkaup. dagur hjá Frumherja Laugardaginn 12. maí verður mótorhjóladagur hjá Bifreiðaskoðun, Njarðarbraut 7 í Njarðvík. Boðið verður upp á aðalskoð- un mótorhjóla og verður veittur vemlegur afsláttur af skoðunar- gjaldinu. Þá mun einnig vera til sýnis ný mótorhjól frá Honda, Yamaha og Suzuki- umboðunum ásamt fleiru. Opið verður frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Heitt á könnunni. Spurning vikunnar: Ertu búin/n aö ákveða hvað þ Ragnhildur Antonsdóttir: Halldór Bráðarson: Eg fer á ættarmót og í Ekkert ákveðið sumarbústað í júlí. Olíuverslun íslands flutti um síðustu mánaðar- mót í nýtt húsnæði við Fitjabakka 2-4. Nýja hús- næðið breytir miklu fyrir starfsfóik vcrslunarinnar að sögn Steinars Sigtryggssonar, forstjóra Olís í Reykjanesbæ. „Við vomm í mun minna hús- næði á Hafnarbraut 6. Núna er öll vinnuaðstaða mun betri og viðskipti hafa aukist mikið“, segir Steinar. Stöðin hefur fengið svo góðar viðtökur að nausynlegt er að fjölga starfs- fólki í versluninni við Fitja- bakka. Starfsmenn hennar eru fjórir en á Olísstöðinni í Kefla- vík vinna 17 manns. Rekstur Olís hefur aukist mjög að und- anförnu en fyrir stuttu opnaði Olís ÓB-stöð við Fitjabakka. 10 l/lKUBFRÉTTAMYND: SVANDlS HELGA HALLDÖRSDÖTTIR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.