Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 2
■ Útliti götunnar gjörbreytt og falleg lýsing sem hæfir götunni ■ Upphækkuð gatnamót, hringtorg og bekkir Verktakar sameinast um nýtt útlit Hafnargötunnar: 400 milljóna kr. hressing á verslunargötu Suðurnesja Framkvæmdir hefjast á næstu dögum við breyt- ingar á Hafnargötunni í Keflavík. Bæjarráð Reykja- nesbæjar hefur samþykkt að ganga tii samninga við sam- steypu sex fyrirtækja á Kefla- vikurflugvelli og í Reykjanes- bæ um framkvæmdirnar. Meðal þessara fyrirtækja eru íslenskir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar. Heiidar- framkvæmdin er upp á um 400 milljónir króna og mun skapa fjölda starfa, enda þarf verkið að vinnast hratt og ör- ugglega. Utlit götunnar mun taka stakka- skiptum en fyrsti áfangi fram- kvæmdanna er frá Aðaígötu og upp að gatnamótum Tjarnar- götu. Nú er unnið að flármögn- un verksins hjá bæjaryfirvöldum en gert er ráð fyrir hjá verktök- unurn sem tóku verkið að sér að breytingum á Hafnargötunni verði lokið á tveimur árum. Miklar útlitsbreytingar verða á yfirborði götunnar og einnig verður skipt um þær lagnir sem þarfnast endurnýjunar. Allar gangstéttar verða endurnýjaðar og lagðar hellusteini. Þá verður gatan malbikuð að nýju, öll gatnamót hækkuð upp og hring- torg sett á gatnamót Haíhargötu og Vatnsnesvegar. Þar eru nú umferðarljós. Þá verða settir nið- ur bekkir og sett upp lýsing sem verður einkennandi fyrir götuna. Gert er ráð fyrir að áfanginn sem hafist verður handa við á næstu dögum verði búinn á Ljósanótt 2003 og formlega tek- inn í notkun þá. Lokið verður við alla Hafnargötuna á Ljósa- nótt 2004 og þá vonast bæjaryf- irvöld að vera komin með glæsi- lega götu þar sem verslun og þjónusta geta blómstrað. Fíkniefni fundust í rassíu lögreglu Gerð var húsleit í 2 húsum á Suðurnesjum í gær vegna gruns um fíkniefnamisferli. Aðgerðin var á vegum starfs- hóps Tollgæslunnar, lögregl- unnar í Keflavík og lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli. Fimm menn voru handteknir og yfirheyrðir en við leitina fundust 7 grömm af hassi, 6 grömm af amfetamíni og 3 grömm af maríjúna. Aðgerðin var liður í sérstöku átaki gegn ólöglegum fíkni- efnum og götusölu efnanna á Suðurnesjum. Vivaldi - smellt plastparket I Vivaldi plastparketið þarf ekki að líma. Það er með níðsterka glæra plastvörn. Vivaldi er plastparket af bestu gerð í slitþolsflokki 23 og með 10 ára ábyrgð. Vivaldi hentar því einstaklega vel á öll gólf heimilisins L verð frá kr. 1.287 rrr fpf GÓLFEFMI LJ T E P P A L A N [ Gott verð á hverjum degi'. Hafnargötu 90 » 230 Reykjanesbæ • Simi 420 9800 100m2 iönaðarhúsnæði í Grófinni 6c. Mjög mikil lofthæð og há útihurð. Nánari upplýsingar gefur Páll Ketilsson í síma 893 3717. Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri flytur skýrslu sína á fundinum. Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík: Framboð Ellerts hlaut ekki hljómgrunn Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík var haldinn í Stapanum 14. mars 2003. Samtals 174 stofnfjárað- ilar sóttu fundinn og hafa aðal- fundir Sparisjóðsins aldrei ver- ið fjölmennari. Dagskrá fund- arins var í iengra lagi vegna breytinga á samþykktum. Einnig tóku kosningar stjórnar nokkurn tíma og stóð því fund- urinn í rúma fjóra tíma. Ellert Eiríksson bauð sig m.a. fram til stjórnarsetu í Sparisjóðnum en sitjandi stjórn hélt velli. Benedikt Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar og ijallaði m.a. um undirbúning að hlutafélaga- væðingu SPKEF sem unnið var að á síðasta ári en hefur verið slegið á ffest. Einnig gerði hann að umtalsefhi þær hugmyndir um að allir stjómarmenn yrðu kjöm- ir á aðalfundi af stofhfjáraðilum svo að um tilnefningu á stjómar- mönnum af hálfú sveitarstjóma á starfssvæðinu yrði ekki lengur að ræða. Benedikt mælti ekki með þessari leið og taldi óbreytta stjómarsamsetningu þjóna hags- munum Sparisjóðsins best að svo stöddu. Bergur Vernharðsson flutti til- lögu þess efhis að stofnfjáraðilar kysu alla stjómarmenn og felldi fhndurinn þá tillögu. Geirntundur Kristinsson, spari- sjóðsstjóri greindi í ræðu sinni frá þeim hræringum sem hafa verið á íslenskum fjármálamark- aði og sparisjóðirnir hafa ekki farið varhluta af. Yfirtaka hefúr verið reynd á nokkmm sparisjóð- um með litlum árangri og dóttur- fyrirtæki sparisjóðanna hafa ver- ið seld að hluta til. Geirmundur talaði um nauðsyn þess að treysta þá góðu stöðu sem sparisjóðimir hafi í hugum viðskiptavina sinna. Það hafi m.a. komið glögglega kom ffam í niðurstöðum islensku ánægjuvogarinnar sem birtar voru í nýliðinni viku og voru sparisjóðimir í efsta sæti í flokki fjármálafyrirtækja. Því næst fór hann yfir afkomu Sparisjóðsins í Keflavík sem var viðunandi þó markmiðum um arðsemi hafi ekki verið náð. Breytingar á samþykktum Spari- sjóðsins í Keflavík voru taldar nauðsynlegar í ljósi nýrrar laga- setningar um fjármálafyrirtæki og vom þær samþykktar einróma af fúndarmönnum. 2 VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.